Svanurinn

 

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Frá stofnun hefur Svanurinn náð að  skapa sér sterka markaðsstöðu og er í dag leiðandi umhverfismerki í heiminum.

Sífellt fleiri neytendur eru meðvitaðir um að velja frekar umhverfisvænni kosti séu þeir í boði. Svanurinn er einstaklega gott tæki til að innleiða aðgerðir við að minnka rekstrarkostnað vegna orku- og efnanotkunar, úrgangsmeðhöndlunar, og fleiri þátta sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum. Svanurinn er þekkt merki um gæði sem allir geta treyst.

Hægt er að fá vottun frá Svaninum í fjölmörgum vöru og þjónustuflokkum (sjá vefsíðu Svansins). Sé fyrirtæki þitt ekki starfandi innan þessa flokka er hægt að hafa samband við starfsmenn Svansins hjá Umhverfisstofnun um frekar upplýsingar.

 

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira