Fréttir

03. ágúst 2010

Eitraðir sveppir

News-image for - Umhverfisstofnun barst ábending frá Náttúrufræðistofnun Íslands um að fundist hefði eitraður sveppur á leikskólalóð á Akureyri. Tekið skal fram að búið er að tína burt alla sveppi af lóðinni.Nánar ...

28. júlí 2010

Leyndardómar Vatnshellis

News-image for - Vatnshellir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er vinsæll viðkomustaður gesta eftir að hann var gerður aðgengilegur fólki með talsveðum framkvæmdum. Hellirinn er því orðinn vel aðgengilegur fólki en jafnframt var honum lokað fyrir almennri umferð honum til verndar og verður eingöngu hægt að heimsækja hann með leiðsögn.Nánar ...

22. júlí 2010

Þrif og öryggisatriði í íþróttahúsum

Í árlegu eftirlitsverkefni Hollustuháttahóps Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga var gerð úttekt á þrifum og ýmsum öryggisatriðum í 85 íþróttahúsum á öllu landinu. Álag í mörgum íþróttahúsum er mjög mikið og sum þeirra í nær stanslausri notkun frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Nánar ...

22. júlí 2010

Visibility compared to Particulate Matter (PM10) Concentrations

The Environment Agency of Iceland (EA) monitors air quality in Iceland. During a volcanic eruption in Eyjafjallajökull, South-Iceland, which lasted for a few weeks, volcanic ash spread over the surrounding area. On windy days this ash is resubmitted to the air and as a result, particulate matter (PM10) concentration levels have been unusually high in the neighbourhood of the volcano.Nánar ...

16. júlí 2010

Áherslur á sviði sjálfbærrar þróunar 2010-2013

Áherslur stjórnvalda til sjálfbærrar þróunar árin 2010 til 2013 voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Áherslurnar byggja á stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun sem ber yfirskriftina Velferð til framtíðar og var fyrst samþykkt í ríkisstjórn árið 2002.Nánar ...

13. júlí 2010

Aðalskoðun leiksvæða

Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim tók gildi árið 2003. Hún nær til allra leiksvæða hvort sem er innan dyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og opin leiksvæði. Einnig leiksvæði annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að eða ætlað börnum svo sem í eða við fjöleignarhús, frístundahús,tjaldsvæði, verslunarhúsnæði og samkomustaði.Nánar ...

12. júlí 2010

Sumarstarf

Starfsfólk Umhverfisstofnunar voru 73 um miðjan maí en eru nú 123 talsins. Hjá stofnuninni eru nú 50 sumarstarfsmenn sem er talsvert meira en undanfarin ár. Á hverju sumri koma til starfa landverðir yfir sumartímann og eru þeir að þessu sinni 13 talsins. Við það bætast svo aðrir sumarstarfsmenn sem koma í gegnum átak Vinnumálastofnunar og félagsmálaráðuneytisins.Nánar ...

12. júlí 2010

Ný gönguleið yfir Goðahraun á Fimmvörðuhálsi

Ný gönguleið hefur verið stikuð yfir Goðahraun á Fimmvörðuhálsi. Liggur gönguleiðin m.a. um gígana Magna og Móða og er leiðin merkt með gulum stikum. Við val á gönguleið var haft í huga að röskun á nýja hrauninu yrði í lágmarki en jafnframt að ferðamaðurinn gæti notið hins stórkostlegu landslags og náttúruminja sem þar er að finna. Nánar ...

08. júlí 2010

Losun kjölfestuvatns skipa

Þann 1. júlí sl. tók gildi ný reglugerð um kjölfestuvatn. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur og meinvaldar berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.Nánar ...

07. júlí 2010

Útstreymi þrávirkra lífrænna efna

Umhverfisstofnun hefur metið útstreymi þrávirkra lífrænna efna á Íslandi á tímabilinu 1990 til 2008. Þessum upplýsingum hefur verið skilað til Samningsins um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa. Umhverfisstofnun hefur gert skýrslu um helstu niðurstöður og aðferðafræði við mat á útstreymi þessara efna. Skýrslan er á ensku og kallast Emissions of Persistent Organic Pollutants in Iceland 1990 - 2008.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira