Fréttir

05. mars 2010

Fréttabréf Svansins

News-image for - Svanurinn náði góðum árangri á árinu 2009. Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun í kreppunni. Ein af ástæðum þessa aukna áhuga fyrir vottun er vistvæn innkaupastefna ríkisins sem var innleidd í vor. Stefnan hefur að leiðarljósi að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem þurfa að bjóða umhverfisvænni valkosti til að mæta kröfum ríkisins.Nánar ...

04. mars 2010

Náttúruverndarviðurkenning

News-image for - Í tilefni af 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ákveðið að heiðra minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti með því að afhenda náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar Tómasdóttur á degi umhverfisins sem haldinn er þann 25. apríl ár hvert. Viðurkenningin verður afhent einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.Nánar ...

03. mars 2010

Ert þú í Svansmerkinu?

Norræna umhverfismerkið Svanurinn býður til hugarflugsfundar þann 11. mars vegna undirbúnings markaðsátaks í maí. Í tilefni 20 ára afmæli Svansins undirbýr Umhverfisstofnun markaðsátak til að efla umhverfismerkta vöru og þjónustu á Íslandi. Umhverfisstofnun leitar nú að samstarfsaðilum meðal smásöluverslana, heildsala, innflutningsaðila, leyfishafa og umsækjenda Svansins til að taka þátt í átakinu.Nánar ...

02. mars 2010

Urðunarstaður við Uxafótarlæk

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk, Mýrdalshreppi. Samkvæmt tillögunni verður Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af byggingarúrgangi og seyru á ári en starfsleyfi verður gefið út til sextán ára.Nánar ...

02. mars 2010

Ráðstefna um vistvæna innkaupastefnu

Umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið boða til ráðstefnu um vistvæn innkaup á Grand Hótel föstudaginn 5. mars 2010. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.Nánar ...

22. febrúar 2010

Um 2700 fylgdust með útdrætti í beinni

Útdráttur hreindýraveiðileyfa fór fram á Egilsstöðum laugardaginn 20. febrúar. Alls bárust 3.737 gildar umsóknir um þau 1.272 dýr sem voru í boði þetta árið. Útdrátturinn var sendur út beint á veraldarvefnum. Um 2700 tölvur tengdust útdrættinum í beinni og auk þess höfðu um kvöldið um 2000 horft á upptöku.Nánar ...

22. febrúar 2010

Hreindýraveiðileyfi - biðlisti

Af þeim 3.737 gildu umsóknum sem bárust um hreindýraveiðileyfi nú í ár voru 33 á svokölluðum fimm skipta lista sem kynntur var hér á síðunni fyrir skömmu. Af þeim 33 fengu 16 af þessum lista úthlutun í útdrættinum þannig að eftir standa 17 og verða þeir teknir fram fyrir biðlista. Hér að neðan er tafla sem sýnir hvernig fimm skipta umsóknir dreifðust á svæði, hvernig úthlutanir fóru og hversu margir fara fram fyrir á biðlista.Nánar ...

18. febrúar 2010

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi á miðnætti 15. febrúar. Alls bárust um 3.800 umsóknir um þau 1.272 dýr sem leyfi verða gefin út fyrir. Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 20.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur.Nánar ...

18. febrúar 2010

Öskudagur í Mývatnssveit

Ýmsar kynjaverur lögðu leið sín í Mývatnsstofu á öskudaginn eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Sungu þær sér inn mandarínur og heyra mátti lög eins og Bubbi byggir, Grænmetislagið á íslensku og dönsku, Þorraþrælinn og Sveitin mín ásamt öskudagslögum sem leikskólabörnin sungu.Nánar ...

16. febrúar 2010

Förgun tóbaks frá Póllandi stöðvuð

Tæting og förgun tóbaks frá Póllandi hefur verið stöðvuð að beiðni Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun mun hafa samband við yfirvöld í Póllandi vegna málsins og í framhaldinu taka frekari ákvarðanir í málinu, þ.m.t. um mögulega endursendingu. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira