Fréttir

13. ágúst 2010

Hvað er líffræðileg fjölbreytni? - Þingvallavatn

News-image for - Árið 2010 hefur verið útnefnt ár líffræðilegrar fjölbreytni. Stöðugt hefur dregið úr líffræðilegri fjölbreytni á undanförnum áratugum og í kjölfar þess var Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni samþykktur árið 1992. Ísland hefur verið aðili að honum frá því að hann gekk í gildi árið 1993Nánar ...

12. ágúst 2010

Fréttir frá verndarsvæði Mývatns og Laxár

News-image for - Mikið hefur verið um að vera í Mývatnssveitinni í sumar. Baráttan við skógarkerfil og lúpínu hafa verið fyrirferðamestu og langstærstu verkefnin í sumar á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Hafa landverðir notið aðstoðar fjölda sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar, ásamt vinnuskólakrökkum frá Skútustaðahreppi og frá verkefni Landsvirkjunar „margar hendur vinna létt verk“.Nánar ...

09. ágúst 2010

Drög að landsáætlun um úrgang

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að endurskoðaðri landsáætlun um úrgang og ber hún heitið Landsáætlun um úrgang 2010-2022. Nýrri áætlun er ekki ætlað að koma í stað eldri landsáætlunar sem gefin var út árið 2004, heldur byggja á hennar grunni og vera framhald á þeirri umfjöllun sem þar fór fram.Nánar ...

04. ágúst 2010

Hringrás - kynningarfundur

Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund í anddyri Borga við Norðurslóð, Akureyri, þann 21. júlí sl. þar sem kynnt var tillaga að nýju starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Starfsleyfið mun heimila Hringrás móttöku og meðhöndlun allt að 3900 tonna af úrgangi á ári, þ.e. spilliefnum, málmum og hjólbörðum, og mun verða gefið út til sextán ára.Nánar ...

04. ágúst 2010

Landsáætlun um loftgæði

Umhverfisstofnun hefur gefið út landsáætlun um loftgæði. Í henni er m.a. sagt frá helst áherslum stofnunarinnar í loftgæðamálum. Lögð er fram verkáætlun til ársins 2014 um frekari uppbyggingu mælinets og því hvernig miðlun upplýsinga um loftgæði sé best fyrir komið.Nánar ...

03. ágúst 2010

Eitraðir sveppir

Umhverfisstofnun barst ábending frá Náttúrufræðistofnun Íslands um að fundist hefði eitraður sveppur á leikskólalóð á Akureyri. Tekið skal fram að búið er að tína burt alla sveppi af lóðinni.Nánar ...

28. júlí 2010

Leyndardómar Vatnshellis

Vatnshellir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er vinsæll viðkomustaður gesta eftir að hann var gerður aðgengilegur fólki með talsveðum framkvæmdum. Hellirinn er því orðinn vel aðgengilegur fólki en jafnframt var honum lokað fyrir almennri umferð honum til verndar og verður eingöngu hægt að heimsækja hann með leiðsögn.Nánar ...

22. júlí 2010

Þrif og öryggisatriði í íþróttahúsum

Í árlegu eftirlitsverkefni Hollustuháttahóps Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga var gerð úttekt á þrifum og ýmsum öryggisatriðum í 85 íþróttahúsum á öllu landinu. Álag í mörgum íþróttahúsum er mjög mikið og sum þeirra í nær stanslausri notkun frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Nánar ...

22. júlí 2010

Visibility compared to Particulate Matter (PM10) Concentrations

The Environment Agency of Iceland (EA) monitors air quality in Iceland. During a volcanic eruption in Eyjafjallajökull, South-Iceland, which lasted for a few weeks, volcanic ash spread over the surrounding area. On windy days this ash is resubmitted to the air and as a result, particulate matter (PM10) concentration levels have been unusually high in the neighbourhood of the volcano.Nánar ...

16. júlí 2010

Áherslur á sviði sjálfbærrar þróunar 2010-2013

Áherslur stjórnvalda til sjálfbærrar þróunar árin 2010 til 2013 voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Áherslurnar byggja á stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun sem ber yfirskriftina Velferð til framtíðar og var fyrst samþykkt í ríkisstjórn árið 2002.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira