Reglugerð nr. 1025/2005

Reglugerð nr. 1025/2005 um rokgjörn lífræn efnasambönd í málningu, lakki og efnum til lakkviðgerða ökutækja.

Textinn hér að neðan er heildarútgáfa reglugerðar nr. 1025/2005 um rokgjörn lífræn efnasambönd í málningu, lakki og efnum til lakkviðgerða ökutækja, með áorðnum breytingum til 19. október 2012.

Sé munur á innihaldi eða uppsetningu hér að neðan og í hverri reglugerð fyrir sig eins og þær birtast á vef Stjórnartíðinda gildir textinn á vef Stjórnartíðinda.

Nýjustu heildarútgáfur (e. latest consolidated version) reglugerða Evrópusambandsins á ensku má nálgast á vef EUR-Lex.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun rokgjarnra lífrænna efnasambanda í tiltekinni málningu, lakki og efnum til lakkviðgerða ökutækja til að draga úr mengun andrúmsloftsins af völdum ósons við yfirborð jarðar.

2. gr.

Gildissvið.

Ákvæði reglugerðar þessarar taka til málningar, lakks og annarrar efnavöru sem notuð er til yfirborðsmeðferðar á byggingum, skreytingum þeirra og innréttingum og talin er upp í viðauka I.1 við reglugerð þessa, að undanskildum úðaefnum, sem ætluð er til skreytingar, hlífðar eða til að ná fram annarri virkni.

Reglugerðin tekur einnig til lakkefna til yfirborðsmeðferðar ökutækja eða hluta þeirra sem talin eru upp í viðauka I.2 og ætluð eru til viðgerða, viðhalds eða skreytinga utan bifreiðasmiðja.

3. gr.

Skilgreiningar.

Efnavara: Hreint efni eða blanda tveggja eða fleiri efna í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi.

Efni: Frumefni og sambönd þess, bæði náttúruleg og manngerð.

Filma: Samfelld húð sem fæst með því að bera einu sinni eða oftar á undirlag.

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda: Massi rokgjarnra lífrænna efnasambanda, mældur í grömmum/lítra (g/l) í efnavörunni eins og hún er þegar hún er tilbúin til notkunar. Massi rokgjarnra lífrænna efnasambanda í efnavörunni sem hvarfast efnafræðilega við þornun og myndar hluta af yfirborðshúðinni telst þó ekki hluti af innihaldi rokgjarnra lífrænna efnasambanda.

Leysiblönduð yfirborðsefni (lb): Yfirborðsefni þar sem seigjan hefur verið stillt með lífrænum leysi.

Lífrænn leysir: Sérhvert rokgjarnt lífrænt efnasamband sem er notað, eitt sér eða með öðrum efnum, til að leysa upp eða þynna hráefni, afurðir eða úrgangsefni, eða notað sem hreinsiefni, mýkiefni, rotvarnarefni, dreifiefni eða efni til að stilla seigju eða yfirborðsspennu.

Lífrænt efnasamband: Sérhvert efnasamband sem inniheldur kolefni og eitt eða fleiri eftirtalinna efna: vetni, súrefni, brennistein, fosfór, kísil, köfnunarefni eða halógen að undanskildum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum.

Markaðssetning: Dreifing eða sala efnavöru.

Rokgjarnt lífrænt efnasamband: Sérhvert lífrænt efnasamband með upphafssuðumark lægra en eða jafnt 250°C við staðalþrýstinginn 101,3 kPa.

Vatnsblönduð yfirborðsefni (vb): Yfirborðsefni þar sem seigjan hefur verið stillt með vatni.

Yfirborðsefni: Sérhver efnavara, þ.m.t. lífrænn leysir eða efnavara, sem inniheldur lífrænan leysi, sem notuð er til að mynda filmu sem skreytir eða verndar yfirborðsfleti eða til að þekja yfirborð í öðrum tilgangi.

4. gr.

Skilyrði.

Efnavöru sem talin er upp í viðauka I má eingöngu framleiða og markaðssetja ef innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda í efnavörunni er undir þeim mörkum sem fram koma í viðauka II.

Þegar blanda þarf efnavöru sem talin er upp í viðauka I með lífrænum leysi eða öðrum efnisþáttum sem innihalda lífræna leysa til að efnavaran verði tilbúin til notkunar, skulu viðmiðunargildin í viðauka II gilda um efnavöruna þegar hún er tilbúin til notkunar.

5. gr.

Undanþágur.

Efnavara sem talin er upp í viðauka I og eingöngu er seld til notkunar í stöðvum sem falla undir reglugerð um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efna vegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi, og hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir frá heilbrigðisnefnd, er undanþegin ákvæðum 4. gr.

Umhverfisráðherra getur veitt undanþágu fyrir kaup og sölu á takmörkuðu magni af efnavöru sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru í viðauka II ef hún er notuð við endurbyggingu, endursmíði eða viðhald bygginga og fornökutækja sem þar til bær aðili metur að hafi sérstakt sögu- eða menningarlegt gildi.

6. gr.

Merkingar.

Efnavara sem talin er upp í viðauka I skal við markaðssetningu merkt með:

 1. Undirflokki efnavöru og viðeigandi viðmiðunarmörkum fyrir rokgjörn lífræn efna-sambönd eins og fram kemur í viðauka II.
 2. Hámarksinnihaldi rokgjarnra lífrænna efnasambanda (g/l) í efnavöru tilbúinni tilnotkunar.

7. gr.

Prófanir.

Framkvæma skal prófanir skv. viðauka III til þess að sýna fram á að efnavara uppfylli ákvæði reglugerðar þessarar.

8. gr.

Eftirlit.

Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

9. gr.

Viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

10. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni með síðari breytingum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun 2004/42/EB um takmörkun á losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda vegna notkunar lífrænna leysa í tiltekinni málningu og lakki og efnum til lakkviðgerða á ökutækjum og um breytingu á tilskipun 1999/13/EB, sem vísað er til í 9. tl. XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2003, þann 11. júní 2005.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/79/ESB frá 19. nóvember 2010 um aðlögun að tæknilegum framförum á viðauka III við tilskipun 2004/42/EB Evrópuþingsins og ráðsins um takmörkun á losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda, sem vísað er til í tölulið 9 í XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2012, frá 30. mars 2012.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Til 1. janúar 2008 er heimilt að selja efnavöru sem talin er upp í viðauka I þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði 4. gr. um hámarksinnihald lífrænna efnasambanda ef sýnt er fram á að varan hafi verið framleidd fyrir 1. janúar 2007 í samræmi við I. áfanga í viðauka II.

II.

Til 1. janúar 2011 er heimilt að selja efnavöru sem talin er upp í viðauka I þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði 4. gr. um hámarksinnihald lífrænna efnasambanda ef sýnt er fram á að varan hafi verið framleidd fyrir 1. janúar 2010 í samræmi við II. áfanga í viðauka II. Íslensk framleiðsla sem sýnt er fram á að hafi verið framleidd fyrir 1. janúar 2010 í samræmi við II. áfanga í viðauka II má þó vera á markaði til 1. janúar 2013.

Umhverfisráðuneytinu, 24. nóvember 2005.

Síðast breytt 19. október 2012.

VIÐAUKI I

Efnavara sem fellur undir reglugerðina.

 1. Málning og lakk ætlað til yfirborðsmeðferðar á mannvirkjum og innréttingum þeim tengdum.Undirflokkar til merkinga á efnavöru sbr. 6. gr.
  1. „Matt yfirborðsefni fyrir veggi og loft innanhúss.“ Á við um yfirborðsefni með gljástig ≤ 25@60° sem ætlað er fyrir veggi og loft innanhúss.
  2. „Gljáandi yfirborðsefni fyrir veggi og loft innanhúss.“ Á við um yfirborðsefni með gljástig > 25@60° sem ætlað er fyrir veggi og loft innanhúss.
  3. „Yfirborðsefni til notkunar utanhúss á veggi úr steinefnum.“ Á við um yfirborðsefni sem ætlað er til notkunar utanhúss á veggi úr múr, múrsteinum, steinsteypu eða veggi með múrhúð.
  4. „Pensillakk fyrir við, málm eða plast innan- og utanhúss.“ Á við um yfirborðsefni sem ætlað er til að mynda þekjandi filmu til að snyrta eða lagfæra. Ætlað fyrir undirlag úr viði, málmi eða plasti. Í þessum undirflokki er einnig grunn- og millimálning.
  5. „Glært eða gagnsætt lakk og viðarvörn til notkunar innan- og utanhúss.“ Á við um yfirborðsefni sem er borið á við, málm eða plast og myndar glæra eða hálfgagnsæja filmu til skrauts og verndar. Þessi undirflokkur nær yfir þekjandi viðarvörn eins og skilgreint er í staðli EN 927-1:1996, í flokki hálfstöðugra efna.
  6. „Viðarvörn með lágmarksfilmuþykkt.“ Á við um viðarvörn sem, í samræmi við staðal EN 927-1:1996, hefur þykkt sem er að meðaltali minni en 5 µm í prófun sem er gerð samkvæmt ISO staðli 2808:1997, aðferð 5A.
  7. „Grunnur.“ Á við um yfirborðsefni með lokandi og/eða einangrandi eiginleika sem er ætlað til notkunar á við eða veggi og loft.
  8. „Bindigrunnur.“ Á við um yfirborðsefni sem er notað til að festa lausar agnir undirlagsins eða veita vatnsfælni eiginleika og/eða vernda við gegn gráma.
  9. „Eins þáttar yfirborðsefni.“ Á við um yfirborðsefni með sérstaka filmumyndandi eiginleika. Efnið er notað í sérstökum tilgangi, t.d. sem grunnur og yfirmálning fyrir plastefni, grunnur fyrir járnbundin efni, grunnur fyrir ál, sink og aðra hvarfgjarna málma, tæringarvarnarmálning, gólfmálning, þ.m.t. fyrir viðar- og steingólf, málning gegn veggjakroti, eldvarnarmálning og sem málning sem þarf að uppfylla heilbrigðisstaðla í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði og á sviði heilsugæslu.
  10. „Tveggja þátta yfirborðsefni.“ Á við um yfirborðsefni sem er notað í sama tilgangi og eins þáttar yfirborðsefni þar sem öðrum þætti er bætt í (t.d. þrígreind amín) áður en það er borið á.
  11. „Marglita yfirborðsefni.“ Á við um yfirborðsefni sem er ætlað að gefa tveggja lita eða marglita áferð um leið og það er borið á.
  12. „Hrif yfirborðsefni.“ Á við um yfirborðsefni sem er ætlað að gefa sérstök, fagurfræðileg áhrif á sérstaklega undirbúnu grunnmáluðu undirlagi og er síðan meðhöndlað með ýmiss konar áhöldum meðan það þornar.

   Í liðum a, b, c, i, j, k og l er heimilt í merkingu að skipta út orðinu yfirborðsefni fyrir orðið málning eða lakk eftir því sem við á.

 2. Efni til lakkviðgerða ökutækja, undirflokkar til merkinga á efnavöru sbr. 6. gr.
  1. „Efnavara til undirbúnings og hreinsunar.“ Á við um efnavöru sem er ætluð til að fjarlægja eldri málningu og ryð, annaðhvort á vélrænan eða efnafræðilegan hátt eða til að gefa viðloðun fyrir ný yfirborðsefni:
   1. Efnavara til undirbúnings eins og þvottaþynnir (efnavara sem er ætluð til að hreinsa málningarsprautur og annan búnað), málningarhreinsir, fituhreinsir (m.a. efni sem eyða stöðurafmagni í plasthlutum) og silíkonhreinsir. ii) „Forhreinsir“ (precleaner): Á við um hreinsiefni sem er ætlað til að fjarlægja óhreinindi af yfirborðsflötum og er liður í undirbúningi áður en yfirborðsefni er borið á.
  2. „Spartl og fylliefni“ (bodyfiller/stopper). Á við um efni með mikilli fyllingu sem er ætlað til að fylla í djúpar misfellur í yfirborði áður en fylligrunnur (surfacer/filler) er borinn á.
  3. „Grunnur. Á við um hvers kyns yfirborðsefni sem er ætlað til að nota á beran málm eða áður áborna fleti til að veita vernd gegn tæringu áður en fylligrunnur (primer surfacer) er borinn á:
   1. „Fylligrunnur“ (surfacer/filler). Á við um yfirborðsefni sem bera skal á áður en yfirlakk er borið á og er ætlað að veita þol gegn tæringu, til að tryggja viðloðun yfirlakks og til að stuðla að myndun einsleits yfirborðs með því að fylla í minni háttar misfellur í yfirborði.
   2. „Alhliða málmgrunnur“ (general metal primer). Á við um yfirborðsefni sem er borið á sem grunnur, t.d. viðloðunaraukandi efni, þéttiefni, fylligrunnur (surfacer), undirmálning, plastgrunnur, efni sem er borið á blautt í blautt, slípifrí fylliefni (non-sand filler) og úðafylliefni. iii) „Ætigrunnur“ (wash primer). Á við um yfirborðsefni, sem inniheldur a.m.k. 0,5% miðað við þyngd af fosfórsýru, sem borið er beint á bera málmfleti til að veita vörn gegn tæringu og tryggja viðloðun; yfirborðsefni notað sem suðugrunnur og litfestilausn fyrir galvanhúðaða fleti og sinkfleti.
  4. „Yfirlakk“ (topcoat). Á við um hvers kyns yfirborðsefni með fastlitarefnum sem borið er á annaðhvort sem eitt lag eða mörg lög til að veita gljáa og endingu. Til þess telst öll efnavara sem notuð er, s.s. undirlakk (base coatings) og glært lakk (clear coatings):
   1. „Undirlakk. Á við um yfirborðsefni með fastlitarefnum sem ætlað er að gefa lit og hvers kyns ljósfræðileg áhrif en hvorki gljáa né yfirborðsstyrk málningarkerfisins.
   2. „Glært lakk. Á við um glært yfirborðsefni sem er ætlað að gefa málningarkerfinu endanlegan gljáa og styrk.
  5. „Sérstakt frágangsefni. Á við um yfirborðsefni sem er borið á sem yfirmálning sem krefst sérstakra eiginleika, s.s. málmgljáa eða perluáferðar, í einu lagi, litföst hágæðamálning og glært lakk (t.d. efni sem veitir vörn gegn rispum og flúrað glært lakk), endurskinsmálning, málning með sérstakri áferð (t.d. hamraðri), hálkuvarnarmálning, vörn fyrir undirvagna, efni sem veitir vörn gegn steinkasti, innilakk og úðaefni.

 

 

VIÐAUKI II

A. Viðmiðunargildi fyrir hámarksinnihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda í málningu og lakki.

 

Undirflokkur efnavöru

Gerð

I. áfangi (g/l (*)) (frá 1.1. 2007)

II. áfangi (g/l (*)) (frá 1.1.

2010)

a

Matt yfirborðsefni fyrir veggi og loft innanhúss (gljái ≤ 25@60°)

vb. lb.

75

400

30

30

b

Gljáandi yfirborðsefni fyrir veggi og loft innanhúss (gljái > 25@60°)

vb. lb.

150

400

100

100

c

Yfirborðsefni fyrir veggi úr steinefnum til notkunar utanhúss.

vb. lb.

75

450

40

430

d

Pensillakk fyrir við, málm og plast

vb. lb.

150

400

130

300

e

Glært eða gagnsætt lakk og viðarvörn til notkunar innan- og utanhúss

vb. lb.

150

500

130

400

f

Viðarvörn með lágmarksfilmuþykkt til notkunar innan- og utanhúss

vb. lb.

150

700

130

700

g

Grunnur

vb. lb.

50

450

30

350

h

Bindigrunnur

vb. lb.

50

750

30

750

i

Eins þáttar yfirborðsefni

vb. lb.

140

600

140

500

j

Tveggja þátta yfirborðsefni

vb. lb.

140

550

140

500

k

Marglita yfirborðsefni

vb. lb.

150

400

100

100

l

Hrif yfirborðsefni

vb. lb.

300

500

200

200

(*) g/l af efnavöru sem er tilbúin til notkunar. vb: Vatnsblönduð yfirborðsefni. lb: Leysiblönduð yfirborðsefni.

B. Viðmiðunargildi fyrir hámarksinnihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda í efnavöru til lakkviðgerða ökutækja.

 

Undirflokkur efnavöru

Yfirborðsefni

I. áfangi (g/l (*)) (frá 1.1. 2007)

a

Efnavara til undirbúnings og hreinsunar

Til undirbúnings Forhreinsir

850

200

b

Spartl og fylliefni

Allar gerðir

250

c

Grunnur

Fylligrunnur

Alhliða (málm)grunnur

Ætigrunnur

540

540

780

d

Yfirlakk

Allar gerðir

420

e

Sérstakt frágangsefni

Allar gerðir

840

(*) g/l af efnavöru sem er tilbúin til notkunar. Ekki skal taka tillit til vatnsinnihalds efnavörunnar, eins og hún er þegar hún er tilbúin til notkunar, nema í undirflokki a.

VIÐAUKI III

Aðferðir sem um getur í 7. gr. reglugerðarinnar.

 

Viðurkennd aðferð fyrir vörur með allt að 15% massahlutfall rokgjarnra lífrænna efnasambanda þar sem hvarfgjörn þynningarefni eru ekki til staðar.

Færibreyta

Eining

Prófun

 

Staðalaðferð

 

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-2

 

2006

 

Viðurkenndar aðferðir fyrir vörur með 15% eða hærra massahlutfall rokgjarnra lífrænna efnasambanda þar sem hvarfgjörn þynningarefni eru ekki til staðar.

Færibreyta

Eining

Prófun

 

Staðalaðferð

 

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-1

 

2007

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-2

 

2006

 

Viðurkennd aðferð fyrir vörur sem innihalda rokgjörn lífræn efnasambönd þar sem hvarfgjörn þynningarefni eru til staðar.

Færibreyta

Eining

Pr

ófun

Staðalaðferð

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ASTMD 2369

2003

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira