Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á Hellu fyrir Kerlingarfjöll, Hveravelli og Þjórsársver ásamt fleiri náttúruverndarsvæðum skv. skipulagi Umhverfisstofnunar á sviði náttúru, hafs og vatns. 

Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga og landvarða sem starfa um allt land þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Umsjón með áfangastöðum ferðamanna innan Kerlingarfjalla, friðlýstu svæðin Hveravellir á Kili, Þjórsárver, Guðlaugstungur og Jörundur auk svæða á láglendi svo sem Pollengi og Tunguey og stjórnsýsluverkefna fyrir Gullfoss og Geysi.

- Gerð áhrifamats fyrir athafnir innan friðlýstra svæða í umsjón viðkomandi

- Þátttaka í gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í umsjón viðkomandi

- Þátttaka í gerð umsagna fyrir skipulag innan starfssvæðis.

- Umsjón og skipulag landvörslu á tilteknum náttúruverndarsvæðum samkvæmt svæðaskipulagi Umhverfisstofnunar

 

Umsóknarfrestur er til og með 23.04.2019

Nánari upplýsingar um starfið hér http://umhverfisstofnun.is/umhverfisstofnun/starfsfolk/storf-i-bodi/