Fréttir

16. mars 2018

Lokun á svæði meðfram Fjaðrárgljúfri að austan

News-image for - Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæðinu vegna aurbleytu þar til gerðar hafa verið úrbætur. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að vernda gróður í umhverfi göngustígsins.Nánar ...

13. mars 2018

​ Undri lýkur endurvottun Svansins

News-image for - Undri lauk nýverið endurvottun Svansins fyrir penslasápu og iðnaðarhreinsi sem framleiddur er í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Undri er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið lengst í Svansfjölskyldunni.Nánar ...

13. mars 2018

Sviðsstjóri nýs sviðs loftslagsmála og græns samfélags

Umhverfistofnun leitar að leiðtoga fyrir nýtt svið sem fer með málefni loftslags, loftslagsbókhalds, umhverfismerkinga, úrgangsforvarna, hollustuhátta og verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Nánar ...

12. mars 2018

Umferð vélknúinna farartækja bönnuð á Hornströndum

​Að gefnu tilefni vill Lögreglustjórinn á Vestfjörðum og Umhverfisstofnun vekja athygli á að umferð vélknúinna farartækja utan vega og merktra slóða er bönnuð innan friðlandsins á Hornströndum, nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til, samkvæmt 2. gr. auglýsingar nr. 332/1985, um friðland á Hornströndum.Nánar ...

12. mars 2018

Skotvopna- og veiðikortanámskeið komin á vefinn

Nú eru skotvopna- og veiðikortanámskeið 2018 komin út á vef Umhverfisstofnunar. Námskeiðin eru um 40 og má finna víða um landið, þótt flest þeirra fari fram í Reykjavík.Nánar ...

06. mars 2018

​Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi

Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum.Nánar ...

01. mars 2018

Eftirlitsmaður gekk fjörur

Eftirlitsmaður Umhverfisstofnunar gekk fjörur í Tálknafirði þann 27. febrúar sl. til að kanna hvort dauðfiski hefði skolað á land. Ekki fannst dauðfiskur frá fiskeldinu í fjörum á því svæði sem farið var um.Nánar ...

01. mars 2018

Íslenska Kalkþörungafélagið ehf

​Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Bíldudal. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins, er rennur út 2022, heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári. Nú er sótt um að auka framleiðsluna upp í 85.000 tonn.Nánar ...

28. febrúar 2018

Ráðuneytið óskar eftir umhverfistilnefningum

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2017.Nánar ...

26. febrúar 2018

​Margir fylgdust með útdrætti hreindýraveiðileyfa

Síðastliðinn laugardag dró Umhverfisstofnun um hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á netinu. Í boði voru 1450 dýr, 389 tarfar og 1061 kýr. Tölvupóstar eru að fara út til veiðimanna um niðurstöðuna.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira