28. febrúar 2017

​Gullfossstigi tekur á sig mynd


Framkvæmdir við stiga við Gullfoss hafa staðið yfir með hléum í tæpt ár. Nú er verið að setja stigann upp við Gullfoss og mun verkinu ljúka í vor (apríl-maí) fyrir utan jarðvegsvinnu. Framkvæmdin mun kosta um 90 milljónir króna. Fjármagnið kemur úr ríkissjóði í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að gengið hafi á ýmsu við framkvæmdir en um mikla umhverfislega bragarbót verði að ræða.

Kári Jónasson, fyrrum fréttastjóri Ríkisútvarpsins og nú leiðsögumaður, tók myndina sem fylgir fréttinni.

Til baka
Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira