Fréttir

25. júní 2010

Árétting um starfssvið garðaúðara og meindýraeyða

News-image for - Nokkuð hefur borið á því að undaförnu að aðilar sem taka að sér garðaúðun í atvinnuskyni bjóði jafnframt upp á það að úða gegn kóngulóm utan á húsum með sömu efnum og notuð eru til garðaúðunar. Samkvæmt reglum sem gilda um garðaúðun og reglugerð um meindýraeyða er ljóst að þeim sem hafa leyfi til garðaúðunar er ekki heimilt að bjóða upp á þess þjónustu.Nánar ...

24. júní 2010

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 8% milli 2007 og 2008

News-image for - Umhverfisstofnun hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Árið 2008 var losunin 4,8 milljónir tonna CO2 - ígilda og jókst um 8% milli ára. Langstærstan hluta þeirrar aukningar má rekja til Fjarðaáls, sem var gangsett árið 2007 en komst í fulla framleiðslu árið 2008. Ísland er skuldbundið til þess að halda sig innan tiltekinna marka varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt spám Umhverfisstofnunar mun Ísland standa við sínar skuldbindingar gagnvart Kýótó-bókuninni, en ljóst er að svigrúm er ekki mikið.Nánar ...

23. júní 2010

Blómarósir á Búðum

Sunnudaginn 13. júní var haldinn dagur villtra blóma um öll Norðurlönd. Þetta er árviss viðburður og býðst fólki þá að fara í blómaskoðunarferðir víðs vegar. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull bauð upp á gönguferð um blómaskrúðið á Búðum í leiðsögn Guðrúnar Láru Pálmadóttur. Hún sagði jafnt frá eigileikum plantnanna sem og ýmsu skemmtilegu sem tengist þjóðtrú og plöntum. Fróðleikur um svæðið fylgdi með í kaupbæti en á Búðum er að finna margar merkar minjar frá búsetu, útræði og verslunarstöðum fyrri alda. Góð þátttaka var í göngunni og slógust 11 blómarósir í för með Guðrúnu Láru.Nánar ...

23. júní 2010

Engin refaskoðunarferð þetta sumarið

Skoðunarferðir að refagrenjum hafa verið fastur liður í dagskrá Þjóðgarðsins síðustu ár og notið vaxandi vinsælda, ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni. Þjóðgarðurinn hefur litið svo á að ferðirnar hafi bæði fræðslugildi og ekki síður uppeldislegt gildi þar sem börnin hafa lært hvernig nálgast má villt dýr með því að fara hljóðlega um landið og láta lítið fyrir sér fara.Nánar ...

23. júní 2010

Verndaráætlun og Vatnshellir

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir staðfesti verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls með undirritun þann 15. júní og opnaði við sama tækifæri Undirheima Vatnshellis.Nánar ...

22. júní 2010

Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju

Umhverfisstofnun gefur nú út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f. sem er rekstraraðili að fiskimjölsverksmiðjunni sem áður var rekin undir merkjum Óslands ehf. í Hornafirði.Nánar ...

22. júní 2010

Starfsleyfisstillaga fyrir móttökustöð

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Samkvæmt tillögunni verður Hringrás heimilt að taka á móti allt að 3900 tonnum af málmum, hjólbörðum og spilliefnum á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, pökkunar og geymslu.Nánar ...

07. júní 2010

Starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps

Þann 1. júní sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 2. mars - 3. maí 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af flokkuðum úrgangi á ári og er leyfið veitt til sextán ára. Urðunarstaðurinn telst þjóna afskekktri byggð og því eru í starfsleyfinu veittar undanþágur frá sumum þeirra krafna sem almennt eru gerðar til urðunarstaða, í samræmi við heimild í reglugerð um urðun úrgangs.Nánar ...

04. júní 2010

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Undanfarna daga hefur borið á öskumistri á Suðurlandi sem náð hefur til höfuðborgarsvæðisins. Mistrið er truflun í skyggni vegna ösku sem veldur svifryksmengun. Þar sem ekki er um sýnilegt öskufall eða öskurok að ræða er almennt ekki ástæða til sérstakra aðgerðaNánar ...

01. júní 2010

Félagar úr Blindrafélaginu í heimsókn í Þjóðgarðinum

Þjóðgarðurinn fékk góða heimsókn um 30 félaga úr Blindrafélaginu á Gestastofuna á fimmtudaginn s.l. með Jóni Hjartarsyni leiðsögumanni og leikara. Gestastofan var hönnuð með það í huga að eitthvað væri í boði fyrir öll skynfærin og allur texti hennar er aðgengilegur á blindraletri á íslensku og ensku. Hægt er að þreifa á alls kyns steinum, hrauni, ull, dúni, eggjum, beinagrindum, hvalskíðum og upphleyptu líkani af Snæfellsnesi, þefa, smakka og ganga á hrauni á skinnskóm svo eitthvað sé nefnt. Upphleypta líkanið af Snæfellsnesi vakti sérstaklega mikla lukku og skelltu nokkrir sér á topp Jökulsins!Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira