20. desember 2017

Carbon Recycling International ehf.

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn, dags. 3. mars 2016, um starfsleyfi sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, frá Carbon Recycling International ehf. Umsóknin var þó háð mati á úmhverfisáhrifum sem lá ekki fyrir á þeim tíma, en beðið var álits Skipulagsstofnunar en um er að ræða framleiðslu á allt að 12 tonnum á sólarhring af metanóli á sólarhring. Álitið var birt 19. maí 2017. Í umsögn Umhverfisstofnunar taldi hún að helstu umhverfisáhrif verksmiðjunnar gætu verið niðurdæling frárennslisvatns.

Breytingar á verksmiðjunni eru þær helstar að nú er reiknað með að hún verði keyrð mun meira en áður og gæti framleiðsla orðið allt að 4.000 tonn á ári, með því að nýta aukna afkastagetu í rafgreiningu og gasþjöppun. Starfsleyfi sem nú er í gildi og er fyrir mun minni afköst í verksmiðjunni rennur út 2018.

Unnið er úr umsókninni og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira