Umhverfismerkið Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

 

Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína.

 

Mörg íslensk fyrirtæki eru nú Svansvottuð og Svansmerktar vörur má nú finna í auknum mæli í verslunum.

 

Kynntu þér Svaninn!


Fréttir

​ Undri lýkur endurvottun Svansins

Undri lauk nýverið endurvottun Svansins fyrir penslasápu og iðnaðarhreinsi sem framleiddur er í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Undri er eitt...

​Svansvottað og kolefnisjafnað Farfuglaheimili

Farfuglaheimilið í Borgarnesi fékk afhent Svansleyfi þann 19. desember s.l. við hátíðlega athöfn.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Neytendur eiga að hafa aðgang að öruggum vörum sem hafa sem minnst áhrif  á umhverfið og heilsuna. Svanurinn gegnir þar mikilvægu hlutverki.

 

 • Í kröfum Svansins eru gerðar strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru. Allir þættir lífsferils vörunnar eru skoðaðir og efnainnihald og umhverfisáhrif hvers þáttar er metið.
 • Kröfurnar eru strangar og til dæmis má ekki nota ofnæmisvaldandi ilmefni við framleiðslu á Svansmerktum hreinlætis– og snyrtivörum auk þess sem þekkt krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni eru algerlega bönnuð
 • Með því að velja Svansmerkt velur þú örugga vöru, bæði fyrir þig og umhverfið.


Svansmerkt fyrir börnin

Svansmerktar vörur eru sjálfsagt val fyrir foreldra því sett eru sérstaklega ströng viðmið á vöru sem er ætluð börnum, svo sem bleyjur, leikföng, fatnað og hreinlætisvörur. Börn eru viðkvæmari fyrir áhrifum ýmissa óæskilegra efna sem notuð eru við framleiðslu og því er notkun þeirra lágmörkuð.

 

Gerðar eru mjög strangar kröfur um hráefni í Svansmerktum bleyjum, ekki má nota krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi eldvarnarefni á leikföng, fatnaður skal vera úr lífrænt ræktuðum eða sambærilegum trefjum og Svansmerkt sólarvörn, tannkrem og sápa ætluð börnum mega ekki innihalda ilmefni.

 

Svansmerktar vörur eru því með þeim öruggustu í sínum vöruflokki.

Í kring um okkur er að finna ótal efni sem mörg hver eru ónauðsynleg og geta haft óæskileg áhrif.

Við viljum hafa stjórn á því hvað við komumst í snertingu við og til þess er Svanurinn stórkostlegt tæki.

Þú getur verið viss um að sérfræðingar Svansins hafi farið í gegn um efnainnihald vörunnar og gengið úr skugga um að hún innihaldi sem allra minnst af óæskilegum efnum.

Með því að velja Svaninn getur þú fækkað þeim skaðlegu efnumsem finna má í þínu umhverfi umtalsvert.

 

Spyrjumst fyrir um vottaða vöru og þjónustu
Væri ekki gaman að eiga kost á að þvo sparifötin í Svansvottaðri efnalaug? Að þvo bílinn í Svansvottaðri bílaþvottastöð? Að versla í matinn í Svansvottaðri verslun?

Þú getur haft áhrif og spurt uppáhalds fyrirtækið þitt hvort það hafi kynnt sér möguleikann á Svansvottun. Þannig getum við mótað framboðið.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Svanurinn er þekktasta og útbreiddasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum.  Yfir 2.000 leyfi fyrir notkun á merki Svansins hafa verið gefin út og 6.000 vörur hafa verið Svansvottaðar.

 

Hvernig verða viðmiðin til?
Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður Norræna Umhverfismerkjanefndin að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk. Þegar tekin er ákvörðun um hvort þróa eigi ný skilyrði fyrir Svaninn er tekið mið af þremur þáttum

 • hversu umfangsmikil umhverfisáhrif hljótast af umræddri vöru eða þjónustu frá vöggu til grafar,
 • hvaða möguleikar eru á því að draga úr umhverfisáhrifum 
 • hvort Svansmerkingin sjálf geti haft jákvæð áhrif á val neytenda og þróun innan vöru– eða þjónustuflokksins til langs tíma.


Teymi óháðra sérfræðinga mótar skilyrði Svansins fyrir hvern vöru– eða þjónustuflokk fyrir sig. Áður en ákvörðun er tekin um að gefa út ný eða endurskoðuð skilyrði  er auglýst eftir athugasemdum frá atvinnulífinu, umhverfisverndarsamtökum og yfirvöldum í opnu umsagnar– og samráðsferli. Eftirlitsaðilar Svansins fylgjast með því að kröfum sé framfylgt.

 

Hert er á kröfunum á þriggja til fjögurra ára fresti svo Svansmerktar vörur og þjónusta eru í stöðugri þróun.

Svanurinn gerir kröfu um virkni og gæði vottaðrar vöru eða þjónustu. Til að fá Svansmerkið þarf virkni að vera jafn góð eða betri en hjá annarri sambærilegri vöru eða þjónustu. Þannig þarf til að mynda Svansmerkt þvottaefni að þvo hreint við lágt hitastig, húsgögn verða að þola strangar prófanir og kröfur eru gerðar um gæði prenthylkja.

 

Mikil áhersla er lögð á endingu og þol vörunnar. Sumar margnota vörur líkt og hleðslurafhlöður og örtrefjaklútar eru klárlega betri fyrir umhverfið en sambærilegar einnota vörur en aðeins að því gefnu að ending þeirra sé góð. Því er gerð mikil krafa um gæði Svansmerktra hleðslurafhlaðna og örtrefjaklúta og ítarlegra prófana krafist.

 

Á síðustu áratugum hefur vöruúrval og framleiðsluhraði aukist í vestrænum samfélögum og virðist þetta stundum skila sér í skemmri endingartíma vörunnar.

 

Svanurinn vill sporna við þeirri þróun.

Í dag eru til Svansskilyrði fyrir rúmlega 60 mismunandi flokka vöru og þjónustu og yfir 6.000 vörutegundir og þjónusta bera nú merki Svansins á öllum Norðurlöndunum.

 

Á Íslandi hafa þjónustufyrirtæki verið duglegust að sækja um Svaninn en fjölmargar vörur að finna sem bera umhverfismerkið Svaninn eru fluttar inn og seldar hérlendis.

 

Finna má Svansvottaðar byggingaplötur, kamínur, rafhlöður, sjónvarpstæki, moltukassa, snyrtivörur, einnota matvælaumbúðir, gagnvarinn við, örtrefjaklúta og moppur, gólfefni, skrifstofutæki, tölvur, þvottaefni, kæla og frystiskápa, byggingar, leikföng, hjólbarða og fleira og fleira…

 


Hér er að finna tæmandi lista yfir Svansmerkta vöru- og þjónustuflokka.

Íslensk fyrirtæki með Svansvottun

 
 1. Prentsmiðjan Hjá Guðjón Ó. - frá 2000
 2. Farfuglaheimilin í Laugardal - frá 2004
 3. Undri – iðnaðarhreinsir, línuhreinsir og penslasápa - frá 2006
 4. Sólarræsting - frá 2007
 5. ISS – ræstingar - frá 2009
 6. Oddi - prentsmiðjurnar á Köllunarklettsvegi og Höfðabakka - frá 2009
 7. Farfuglaheimilin Vesturgötu - frá 2010
 8. Kaffihús kaffitárs - frá 2010
 9. Hreint ehf. – ræstingar - frá 2010
 10. Prentsmiðjan Svansprent - frá 2010
 11. Ísafoldarprentsmiðja - frá 2010
 12. AÞ-þrif – ræstingar - frá 2010
 13. Prentsmiðjan Háskólaprent - frá 2010
 14. Hótel Rauðaskriða - frá 2011
 15. Hótel Eldhestar – frá 2011
 16. Prentsmiðjan Prentmet Reykjavík - frá 2011
 17. Prentsmiðjan Umslag ehf. - frá 2012
 18. Grand Hótel Reykjavík - frá 2012
 19. Fjarðarþrif Eskifirði ræstingar - frá 2012
 20. Prentsmiðjan Prentmet Suðurlands - frá 2012
 21. Nauthóll - veitingastaður - frá 2012
 22. Prentsmiðjan Prentmet Vesturlands - frá 2012
 23. Mötuneyti Landsbankans - frá 2013
 24. Prentsmiðjan Litróf - frá 2013
 25. Farfuglaheimilið Loft - frá 2013
 26. Allt hreint ræstingar - frá 2014
 27. Bónbræður - frá 2014
 28. Hótel Fljótshlíð - frá 2014
 29. Eldhús og matsalir Landspítalans - frá 2015
 30. Prenttækni - frá 2016
 31. Pixel prentþjónusta - frá 2016
 32. Litlaprent - frá 2016
 33. Prentsmiðjan Héraðsprent - frá 2016
 34. SORPA bs. Metangas - frá 2016
 35. Ásprent Stíll - frá 2017
 36. Mannverk - frá 2017
 37. Farfuglaheimilið Borgarnesi - frá 2017

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að bætast í hóp Svansmerktra fyrirtækja? Kynntu þér málið!!

Tengill inn á vefsvæði Græns lífsstíls
Hlekkur inn á vefsvæði um ýmis umhverfismerki
Hlekkur inn á vefsvæði um ferli Svansvottunar
Hlekkur á facebook Svansins
GrensásvegurGRE_PM10_AV30MINSvifrykNý gögn hafa ekki borist-1GrensásvegurGRE_H2S_AV30MINBrennisteinsvetniNý gögn hafa ekki borist-1GrensásvegurGRE_NO2_AV30MINNiturdíoxíðNý gögn hafa ekki borist-1HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk19 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-0 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð2 µg/m³1