Fréttir

08. febrúar 2010

Gjaldskrá Umhverfisstofnunar

News-image for - Umhverfisráðherra hefur staðfest og birt nýja gjaldskrá fyrir Umhverfisstofnun. Um er að ræða hækkun á tímagjaldi sem og eftirlits- og leyfigjöldum stofnunarinnar frá eldri gjaldskrá í samræmi við hækkun vísitölu. Jafnframt eru nokkur nýmæli í gjaldskránni og má þar nefna:Nánar ...

05. febrúar 2010

Bylting í eftirliti með mengun

News-image for - Á síðasta ári fékk Landhelgisgæslan nýja eftirlits- og leitarflugvél og er hún búin margvíslegum búnaði til mengunareftirlits. Koma vélarinnar boðar byltingu í eftirliti, s.s. með mengun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Fulltrúar Umhverfisstofnunar kynntu sér vélina á dögunum. Nánar ...

02. febrúar 2010

Carbon Recycling International

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Carbon Recycling International ehf. og fyrirtækinu þar með heimilað að reka verksmiðju þar sem tilraun er gerð til að framleiða metanól úr koldíoxíði. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir verksmiðjuna á tímabilinu 23. október til og með 18. desember 2009 og bárust tvær athugasemdir.Nánar ...

27. janúar 2010

Hvítabjörn í Þistilfirði

Umhverfisstofnun barst tilkynning um að hvítabjörn hafi gengið á land í Þistilfirði í dag. Umhverfisstofnun vinnur nú að viðbrögðum í samráði við lögreglu og önnur yfirvöld. Mat lögreglu á aðstæðum eru að nauðsynlegt sé að fella björninn við fyrsta tækifæri og tekur Umhverfisstofnun undir það. Niðurstaða starfshóps um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna sem skipuð var í kjölfar landgöngu tveggja hvítabjarna árið 2008 var fella beri hvítabirni sem ganga á land. Fyrir því eru þrenn meginrök, í fyrsta lagi öryggissjónarmið, í öðru lagi stofnstærðarrök og í þriðja lagi kostnaður við björgunaraðgerðir. Til þess að reyna björgun þurfa að vera ákjósanlegar aðstæður, s.s. að fólki standi ekki hætta af, skyggni sé gott og tryggt sé að dýrið sleppi ekki út í vatn eða sjó. Aðstæður í Þistilfirði eru ekki ákjósanlegar til þess að reyna björgun.Nánar ...

27. janúar 2010

Hvítabjörn felldur

Hvítabjörn gekk á land í Þistilfirði þann 27. janúar og var felldur klukkan 15:40. Ákvörðun um að fella björninn var tekin á grundvelli niðurstöðu starfshóps, sem í kjölfar þess að tveir hvítabirnir gengu á land árið 2008, vann skýrslu um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna fyrir umhverfisráðherra. Niðurstaða starfshópsins var sú að fella beri hvítabirni sem ganga á land. Fyrir því eru þrenn meginrök, í fyrsta lagi öryggissjónarmið, í öðru lagi stofnstærðarrök og í þriðja lagi kostnaður við björgunaraðgerðir. Til þess að reyna björgun þurfa að vera ákjósanlegar aðstæður, s.s. að fólki standi ekki hætta af, skyggni sé gott og tryggt sé að dýrið sleppi ekki út í vatn eða sjó. Aðstæður í Þistilfirði voru ekki ákjósanlegar til þess að reyna björgun. Tekin verða sýni úr birninum til rannsókna.Nánar ...

22. janúar 2010

Hreindýrakvóti

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákvarðað hreindýraveiðikvóta ársins 2010 og tilhögun veiða. Auglýsing þess efnis mun birtast í Lögbirtingarblaðinu á næstu dögum og öðlast hún þá gildi.Nánar ...

21. janúar 2010

Skilavefurinn er opinn

Næstu daga verða send út aðgangsorð til þeirra 16.500 veiðimanna sem við höfum netfangið hjá. Þeir tæplega 5.000 veiðimenn sem ekki eru með netfang fá senda veiðiskýrslu í pósti öðru hvoru megin við helgina. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skilavefnum. Nú er hægt að fá sent glatað lykilorð í tölvupósti á eigið netfang sem er skráð hjá Umhverfisstofnun. Þær breytingar hafa verið gerðar á greiðsluferlinu að ef umsækjandi greiðir með kreditkorti er gjaldfært strax af kortinu og staðfestingartölvupóstur sendur umsækjenda. Þegar umsækjandi hefur lokið skilum á veiðiskýrlsu og umsóknum fær hann staðfestingu í tölvupóstiNánar ...

19. janúar 2010

Náttúra, menningarminjar og atvinnusköpun

Náttúra, menningarminjar og atvinnusköpun – Norræn ráðstefna þar sem fjallað er um hvernig nýta má náttúru og menningarminjar til atvinnusköpunar og þróunar.Nánar ...

19. janúar 2010

Borgarafundur á Vopnafirði

Opinn kynningarfundur var haldinn í Miklagarði, félagsheimili Vopnafjarðar 14. janúar 2009 kl. 17 þar sem ferill við gerð starfsleyfa og tillaga að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda var kynnt nánar.Nánar ...

15. janúar 2010

2010 - Ár líffræðilegrar fjölbreytni

Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni hefur útnefnt árið 2010 sem ár líffræðilegrar fjölbreytni. Ætlunin er að vekja athygli á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og þeim afleiðingum sem rýrnun hennar getur haft í för með sér. Leitast verður við að fá sem flesta til að taka þátt í að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira