Blómið

Merki evrópublómsinsBlómið er opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins.

Blómið gefur neytendum, opinberum jafnt sem innkaupaaðilum einkafyrirtækja í Evrópu færi á að kaupa sannanlega visthæfar vörur. Þó að við íslendingar séum ekki aðilar að bandalaginu eigum við kost á að taka þátt í samstarfinu um EB Blómið og stuðla þannig að sjálfbærri þróun.

Umhverfismerkið Blómið var sett á laggirnar árið 1992. Í dag fást yfir 566 vörutegundir merktar Blóminu á evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða vörur innan 28 vöruflokka eins og t.d. tölvur, jarðvegsbæti, málningu og lakk, textílefni, ljósaperur og skó.

Ítarlegri upplýsingar um umhverfismerkið Blómið fást á vefsvæði Evrópublómsins.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira