Fréttir

17. nóvember 2017

Starfsleyfi gefið út fyrir Laxar fiskeldi ehf. Þorlákshöfn

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Laxar fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 500 tonnum á ári af laxaseiðum í fiskeldisstöð að Laxabraut 9, Þorlákshöfn.Nánar ...

14. nóvember 2017

Ráðstefna um veiðar í sátt við samfélag og náttúru

News-image for - ​Ráðstefnan "Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru" - Wildlife management - Interaction of sustainable hunting and conservation, verður haldin föstudaginn 24. nóvember 2017 (kl. 13:00-17:00) á vegum Umhverfisstofnunar á Grandhótel, Reykjavík.Nánar ...

13. nóvember 2017

Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiðju á Bakka

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Eins og kunnugt er hyggst fyrirtækið hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi. Framleiddur verður meira en 98,5 % hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári.Nánar ...

10. nóvember 2017

Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi

Mannverk ehf. hefur fyrst íslenskra fyrirtækja hlotið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir einbýlishús að Brekkugötu 2, Garðabæ. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, veitti viðurkenningu af þessu tilefni í dag. Svanurinn er hluti af verkefnum Umhverfisstofnunar.Nánar ...

08. nóvember 2017

Opinn fundur um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum

Markmið fundarins er að upplýsa íbúa, hagsmunaaðila og landeigendur um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hornstrandafriðlandið.Nánar ...

07. nóvember 2017

Akstur á snævi þakinni jörð

Nú þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að benda á reglur sem gilda um akstur á snævi þakinni jörð.Nánar ...

07. nóvember 2017

Tillaga að starfsleyfi - Langanesbyggð

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað Langanesbyggðar við Bakkafjörð.Nánar ...

04. nóvember 2017

Göngustíg við Gullfoss lokað / The lower footpath at Gullfoss waterfall has been closed

The lower path to Gullfoss has been closed because of frost and slipperiness. All other paths by Gullfoss are open.Nánar ...

03. nóvember 2017

Umhverfisstofnun leitar að aðila til að taka við rekstri Auðlindatorgs

Auðlindatorgið er gagnvirk vefgátt sem þróuð er með það að leiðarljósi að auka nýtingu aukaafurða á Íslandi. Tilgangur markaðstorgsins er að tengja saman hugsanlega kaupendur og seljendur afurða, notendur setja inn auglýsingar með upplýsingum um tengilið þar sem þeir óska eftir afurð/úrgangi eða auglýsa til sölu.Nánar ...

26. október 2017

Merkingum á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum ábótavant í 85% tilvika

Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirlitsverkefni með merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni og náði umfang þess til algengra neysluvara fyrir almenning. Einungis 15% varanna sem lentu í úrtaki reyndust standast allar kröfur um merkingar. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira