Veiði
Veiðikort
Skotveiðimenn skila veiðiskýrslum á skilavef Umhverfisstofnunar einu sinni á ári óháð því hvort eitthvað var veitt eða ekki. Með Íslykli eða island.is er hægt að skrá sig inn á vefinn, skila veiðiskýrslu, gefa upp hvernig veiðikortið er greitt og í kjölfar greiðslu er veiðikortið sent í tölvupósti. Veiðikort eru ekki send í póstkröfu.
Veiðikorthafar sem skila inn eftir 1. apríl þurfa að greiða 5.170 kr.
Ef veiðiskýrslu er skilað inn eftir 1.apríl hækkar gjaldið fyir veiðikortið úr 3.670 kr. upp í 5.170 kr. Athugið að sú viðbótarupphæð færist milli ára ef veiðikortið er ekki tekið. Ef þú varst búinn að skila veiðiskýrslu kemstu ekki aftur inn á skilavefinn.