Fréttir

15. janúar 2010

2010 - Ár líffræðilegrar fjölbreytni

News-image for - Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni hefur útnefnt árið 2010 sem ár líffræðilegrar fjölbreytni. Ætlunin er að vekja athygli á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og þeim afleiðingum sem rýrnun hennar getur haft í för með sér. Leitast verður við að fá sem flesta til að taka þátt í að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Nánar ...

15. janúar 2010

Landvarðanámskeið

News-image for - Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 18. febrúar og lýkur 21. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga vettvangs- og verkefnaferð.Nánar ...

12. janúar 2010

Viðvörun vegna kraftaverkalausnarinnar MMS

Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur vakið athygli á því að hægt er að kaupa á netinu svokallaða „kraftaverkalausn“ MMS (Miracle Mineral Solution) sem valdið getur alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Þessi lausn er einnig kölluð kraftaverkaefni (Miracle Mineral Supplement). Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2 ) sem er ætlað að lækna marga sjúkdóma allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun. Nánar ...

08. janúar 2010

Prentsmiðjan Oddi fær Svansvottun

Stærsta prentsmiðja landsins hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Prentsmiðjan Oddi hefur náð þeim árangri að standast kröfur Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Nánar ...

07. janúar 2010

Ný fiskimjölsverksmiðja HB Granda Vopnafirði

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi til handa HB Granda h.f. til reksturs fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði þar sem framleitt verður fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að hámarksafköst verksmiðjunnar séu miðuð við að framleitt verði úr 850 tonnum af hráefni á sólarhring. Nánar ...

06. janúar 2010

Niðurstaðan í Kaupmannahöfn

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30 verður haldið 16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira