Fréttir

25. mars 2010

Greiðsla staðfestingargjalds úthlutaðra hreindýraveiðileyfa

News-image for - Síðasti greiðsludagur staðfestingargjaldsins er miðvikudagurinn 31.mars. Ekki er hægt að greiða 1. apríl. Ef greiðsla berst ekki fyrir tilskilinn tíma hefur veiðimaður afsalað sér úthlutuðu leyfi og því verður úthlutað til næsta manns í biðröð.Nánar ...

25. mars 2010

Tímamót hjá Svaninum

News-image for - Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Jafnhliða því hefur Svanurinn náð þeim merka áfanga að alls er búið að veita 2000 Svansleyfi fyrir ýmis konar vörur og þjónustu. Það er tölvuframleiðandinn Lenovo sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá tvöþúsundasta Svansleyfið. Það er gefið út fyrir orkusparandi tölvur.Nánar ...

20. mars 2010

Hita og loftræstikerfi

Út er komin Skýrsla um skoðun á hita og loftræstikerfum. Skýrslan er afrakstur samstarfs Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og Lagnafélags Íslands. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að upplýsingar vantaði frá hönnuðum um, hönnunarforsendur, kerfismyndir, kerfislýsingu, samvirkni tækja og tækjalista, rafstýriteikningar og stilliskýrslur frá iðnaðarmönnum. Nánar ...

18. mars 2010

Betra vatn til framtíðar

Í tilefni af degi vatnsins verður haldin ráðstefna í Víðgelmi, Orkugarði við Grensásveg 9, þann 22. mars frá 13-16. Hinn árlegi dagur vatnsins er helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.Nánar ...

16. mars 2010

Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um jarðminjagarða (Geoparks) á Íslandi í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi.Nánar ...

16. mars 2010

Málþing um skotveiðar

Málþing á vegum Umhverfisstofnunar um skotveiðar á Íslandi verður haldið á Grand Hótel laugardaginn 20.mars. Á málþinginu verða flutt erindi um helstu veiðitegundir á Íslandi, veiðistjórnun, sjálfbærar veiðar og veiðitölur. Allir velkomnir.Nánar ...

15. mars 2010

Skinney-Þinganes

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess hf. þar sem heimilað verði að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni, auk framleiðslu á meltu frá hraðfrystihúsi rekstraraðila. Hámarksafköst verksmiðjunnar eiga samkvæmt tillögunni að miðast við að framleitt verði úr 900 tonnum af hráefni á sólarhring.Nánar ...

09. mars 2010

Kynning faghópa rammaáætlunar

Verkefnisstjórn 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar í Skriðunni (Háskóla Íslands - Stakkahlíð) þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00.Nánar ...

09. mars 2010

Losun og dreifing mengandi efna í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Umhverfisstofnun Evrópu opnuðu nýlega vefsíðu með ítarlegri skrá um losun og dreifingu mengandi efna (E-PRTR). Upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum landakort af Evrópu. Skráin geymir upplýsingar um magn og staðsetningu mengunar af völdum iðnaðar sem er losuð út í andrúmsloftið, vatn eða jarðveg. Upplýsingar um 91 efni frá yfir 24.000 fyrirtækjum í 65 iðnaðargreinum er að finna í skránni. Einnig eru upplýsingar um magn og gerð úrgangs sem eru flutt frá fyrirtækjum til meðhöndlunar innanlands sem utan í hverju landi fyrir sig.Nánar ...

05. mars 2010

Fréttabréf Svansins

Svanurinn náði góðum árangri á árinu 2009. Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun í kreppunni. Ein af ástæðum þessa aukna áhuga fyrir vottun er vistvæn innkaupastefna ríkisins sem var innleidd í vor. Stefnan hefur að leiðarljósi að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem þurfa að bjóða umhverfisvænni valkosti til að mæta kröfum ríkisins.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira