Stök frétt

Umhverfisstofnun Evrópu, Eurocontrol og Flugöryggisstofnun Evrópu hafa birt skýrslu um umhverfisáhrif frá flugsamgöngum í Evrópu.

Losun frá flugsamgöngum hefur aukist. Ferðum fjölgaði um 8% milli 2014 og 2017. Spáð er að aukningin verði 42% frá 2017-2040.

Ekki koma þó aðeins vondar fréttir fram í skýrslunni. Þannig hefur eldsneytisbruni á hvern farþega minnkað um 12%. Hávaðamengun vegna flugs hefur minnkað um 24%.

Spáð er að losun muni halda áfram að aukast um 21% í viðbót til ársins 2040. Bætt tækni, skilvirkari aðgerðir og markaðsráðstafanir (ETS) duga því ekki að óbreyttu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi.

Sjá skýrsluna hér.

(Mynd: Wikimedia Commons)