Fréttir

12. mars 2018

Umferð vélknúinna farartækja bönnuð á Hornströndum

News-image for - ​Að gefnu tilefni vill Lögreglustjórinn á Vestfjörðum og Umhverfisstofnun vekja athygli á að umferð vélknúinna farartækja utan vega og merktra slóða er bönnuð innan friðlandsins á Hornströndum, nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til, samkvæmt 2. gr. auglýsingar nr. 332/1985, um friðland á Hornströndum.Nánar ...

12. mars 2018

Skotvopna- og veiðikortanámskeið komin á vefinn

Nú eru skotvopna- og veiðikortanámskeið 2018 komin út á vef Umhverfisstofnunar. Námskeiðin eru um 40 og má finna víða um landið, þótt flest þeirra fari fram í Reykjavík.Nánar ...

06. mars 2018

​Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi

Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum.Nánar ...

01. mars 2018

Eftirlitsmaður gekk fjörur

Eftirlitsmaður Umhverfisstofnunar gekk fjörur í Tálknafirði þann 27. febrúar sl. til að kanna hvort dauðfiski hefði skolað á land. Ekki fannst dauðfiskur frá fiskeldinu í fjörum á því svæði sem farið var um.Nánar ...

01. mars 2018

Íslenska Kalkþörungafélagið ehf

​Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Bíldudal. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins, er rennur út 2022, heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári. Nú er sótt um að auka framleiðsluna upp í 85.000 tonn.Nánar ...

28. febrúar 2018

Ráðuneytið óskar eftir umhverfistilnefningum

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2017.Nánar ...

26. febrúar 2018

​Margir fylgdust með útdrætti hreindýraveiðileyfa

Síðastliðinn laugardag dró Umhverfisstofnun um hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á netinu. Í boði voru 1450 dýr, 389 tarfar og 1061 kýr. Tölvupóstar eru að fara út til veiðimanna um niðurstöðuna.Nánar ...

23. febrúar 2018

Útdráttur hreindýraveiðileyfa á laugardag

Útdráttur hreindýraveiðileyfa laugardaginn 24.febrúar 2018 verður sýndur hér fyrir neðan. Útsending hefst kl 14.00.Nánar ...

23. febrúar 2018

Leyfi fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar örverur

​Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi, dags. 30. janúar 2018, til Íslenskrar Erfðagreiningar ehf., kt: 691295-3549, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í starfsstöðvum sínum við Sturlugötu í Reykjavík.Nánar ...

22. febrúar 2018

Breyting á leyfi fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar örverur

​Umhverfisstofnun hefur breytt leyfi Háskóla Íslands, Öskju, kt: 600169-2039, dags. 25. janúar 2018, fyrir afmarkaða notkun á erfðabreyttum örverum í Öskju við Sturlugötu í Reykjavík.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira