20. desember 2017

Olíudreifing ehf.

Umhverfisstofnun hefur borist umsóknir fyrir olíubirgðastöðvar á eftirfarandi stöðum:

Grundarfirði, Ólafsvík, Patreksfirði, Akureyri (Krossanes), Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Allar þessar stöðvar eru starfandi stöðvar þar sem starfsleyfi rennur út árið 2018. Umsóknirnar bárust flestar í nóvember 2016.

Unnið er úr umsóknunum og gerð starfsleyfistillagna. Tillögur að starfsleyfum verða auglýstar opinberlega þegar þær liggja fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfanna verður tekin.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira