Fréttir

18. maí 2010

Kaffitár fær Svansleyfi, fyrst íslenskra kaffihúsa

News-image for - Kaffihús Kaffitárs hlutu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins föstudaginn 14. maí til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.Nánar ...

14. maí 2010

Svifryksmælingar

News-image for - Í gær og í dag hefur orðið nokkuð öskufall á svæðinu fyrir vestan Eyjafjallajökul, þ.m.t. á og við Hvolsvöll. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir það mældist langt fram eftir degi lítið sem ekkert af svifryki á loftgæðamæli Reykjavíkurborgar sem nú er staðsettur á Hvolsvelli. Þetta stafar af því að með öskufallinu hefur verið rigning sem skolar fínni öskunni úr andrúmsloftinu og heldur henni niðri.Nánar ...

07. maí 2010

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Mikið öskufall hefur verið í Vík í Mýrdal í gærkvöldi og nótt. Mælingar á svifryki sýndu talsverða hækkun í gærkvöldi og sólarhringsmeðaltal gærdagsins, 6. maí, var 418µg/m3 sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Nokkur klukkutímagildi í nótt voru með þeim hæstu sem mælst hafa frá því farið var að mæla svifryk á Íslandi. Fólki er eindregið ráðlagt að halda sig innan dyra við þessar aðstæður. Ef nauðsynlegt er að fara úr húsi er brýnt að nota rykgrímu og þétt hlífðargleraugu. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til að þétta hurðir og glugga og hækka hitastig í íbúðum svo askan berist síður inn.Nánar ...

06. maí 2010

Svifryksmælingar undir Eyjafjöllum

Umhverfisstofnun hefur fengið svifryksmæli að láni frá Kópavogsbæ og var hann settur upp við Heimaland, rétt austan við Seljaland þann 30. apríl sl. Hér er um að ræða fullkomna mælistöð sem greinir styrk SO2, H2S, PM10 og PM2.5 í andrúmslofti.Nánar ...

06. maí 2010

Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.Nánar ...

04. maí 2010

Starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði

Umhverfisstofnun hefur gefið út endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Starfsleyfið gefur rekstraraðila heimild til að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni. Hámarksafköst verksmiðjunnar eru miðuð við að framleitt verði úr 850 tonnum af hráefni á sólarhring. Starfsleyfið gildir ekki um aðra vinnslu fiskafurða eða rekstur vélaverkstæðis.Nánar ...

24. apríl 2010

Mælingar á svifryki

Vegna ríkjandi austanáttar í dag og næstu daga liggur gjóskugeiri frá Eyjafjallajökli nú yfir Suðurlandsundirlendið. Vegna þessa má gera ráð fyrir mistri víða um Suðurland. Á höfuðborgarsvæðinu er mistur en styrkur svifryks og brennisteinsdíoxíðs er ekki hærri en oft mælist frá umferð á svæðinu. Mengunin er hins vegar útbreiddari en venjulega er frá umferðarmengun og því er mistrið meira áberandi. Styrkur svifryks mælist nú yfir umhverfismörkum á Hvolsvelli. Umhverfisstofnun bendir á að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri geta fundið fyrir óþægindum og jafnframt er þeim sem eru með öndunarfæra- og hjartasjúkdóma bent á að vera ekki úti fyrir að óþörfu. Óþarft er að nota grímur nema í sýnilegu öskuufalli.Nánar ...

21. apríl 2010

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2009

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar er komin út á rafrænu formi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, útiræktun á erfðabreyttu byggi og frábær árangur Svansmerkisins.Nánar ...

21. apríl 2010

Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Efnt verður til fjölda viðburða af þessu tilefni. Meðal annars mun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenda viðurkenningar fyrir framlag til umhverfismála, þar á meðal náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti sem nú verður afhent í fyrsta sinn.Nánar ...

20. apríl 2010

Viðbrögð við öskufalli - Bæklingur

Í dag var gefinn út á rafrænu formi þýddur bæklingur með leiðbeiningum um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur. Þessi bæklingur er þýddur og staðfærður af Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Sóttvarnalækni, Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og Rauða Krossi Íslands. Þetta er fyrsta útgáfa og er þess að vænta að bæklingurinn verði í stöðugri endurskoðun.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira