Fréttir

Svansvottun: Hótel Rauðaskriða

Hótel Rauðaskriða í Aðaldal hefur nú fengið vottun Norræna Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.Nánar ...

Gallupkönnun um stöðu Svansins

Í nýútkominni könnun um umhverfis- og neytendamerki kemur í ljós að norræna umhverfismerkið Svanurinn er langþekktasta umhverfismerkið á Íslandi.Nánar ...

Ísafoldarprentsmiðja hlýtur Svansvottun

Hið gamalgróna fyrirtæki Ísafoldarprentsmiðja hlaut 15. nóvember síðastliðinn vottun norræna umhverfismerkisins Svansins.Þetta þýðir að búið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo að þau eru nú undir viðmiðunarkröfum Svansins.Nánar ...

Svansprent fær Svansvottun

Prentsmiðjan Svansprent hefur hlotið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfssemi Svansprents er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið þann 24. nóvemberNánar ...

Sigurvegarar í sketsakeppni Svansins

Í haust var efnt til sketsakeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppninni er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Tilgangur keppninnar er að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir ungu fólki og um leið vekja það til umhugsunar um umhverfismál almennt. Ungt fólk í framhaldsskólum eru framtíðar neytendur og því er mikilvægt að kynna fyrir þeim þann valmöguleika sem umhverfismerkið Svanurinn býður neytendum upp á þegar kemur að því að velja vöru eða þjónustu sem er betri fyrir umhverfi og heilsu.Nánar ...

Sketsakeppni

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir „sketsakeppni“ meðal framhaldskólanema um norræna umhverfismerkið Svaninn og umhverfismál.Nánar ...

Kaffitár fær Svansleyfi, fyrst íslenskra kaffihúsa

Kaffihús Kaffitárs hlutu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins föstudaginn 14. maí til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.Nánar ...

Tímamót hjá Svaninum

Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Jafnhliða því hefur Svanurinn náð þeim merka áfanga að alls er búið að veita 2000 Svansleyfi fyrir ýmis konar vörur og þjónustu. Það er tölvuframleiðandinn Lenovo sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá tvöþúsundasta Svansleyfið. Það er gefið út fyrir orkusparandi tölvur.Nánar ...

Fréttabréf Svansins

Svanurinn náði góðum árangri á árinu 2009. Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun í kreppunni. Ein af ástæðum þessa aukna áhuga fyrir vottun er vistvæn innkaupastefna ríkisins sem var innleidd í vor. Stefnan hefur að leiðarljósi að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem þurfa að bjóða umhverfisvænni valkosti til að mæta kröfum ríkisins.Nánar ...

Ert þú í Svansmerkinu?

Norræna umhverfismerkið Svanurinn býður til hugarflugsfundar þann 11. mars vegna undirbúnings markaðsátaks í maí. Í tilefni 20 ára afmæli Svansins undirbýr Umhverfisstofnun markaðsátak til að efla umhverfismerkta vöru og þjónustu á Íslandi. Umhverfisstofnun leitar nú að samstarfsaðilum meðal smásöluverslana, heildsala, innflutningsaðila, leyfishafa og umsækjenda Svansins til að taka þátt í átakinu.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira