Stök frétt

World fish migration foundation hefur unnið að því að vekja athygli á fiskgengd í ám/lækjum og hvatt til fækkunar á hindrunum sem geta haft neikvæð áhrif á lífríki í ferskvatni. Verkefnið AMBER (Adaptive Management of Barriers in European Rivers) snýr að því að búa til heildarskrá yfir slíkar hindranir í Evrópu og auðvelda þannig mat á umfangi og áhrifum þeirra á lífríki. Verkefnið er samstarfsverkefni ýmissa aðila sem nota þverfaglegar aðferðir til að greina umfang þessara hindrana. Hluti af þessu verkefni er snjallforritið AMBER – Barrier tracker sem almenningur um alla Evrópu getur skráð hindranir.

Manngerðar hindranir svo sem stíflur, ræsi og og brýr geta skert aðgang fiskistofna að hrygningar- og uppeldissvæðum og haft áhrif á þróun ár- og lækjarfarvega og flutning setefna. Þótt slíkar þveranir séu okkur afar mikilvægar þá eru líkur á að töluvert sé um slíkar hindranir sem þjóni ekki tilgangi sínum lengur.

Frekari upplýsingar um verkefnið eru á vefsíðu þeirra og facebook síðu.

Sækja snjallforrit á App Store

Sækja snjallforrit á Google Play