Fréttir

23. júní 2010

Engin refaskoðunarferð þetta sumarið

News-image for - Skoðunarferðir að refagrenjum hafa verið fastur liður í dagskrá Þjóðgarðsins síðustu ár og notið vaxandi vinsælda, ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni. Þjóðgarðurinn hefur litið svo á að ferðirnar hafi bæði fræðslugildi og ekki síður uppeldislegt gildi þar sem börnin hafa lært hvernig nálgast má villt dýr með því að fara hljóðlega um landið og láta lítið fyrir sér fara.Nánar ...

23. júní 2010

Verndaráætlun og Vatnshellir

News-image for - Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir staðfesti verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls með undirritun þann 15. júní og opnaði við sama tækifæri Undirheima Vatnshellis.Nánar ...

22. júní 2010

Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju

Umhverfisstofnun gefur nú út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f. sem er rekstraraðili að fiskimjölsverksmiðjunni sem áður var rekin undir merkjum Óslands ehf. í Hornafirði.Nánar ...

22. júní 2010

Starfsleyfisstillaga fyrir móttökustöð

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Samkvæmt tillögunni verður Hringrás heimilt að taka á móti allt að 3900 tonnum af málmum, hjólbörðum og spilliefnum á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, pökkunar og geymslu.Nánar ...

07. júní 2010

Starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps

Þann 1. júní sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 2. mars - 3. maí 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af flokkuðum úrgangi á ári og er leyfið veitt til sextán ára. Urðunarstaðurinn telst þjóna afskekktri byggð og því eru í starfsleyfinu veittar undanþágur frá sumum þeirra krafna sem almennt eru gerðar til urðunarstaða, í samræmi við heimild í reglugerð um urðun úrgangs.Nánar ...

04. júní 2010

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Undanfarna daga hefur borið á öskumistri á Suðurlandi sem náð hefur til höfuðborgarsvæðisins. Mistrið er truflun í skyggni vegna ösku sem veldur svifryksmengun. Þar sem ekki er um sýnilegt öskufall eða öskurok að ræða er almennt ekki ástæða til sérstakra aðgerðaNánar ...

01. júní 2010

Félagar úr Blindrafélaginu í heimsókn í Þjóðgarðinum

Þjóðgarðurinn fékk góða heimsókn um 30 félaga úr Blindrafélaginu á Gestastofuna á fimmtudaginn s.l. með Jóni Hjartarsyni leiðsögumanni og leikara. Gestastofan var hönnuð með það í huga að eitthvað væri í boði fyrir öll skynfærin og allur texti hennar er aðgengilegur á blindraletri á íslensku og ensku. Hægt er að þreifa á alls kyns steinum, hrauni, ull, dúni, eggjum, beinagrindum, hvalskíðum og upphleyptu líkani af Snæfellsnesi, þefa, smakka og ganga á hrauni á skinnskóm svo eitthvað sé nefnt. Upphleypta líkanið af Snæfellsnesi vakti sérstaklega mikla lukku og skelltu nokkrir sér á topp Jökulsins!Nánar ...

27. maí 2010

Ávallt á vegi - Aðgerðir gegn akstri utan vega

Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi. Margbrotin náttúra Íslands, sem er lítt snortin miðað við mörg þéttbýlli ríki, er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem ferðast um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að jafna sig.Nánar ...

25. maí 2010

Saga og Jökull eru í þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Saga er níu ára stelpa sem ferðast mikið með foreldrum sínum. Eitt sinn þegar fjölskyldan var á ferðalagi birtist álfastrákurinn Jökull og þau Saga hafa síðan lent í ýmsum ævintýrum á Vesturlandi. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli skoðuðu þau lífið á fjörusteinum og létu hugann reika. Nánar ...

22. maí 2010

Hvað er líffræðileg fjölbreytni? - Mývatn

Árið 2010 hefur verið útnefnt ár líffræðilegrar fjölbreytni og í dag 22. maí er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira