Veiðikort og skotveiði

iStock_000002247229.jpg (36664 bytes)
Þeir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar hér á landi þurfa að vera handhafar skotvopnaleyfis og veiðikorts. Til þess að öðlast þau réttindi er farið á tvö námskeið, skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið.

Hvers vegna skotvopnanámskeið?

Skotvopnanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni. Ef námskeiðinu er lokið með fullnægjandi árangri getur námskeiðsfari sótt um A-skotvopnaleyfi að því loknu. Athuga ber að skotvopnaleyfi veitir takmarkaðan rétt til þess að stunda skotveiðar og því fara flestir einnig á veiðikortanámskeið.

Hvers vegna veiðikortanámskeið?

Veiðikortanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um veiðikort. Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts. Ef námskeiðinu er lokið með fullnægjandi árangri getur námskeiðsfari sótt um veiðikort að því loknu. Veiðikort veitir ekki skotvopnaréttindi og því fara flestir einnig á skotvopnanámskeið.

Almenn skilyrði fyrir skotvopnanámskeið

 • Að hafa náð 20 ára aldri, vera andlega heilbrigður og hafa ekki verið sviptur sjálfræði.
 • Að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, vopnalaga eða laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. (Ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því brot var framið og refsing hefur ekki farið fram úr sektum eða varðhaldi má víkja frá þessu skilyrði). 
 • Umsókn um leyfi til þátttöku í skotvopnanámskeiði þarf að fylgja meðmæli frá tveimur meðmælendum sem eru persónulega kunnugir umsækjanda.

Með umsókn þarf að fylgja læknis- og sakavottorð ásamt nýlegri mynd af umsækjanda. 

Skil á gögnum til lögreglu vegna skotvopnanámskeiða

Gögnin sem skila þarf inn til lögreglu ef sótt er um að fara á skotvopnanámskeið eru eftirfarandi. Ekki þarf að skila inn þessum gögnum ef ætlunin er að fara eingöngu á veiðikortanámskeið.

 • Sakavottorð (sótt um hjá sýslumanni viðkomandi svæðis)
 • Læknisvottorð (sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis).
 • Nýleg passamynd
 • Umsóknareyðublað um þátttöku í skotvopnanámskeiði með undirskrift tveggja meðmælenda.

Skráðu þig á vefnum og skilaðu þessu eyðublaði líka til lögreglunnar.

Umsókn um A-réttindi, ef ætlunin er að sækja líka strax um ákveðið skotvopn. Þeir sem ætla bara á námskeiðið þurfa ekki að fylla út eyðublaðið.

Læknisvottorði og nýlegri passamynd skal skila inn til lögreglustöðvar í því umdæmi sem umsækjandi hefur lögheimili í. (Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga að skila gögnum inn til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Dalvegi 18 (2. hæð) 201 Kópavogur). Skal því skilað í umslagi merktu nafni umsækjanda. Læknisvottorð þarf að vera útgefið sérstaklega vegna byssuleyfis.  Almennt læknisvottorð er ekki tekið gilt. Eyðublöðunum tveimur sem vísað er í hér að ofan er skilað útfylltum til lögreglunnar. Ávallt skal skila gögnum til lögreglu í því umdæmi sem nemandi á lögheimili í þó aðsetur sé í öðru umdæmi.

Til þess að fara á skotvopnanámskeiðið þarf að gefa upp kennitölur tveggja meðmælenda. Þeir þurfa ekki endilega að hafa sjálfir skotvopnaleyfi, en þurfa að vera orðnir tvítugir. Ekki þarf meðmælendur vegna veiðikortanámskeiðs. 

Ekki nóg að skrá sig

Þátttakendur eru hvattir til að lesa sér vel til um fyrirkomulag námskeiða, gæta þess að skila öllum gögnum inn til lögreglu ef farið er á skotvopnanámskeið og greiða námskeiðsgjöldin tímanlega.

Í grófum dráttum er það sem þarf að gera ef farið er á bæði námskeiðin:

 1. Skrá sig á ákveðið námskeið
 2. Greiða námskeiðsgjöldin
 3. Sækja um læknisvottorð
 4. Sækja um sakavottorð
 5. Skila gögnum inn til lögreglu þar sem lögheimilið er. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga að skila gögnum inn til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Dalvegi 18 – 2.hæð, 201 Kópavogur. Muna eftir eyðublaðinu með undirskrift tveggja meðmælenda. 
 6. Lesa bókina Veiðar á villtum fuglum og spendýrum fyrir veiðikortanámskeiðið
 7. Lesa Skotvopnabókina fyrir skotvopnanámskeiðið
 8. Standast próf að námskeiðum loknum

Ekki þarf að skila neinum gögnum til lögreglu ef einungis er farið á veiðikortanámskeið. Verði skráningar á námskeið fleiri en sætafjöldi ganga þeir fyrir sem ganga fyrstir frá greiðslu námskeiðsgjalda og skila gögnum til lögreglu. 

Kynntu þér ítarlega allar upplýsingar um námskeiðin sem er að finna hér á síðunni.

Skráðu þig á námskeið

Veiðikortanámskeið

Veiðikortanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um veiðikort. Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts.

 • Bráðin
 • Lög reglur og öryggi 
 • Náttúru- og dýravernd 
 • Stofnvistfræði 
 • Veiðar og veiðisiðfræði 
 • Próf

Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi bókina „Veiðar á villtum fuglum og spendýrum“ áður en námskeiðið hefst. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum.

Veiðikortanámskeið 2017


Reykjavík
9. maí kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

16. maí kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

23. maí - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

5. september - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

12. september - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

26. september - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

10. október - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

24. október - kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

31. október- kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Akranes 
29. ágúst – kl. 17:00-23:00 í Grundaskóla.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Grundarfjörður

11. september kl 17:00-23:00 á Sögumiðstöðinni

Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Patreksfjörður
27. apríl kl. 17:00-23:00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarðar.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Ísafjörður

31. ágúst kl. 17:00-23:00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarðar.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Sauðárkrókur
18. ágúst kl. 17:00-23:00 hjá Skotfélaginu Ósmann
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Akureyri
31. maí kl. 17:00-23:00 hjá Símey.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

8. september kl. 17:00-23:00 hjá Símey.
Leiðbeinandi Arnór Þórir Sigfússon

 

Dalvík

30. maí kl. 17:00-23:00 hjá Símey.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Egilsstaðir
13. júní – kl. 17:00-23:00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Kirkjubæjarklaustur

8. júní – kl. 17:00-23:00 í Kirkjubæjarstofu.

Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

 

Skotvopnanámskeið

Umhverfisstofnun heldur skotvopnanámskeið sem standa yfir 3 daga. Bókleg kennsla fer fram fyrstu tvo dagana en verkleg þjálfun haldin á þriðja degi. 

Fyrsti dagur 

 • Skotvopn og skotfæri 
 • Öryggi og meðhöndlun
 • Skotfimi og eiginleikar skotfæra 

Annar dagur 

 • Vopnalöggjöfin 
 • Landréttur
 • Próf 

Þriðji dagur

 • Verkleg undirstöðuþjálfun á skotsvæði. (Nánari upplýsingar um framkvæmd verklegrar þjálfunar verða veittar á námskeiðinu).

Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi „Skotvopnabókina“ áður en námskeiðið hefst. Bókin fæst í bókabúðum.

Skotvopnanámskeið 2017


Reykjavík
4.-5. maí kl 18:00-22:00 (fim/fös) á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

11.-12. maí kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

18.-19. maí kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

31. ágú.-1. september - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

7.-8. september - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

21.-22. september - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

5.-6. október - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

19.-20. október - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur: Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

26.-27. október - kl. 18:00-22:00 á Grand Hótel. 
Leiðbeinendur Jóhann Vilhjálmsson og Ívar Pálsson
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Reykjavíkur.

 

Akranes
21.-22. september kl 18:00-22:00 í Grundaskóla.
Leiðbeinandi: Jónas Hallgrímur Ottósson.
Verklegt áætlað 23. september á vegum Skotfélags Akranes

 

Grundarfjörður

15.-16. september kl 18:00-22:00/10:00-14:00 Bóklegt í Sögumiðstöðinni,

verklegt eftir það hjá Skotfélaginu Skotgrund.

Leiðbeinandi: Ómar Jónsson.

 

Ísafjörður
25.-26. ágúst kl. 18:00-22:00/09.00-13.00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 
Leiðbeinandi: Ómar Jónsson.
Verklegt eftir það á skotsvæðinu í Dagverðardal í samstarfi við Skotíþróttafélag Ísafjarðar.

 

Blönduós
13.-14. maí kl. 10:00- 14:00 í Blönduskóla.
Leiðbeinandi: Höskuldur B. Erlingsson.
Verklegt á vegum Markviss eftir kl 14:00.

 

Sauðárkrókur 
11.-12. ágúst (18:00-22:00/10:00-14:00) í félagsaðstöðu Skotfélagsins Ósmanns. 
Leiðbeinandi: Björn J Sighvatz og stjórn Skotfélagsins Ósmanns
Verklegt eftir kl 14:00 þann 12. sept. á skotvelli Skotfélagsins Ósmanns.

 

Akureyri
8.-10. júní Bókleg kennsla hjá Símey kl.18:00-22:00 x 2.

Leiðbeinandi: Emil B. Björnssyni.
Verklegt eftir það á vegum Skotfélags Akureyrar.

 

31.-1. sept. Bókleg kennsla hjá Símey kl.18:00-22:00 x 2.

Leiðbeinandi: Emil B. Björnssyni.
Verklegt áætlað daginn eftir á vegum Skotfélags Akureyrar.

 

Dalvík/Ólafsfjörður

18.-19. maí kl. 18:00-22:00 hjá Símey á Dalvík

Leiðbeinandi: Emil B. Björnsson

Verklegt 20. maí frá kl 10:00 á vegum Skotfélags Ólafsfjarðar.

 

Egilsstaðir
18.-19. maí (kl. 18:00-22:00) í Menntaskólanum á Egilsstöðum..
Leiðbeinandi: Jóhann G. Gunnarsson.
Verklegt 20. maí frá kl. 10:00 á vegum Skaust.

 

Kirkjubæjarklaustur

9.-10. júní (kl: 18:00-22:00/9:00-13:00) í Kirkjubæjarstofu.

Leiðbeinandi: Jónas Hallgrímur Ottósson.

Verklegt verður að taka á viðurkenndum velli. Nánari upplýsingar fá þátttakendur námskeiðsins.

Greiðslur vegna veiðikortanámskeiðs

Leggja þarf kr. 14.900,- inn á bankareikning Umhverfisstofnunar vegna veiðikortanámskeiðs.

Greiðslur vegna skotvopnanámskeiðs

Leggja þarf kr. 27.000,- inn á bankareikning Umhverfisstofnunar vegna skotvopnanámskeiðs. Sé námskeiðsgjald ekki greitt minnst viku áður en námskeið hefst er ekki hægt að tryggja að umsækjandi fái aðgang að námskeiðinu. Aðgangur að skotvopnanámskeiðum er ennfremur háður samþykki lögreglu innan sama tímaramma.

Hvernig greiði ég reikningana?

Ef farið er á bæði skotvopna- og veiðikortanámskeið er í lagi að leggja kr. 41.900,- inn í einni upphæð.

Reikningsupplýsingar: 0565-26-3838-701002-2880.

Ef greiðandi er annar en sá sem er að fara á námskeiðið þarf kennitala þess sem er að fara á námskeiðið að vera skýring greiðslu.

 Í námskeiðsgjaldinu fyrir skotvopnanámskeiðið er innifalið gjald fyrir próf og endurupptöku prófs einu sinni. Óski próftaki eftir að endurtaka próf oftar skal hann greiða sérstakt prófgjald sbr. 27. gr. d. reglugerðarinnar kr. 5000.

Umsækjendur um bæði veiðikort og skotvopnaleyfi sækja námskeið hjá Umhverfisstofnun. Um er að ræða tvö námskeið. Annars vegar skotvopnanámskeið sem gefur réttindi til að sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni og hinsvegar veiðikortanámskeið sem gefur réttindi til þess að stunda skotveiðar.

Veiðikortanámskeið

Veiðikortanámskeiðið er að jafnaði eitt kvöld, 6 tímar að lengd, oftast frá kl 17.00-23.00.

Á veiðikortanámskeiðinu er fjallað um lög og reglugerðir um veiðar og náttúruvernd, umgengni á veiðislóð, náttúruvernd, dýravernd, fuglagreiningar, stofnvistfræði, veiðitímabil, veiðisiðfræði ofl. 

Kennt er eftir bókinni Veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Æskilegt er að hafa lesið bókina fyrir námskeiðið og fæst hún í bókabúð. Að námskeiði loknu er tekið próf. Svara þarf minnst 75% réttu af prófinu.

Ef bókin Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eða Skotvopnabókin fæst ekki í næstu bókabúð er hægt að panta þær á  www.eymundsson.is og þær eru sendar heim að dyrum án sendingarkostnaðar. 

Skotvopnanámskeið

Áður en námskeið hefst er ráðlegt að hafa lesið Skotvopnabókina sem fjallar um viðfangsefni skotvopnanámskeiðana. Bókin fæst í flestum bókabúðum. Ef bókin er ekki fáanleg í þinni bókabúð er það Forlagið ehf. sem sér um dreifingu um allt land. Nýjasta útgáfan af Skotvopnabókinni kom út 2010. Eldri útgáfur gagnast sem námsefni á námskeiðunum en nýja útgáfan er ítarlegri og betur framsett en þær eldri.

Bóklegi hluti námskeiðsins fer að jafnaði fram á tveimur kvöldum (2x4 tímar). Síðara kvöldið endar á skriflegu prófi. Svara þarf minnst 75% réttu á prófinu. Oftast er bóklegur hluti skotvopnanámskeiðsins haldin á fimmtudags og föstudagskvöldum (18.00-22.00) nema annað sé tekið fram.

Á skotvopnanámskeiðinu er fjallað um lög og reglugerðir sem varða skotvopn, landrétt og veiðirétt, vopn og skotfæri, meðferð skotvopna, öryggismál ofl.

Þriðja daginn sækja nemendur verklega þjálfun að loknum bóklega hlutanum á skotsvæði þar sem þeir fá undirstöðuþjálfun í meðferð skotvopna. 

Kennslugreinar á skotvopnanámskeiðinu

Bóklegur hluti

 1. Skotvopn og skotfæri
 2. Öryggi og meðhöndlun
 3. Vopnalöggjöfin
 4. Skotfimi og eiginleikar skotfæra
 5. Landréttur

Verklegur hluti

Kennsla í undirstöðuatriðum þess að meðhöndla skotvopn og notkun þeirra fer fram á viðurkenndu skotsvæði og skiptist niður í eftirfarandi:

 1. Umgengnisreglur um skotsvæði
 2. Örugg meðferð skotvopna á skotsvæði
 3. Leiðbeiningar við að skjóta 25 skotum með haglabyssu á leirdúfuvelli
 4. Leiðbeiningar við að skjóta a.m.k. 10 skotum af 22 LR kalibera riffli á riffilvelli
 5. Leiðbeiningar við að skjóta a.m.k. 5 skotum af riffli sem er stærra kaliber en 22 LR
   

Þeir sem ná ekki 75% eða meira í skotvopna- eða veiðikortaprófi þurfa að endurtaka prófið. Þeir þurfa hinsvegar ekki að sitja námskeiðið aftur. Hér á eftir má sjá upplýsingar um það hvernig hægt er að snúa sér til þess að komast í upptökupróf.

Hvar viltu taka upptökupróf?

Reykjavík

Prófin í Reykjavík fara fram á Suðurlandsbraut 24. Á haustmánuðum er gert ráð fyrir upptökuprófi á mánudögum klukkan 11.00 og föstudögum klukkan 11.00. Hafa þarf samband í síma áður en mætt er í próf. Sími 5912000. Svanhildur Sigurðardóttir sér um skráningar í prófin. 

Akureyri

Hafa skal samband við skrifstofu Umhverfisstofnunar á Akureyri í síma 591-2000. Oftast er hægt að fara í upptökupróf á milli klukkan 9.00 og 15.00 á virkum dögum, allt eftir samkomulagi. Hafa þarf samband í síma áður en farið er í próf til þess að fá tíma. Staður: Borgir við Norðurslóð, 4 hæð. 

Hvolsvöllur

Hafa skal samband við Gunnhildi hjá Héraðsbókasafni Rangæinga í síma 4884235. Hafa skal samband áður en farið er í próf til þess að fá tíma.

Ísafjörður

Hafa skal samband við Þuríði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 4565025. Hafið samband fyrirfram til þess að fá tíma. 

Annars staðar á landsbyggðinni

Hafa skal samband við skrifstofu Umhverfisstofnunar á Akureyri. Misjafnt er eftir því hvar á landinu ætlunin er að fara í upptökupróf hver sér um framkvæmd prófa, en yfirleitt er hægt að fá að fara í upptökupróf í „stærri“ þéttbýliskjörnum. Hafa þarf samband í síma 591-2000 og biðja um skrifstofuna á Akureyri, áður en mætt er í próf til þess að fá tíma. 

Hvað þarf ég að gera til að taka þátt í skotvopnanámskeiði?

 • Vera orðinn 20 ára.
 • Finna tvo meðmælendur og fá undirskrift þeirra á eyðublaðið sem finna má hér á vefnum. Þeir þurfa að vera orðnir tvítugir, en þurfa ekki endilega að hafa skotvopnaleyfi.
 • Skrá þig hér á veidikort.is.
 • Kynna þér viðfangsefnið - lesa bækurnar.
 • Skila læknisvottorði og passamynd inn til lögreglunnar í því umdæmi sem þú átt lögheimili í með góðum fyrirvara fyrir námskeiðið.
 • Sækja um sakavottorð hjá lögreglunni um leið og þú skilar inn læknisvottorði og passamynd.
 • Lögreglan þarf að hafa fengið öll gögn frá þér minnst viku fyrir námskeiðið til þess að þú eigir möguleika á að vera samþykkt/ur á námskeiðið.
 • Kynna þér viðfangsefnið vel áður en námskeið hefst.
 • Mæta á námskeiðið og taka próf.

Ég fékk 74% á prófi. Er ekki hægt að sleppa mér með þetta eina prósent?

Ef próftaki fær 72,73 eða 74% á prófi er farið aftur yfir prófið til þess að fyrirbyggja mistök í innslætti. Lágmarkið til að ná prófinu er 75%.

Ég get ekki mætt á þeim tíma sem verklegi hluti skotvopnanámskeiðsins er auglýstur. Get ég mætt á öðrum tíma?

Ekki skiptir máli á hvaða skotvopnanámskeiði farið er í verklega hlutann. Hægt er að fresta honum. Best er að ná samkomulagi við kennarann á skotvopnanámskeiðinu þegar það hefst um annan tíma fyrir verklega hlutann. Hægt er að fá að mæta með þeim hóp sem er á næsta námskeiði t.d. Skírteini er ekki útgefið fyrr en búið er að mæta í verklega hlutann.

Ég er búinn að vera með skotvopnaleyfi í mörg ár og var að veiða fyrir tilkomu veiðikortakerfisins. Hef hinsvegar aldrei verið með veiðikort. Þarf ég að fara á veiðikortanámskeið?

Já. Allir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar á Íslandi á öðrum dýrum en sel og mink, þurfa veiðikort. Fyrstu tvö árin, 1995-1997 sem veiðikortakerfið var starfandi var skotvopnaleyfishöfum gefinn kostur á að sækja um veiðikort án þess að fara á námskeið. Eftir þann tíma hafa allir ungir sem aldnir skotvopnaleyfishafar þurft að sækja veiðikortanámskeið.

Þarf ég að eiga byssu til þess að geta farið á skotvopnanámskeið?

Nei. Námskeiðin eru ætluð þeim sem eru að sækja um skotvopnaleyfi og þar af leiðandi hafa þátttakendur ekki leyfi til að eiga byssu fyrr en að loknu námskeiði.

Þarf ég að fara aftur á námskeiðið ef ég næ ekki 75% á skotvopna- eða veiðikortaprófinu?

Nei, þú þarft ekki að sitja námskeiðið aftur. Þú hefur einfaldlega samband við Umhverfisstofnun og pantar upptökupróf. Sjá flipann merktan „Upptökuprófhér ofar.

Hvar og hvenær get ég farið í upptökupróf vegna veiðikorta- eða skotvopnanámskeiðs?

Sjá flipann merktan „Upptökupróf hér ofar.

Hvað geri ég til þess að fá skírteini þegar ég er búinn að standast skotvopnaprófið?

Þú ferð til sýslumanns- eða lögreglunnar þar sem þú skilaðir inn gögnunum og sækir skírteinið. Sum embætti senda skírteinið strax að námskeiði loknu.

Ég féll á skotvopna- eða veiðikortaprófi. Þarf ég að sitja námskeiðið aftur?

Nei, en þú þarf að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna fyrirkomulag upptökuprófa. Sjá upplýsingar um upptökupróf í samnefndum flipa hér ofar.

Þurfa meðmælendur umsækjanda um skotvopnaleyfi að vera sjálfir með skotvopnaleyfi?

Einfalt svar við þessu. Nei, en þeir þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira