Fréttir

20. apríl 2010

Viðbrögð við öskufalli - Bæklingur

News-image for - Í dag var gefinn út á rafrænu formi þýddur bæklingur með leiðbeiningum um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur. Þessi bæklingur er þýddur og staðfærður af Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Sóttvarnalækni, Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og Rauða Krossi Íslands. Þetta er fyrsta útgáfa og er þess að vænta að bæklingurinn verði í stöðugri endurskoðun.Nánar ...

20. apríl 2010

Svifryksmælingar á Kirkjubæjarklaustri

News-image for - Mælingar á svifryki hófust við Hæðargarð rétt hjá Kirkjubæjarklaustri að kvöldi 16. apríl. Sólahringsmeðaltöl síðan mælingar hófust hafa verið sem hér segir.Nánar ...

20. apríl 2010

Starfsleyfi fyrir Norðurskel ehf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Norðurskel ehf. til að rækta krækling og til lirfusöfnunar í Eyjafirði. Starfsleyfið nær til fjögurra skilgreindra svæða í Eyjafirðinum sem nánar koma fram í meðfylgjandi kortum í viðaukum starfsleyfisins ásamt hnitum svæðanna. Staðirnir eru við sunnanverða Hrísey, í Reitsvík og við Rauðuvík. Á fjórða svæðinu, frá Dagverðareyri og að Brávöllum fer fram lirfusöfnun.Nánar ...

17. apríl 2010

Svifryksmælingar á Kirkjubæjarklaustri

Umhverfisstofnun hefur komið upp svifryksmæli við Kirkjubæjarklaustur í því skyni að fylgjast með áhrifum gjóskufalls á loftgæði austur af Eyjafjallajökli, í jaðri og utan við mesta áhrifasvæði gjóskufallsins.Nánar ...

16. apríl 2010

Kynningarfundur um Surtsey

Kynningarfundur um rannsóknir í Surtsey og verndun eyjarinnar verður haldinn í Svölukoti, Strandvegi 97, Vestmannaeyjum, laugardaginn 24. apríl. Á fundinum verður kynnt starfsemi Surtseyjarfélagsins og ný skýrsla um rannsóknir í Surtsey, samvinna við Umhverfisstofnun og Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.Nánar ...

12. apríl 2010

Fjölmennur ársfundur Umhverfisstofnunar

Ársfundur Umhverfisstofnunar fór fram föstudaginn 9. apríl fyrir fullum sal en um 180 manns mættu á fundinn og um 30 til viðbótar horfðu á hann í beinni útsendingu á vefnum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra ávarpaði fundinn. Í ávarpi sínu sagði Svandís að hún upplifði sterkt að góður starfsandi og kraftur væri í starfi Umhverfisstofnunar. Sérstaklega nefndi hún hinn góða árangur sem náðst hefur á undanförnum misserum í starfi Svansmerkisins og að hún teldi að á næstu árum yrði aukin áhersla á loftslagsmál. Fundarstjóri var Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður umhverfisnefndar Alþingis.Nánar ...

08. apríl 2010

Akstur utan vega á Fimmvörðuhálsi

Umhverfisstofnun minnir á að bannað er að aka utan vega og telur mikilvægt að fólk gangi vel um gossvæðið á ferðum sínum um það. Með vorinu fer frost úr jörðu á svæðinu og er jarðvegur mjög viðkvæmur fyrir umferð. Umhverfisstofnun vill þó benda á að heimilt er að aka utan vega á frosinni jörð sem er snævi þakin svo og á jöklum.Nánar ...

06. apríl 2010

Farfuglaheimilin í Reykjavík fá Svansvottun

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu voru veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í dag til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi farfuglaheimilanna er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.Nánar ...

30. mars 2010

Náttúra, menningarminjar og ferðaþjónusta

Náttúra, menningarminjar og ferðaþjónusta – Norræn ráðstefna þar sem fjallað er um hvernig nýta má náttúru og menningarminjar í ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin í Þrándheimi í Noregi 20. - 21. apríl 2010. Tilkynning um þátttöku hefur verið framlengd til 8. apríl.Nánar ...

30. mars 2010

Gönguferð á vetrarvertíð

Á þessum árstíma, um miðja nítjándu öld, stóð vetrarvertíð sem hæst í Dritvík. Dvölin þar hlýtur oft að hafa verið kalsasöm í vályndum veðrum og vinnan erfið. Til að fá smjörþef af aðbúnaði manna við þær aðstæður bjóða Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Söguferðir Sæmundar upp á gönguferð um slóðir vermannanna laugardaginn 3. apríl.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira