28. febrúar 2017

​Gullfossstigi tekur á sig mynd


Framkvæmdir við stiga við Gullfoss hafa staðið yfir með hléum í tæpt ár. Nú er verið að setja stigann upp við Gullfoss og mun verkinu ljúka í vor (apríl-maí) fyrir utan jarðvegsvinnu. Framkvæmdin mun kosta um 90 milljónir króna. Fjármagnið kemur úr ríkissjóði í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að gengið hafi á ýmsu við framkvæmdir en um mikla umhverfislega bragarbót verði að ræða.

Kári Jónasson, fyrrum fréttastjóri Ríkisútvarpsins og nú leiðsögumaður, tók myndina sem fylgir fréttinni.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira