Reglugerð nr. 630/2014

Reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

Textinn hér að neðan er heildarútgáfa reglugerðar nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði, með áorðnum breytingum til 17. maí 2016.

Sé munur á innihaldi eða uppsetningu hér að neðan og í hverri reglugerð fyrir sig eins og þær birtast á vef Stjórnartíðinda gildir textinn á vef Stjórnartíðinda.

Nýjustu heildarútgáfur (e. latest consolidated version) reglugerða Evrópusambandsins á ensku má nálgast á vef EUR-Lex.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðarinnar er að takmarka notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði með það í huga að stuðla að heilsuvernd manna og verndun umhverfisins, þ.m.t. umhverfisvænni endurnýtingu og förgun raf- og rafeindabúnaðarúrgangs.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um raf- og rafeindabúnað sem fellur undir flokkana sem taldir eru upp í I. viðauka.

Reglugerð þessi gildir ekki um:

 1. búnað sem er nauðsynlegur vegna verndar grundvallaröryggishagsmuna, þ.m.t. vopn, skotfæri og hergögn, sem eru sérstaklega til nota í hernaðarlegum tilgangi,
 2. búnað sem er ætlaður til sendingar út í geim,
 3. búnað, sem er sérstaklega hannaður og setja á upp sem hluta af annars konar búnaði sem er undanskilinn eða fellur ekki undir gildissvið þessarar reglugerðar, sem gegnir aðeins hlutverki sínu ef hann er hluti af þeim búnaði, og sem er aðeins hægt að skipta út með sama sérstaklega hannaða búnaðinum,
 4. stór, föst iðnaðartæki,
 5. stóran fastan búnað,
 6. farartæki til farþega- eða vöruflutninga, að undanskildum rafknúnum ökutækjum á tveimur hjólum, sem eru ekki gerðarviðurkennd,
 7. færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sem er eingöngu fáanlegur til nota í atvinnuskyni,
 8. virk, ígræðanleg lækningatæki,
 9. ljósspennuplötur, sem ætlaðar eru til notkunar í kerfi sem er hannað, samsett og uppsett af sérfræðingum til varanlegrar notkunar á skilgreindum stöðum til að framleiða orku frá sólarljósi til notkunar fyrir almenning, í fyrirtækjum, í iðnaði og á heimilum,
 10. búnað sem er sérstaklega hannaður fyrir rannsóknar- og þróunarstarfsemi og eingöngu fáanlegur í viðskiptum á milli fyrirtækja.

 

3. gr.

Skilgreiningar.

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

 1. Raf- og rafeindabúnaður: búnaður sem er háður rafstraumi eða rafsegulsviði til að geta starfað á réttan hátt og búnaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1500 volt þegar um er að ræða jafnstraum.
 2. Háður: að því er varðar 1. lið, með tilliti til raf- og rafeindabúnaðar, að þurfa rafstraum eða rafsegulsvið til að uppfylla a.m.k. eitt af þeim hlutverkum sem búnaðinum er ætlað að sinna.
 3. Stór föst iðnaðartæki: stór samstæða véla, búnaðar og/eða íhluta, sem vinna saman til ákveðinna nota, sem eru sett upp varanlega og tekin niður af fagmönnum á tilteknum stað og sem er notuð og viðhaldið af fagmönnum í starfsstöð í framleiðsluiðnaði eða í rannsóknum og þróunarstarfsemi.
 4. Stór fastur búnaður: stór samsetning á mörgum gerðum tækja og, ef við á, öðrum búnaði sem er settur saman, komið fyrir af fagmönnum og ætlaður til varanlegrar notkunar á fyrirfram ákveðnum stað, og er tekinn niður af fagmönnum.
 5. Kapall: hvers kyns kaplar með málspennu, sem er minni en 250 volt og eru tenging eða framlenging til að tengja raf- og rafeindabúnað við rafmagnsúttak eða til að tengja saman raf- og rafeindabúnað.
 6. Framleiðandi: einstaklingur eða lögaðili sem framleiðir raf- og rafeindabúnað eða lætur hanna eða framleiða slíkan búnað og markaðssetur hann undir eigin heiti eða eigin vörumerki.
 7. Viðurkenndur fulltrúi: einstaklingur eða lögaðili með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu sem hefur skriflegt umboð frá framleiðandanum til að koma fram fyrir hans hönd í tengslum við tilgreind verkefni.
 8. Dreifingaraðili: einstaklingur eða lögaðili í aðfangakeðjunni, annar en framleiðandi eða innflytjandi, sem býður raf- og rafeindabúnað fram á markaði.
 9. Innflytjandi: einstaklingur eða lögaðili með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu sem setur raf- og rafeindabúnað frá þriðja landi á markað á Evrópska efnahagssvæðinu.
 10. Rekstraraðilar: framleiðandi, viðurkenndur fulltrúi, innflytjandi og dreifingaraðili.
 11. Að bjóða fram á markaði: öll afhending raf- og rafeindabúnaðar til dreifingar, neyslu eða til notkunar á markaði Evrópska efnahagsvæðisins á meðan á viðskiptastarfsemi stendur, hvort sem það er gegn greiðslu eða án endurgjalds.
 12. Setning á markað: að bjóða raf- og rafeindabúnað fram í fyrsta sinn á markaði á Evrópska efnahagssvæðinu.
 13. Samhæfður staðall: staðall sem ein af evrópsku staðlastofnununum, sem tilgreindar eru í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB frá 22. júní 1998 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða sem og reglna um þjónustu í upplýsingasamfélaginu, hefur tekið upp á grundvelli beiðni frá framkvæmdastjórninni í samræmi við 6. gr. tilskipunar 98/34/EB.
 14. Tækniforskrift: skjal þar sem mælt er fyrir um tæknikröfur sem vörur, vinnsla eða þjónusta þurfa að uppfylla.
 15. CE-merkið: merki þar sem framleiðandinn tilgreinir að varan sé í samræmi við gildandi kröfur sem settar eru fram í samhæfingarlöggjöf Sambandsins, þar sem kveðið er á um áfestingu merkisins.
 16. Samræmismat: ferli sem sýnir fram á hvort að kröfur þessarar reglugerðar séu uppfylltar að því er varðar raf- og rafeindabúnað.
 17. Markaðseftirlit: sú starfsemi sem opinber yfirvöld annast og þær ráðstafanir sem þau gera til að tryggja að raf- og rafeindabúnaður uppfylli kröfurnar, sem settar eru fram í þessari reglugerð, og stofni ekki í hættu heilbrigði, öryggi eða öðrum þáttum er varða hagsmuni almennings.
 18. Innköllun: hver sú ráðstöfun sem miðar að því að vara, sem hefur þegar verið boðin endanlegum notanda, sé skilað til baka.
 19. Vara tekin af markaði: hvers konar ráðstöfun sem miðar að því að koma í veg fyrir að vara í aðfangakeðjunni sé boðin fram á markaði.
 20. Einsleitur hlutur: einn hlutur með eins samsetningu eða hlutur sem er samsettur úr hlutum, sem ekki er hægt að taka í sundur eða aðskilja í aðra hluti með kraftrænu álagi eins og t.d. með því að skrúfa í sundur, með afskurði, mulningi, mölun og slípun.
 21. Lækningatæki: lækningatæki í skilningi a-liðar 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 93/42/EBE og sem er einnig raf- og rafeindabúnaður.
 22. Lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi: lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi í skilningi b-liðar 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 98/79/EB.
 23. Virkt, ígræðanlegt lækningatæki: virkt, ígræðanlegt lækningatæki í skilningi c-liðar 2. mgr. 1.

  gr. tilskipunar ráðsins 90/385/EBE frá 20. júní 1990 um samræmingu laga aðildarríkjanna um virk, ígræðanleg lækningatæki.

 24. Vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði: tæki til vöktunar og eftirlits, sem eru eingöngu ætluð til notkunar í iðnaði eða til faglegrar notkunar.
 25. Tiltækileiki staðgönguefnis: möguleikinn að framleiða staðgönguefni og afhenda það innan hæfilegs tíma samanborið við þann tíma sem framleiðsla og afhending efnanna, sem talin eru upp í II. viðauka, tekur.
 26. Áreiðanleiki staðgönguefnis: líkurnar á því að raf- og rafeindabúnaður, sem notast við staðgönguefni, muni starfa eins og til er ætlast án þess að bila, við ákveðin skilyrði og í ákveðinn tíma.
 27. Varahlutur: aðgreindur hluti raf- og rafeindabúnaðar sem getur komið í staðinn fyrir hluta raf- og rafeindabúnaðar. Raf- og rafeindabúnaðurinn getur ekki starfað eins og til er ætlast án þessa hluta raf- og rafeindabúnaðarins. Virkni raf- og rafeindabúnaðarins er endurheimt eða uppfærð þegar varahluturinn er settur í staðinn fyrir hlutinn.
 28. Færanlegur vélbúnaður til nota utan vega, sem eingöngu er fáanlegur til nota í atvinnuskyni: vélbúnaður með innbyggðan aflgjafa, sem útheimtir annaðhvort hreyfanleika eða samfelldan, eða því sem næst samfelldan, flutning milli nokkurra fastra vinnustöðva við vinnslu og er eingöngu fáanlegur til nota í atvinnuskyni.

 

4. gr.

Takmarkanir.

Óheimilt er að setja á markað raf- og rafeindabúnað, þ.m.t. kapla og varahluti til viðgerða á búnaðinum, endurnotkunar, uppfærslu á virkni hans eða endurbóta á afköstum hans, sem inniheldur efnin sem talin eru upp í II. viðauka.

Styrkur tiltekinna efna skal ekki vera hærri en hámarksstyrkur miðað við þyngd einsleitra hluta, eins og hann er tilgreindur í II. viðauka.  

Ákvæði 1. mgr. gilda um lækningatæki og tæki til vöktunar og eftirlits, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2014, um lækningabúnað til sjúkdómsgreiningar í glasi, sem er settur á markað frá 22. júlí 2016 og um tæki til vöktunar og eftirlits í iðnaði, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2017.

Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um kapla eða varahluti vegna viðgerða, endurnotkunar, uppfærslu á virkni eða endurnýjunar á afköstum á eftirfarandi:

 1. raf- og rafeindabúnaði sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2006,
 2. lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014,
 3. lækningabúnaði til sjúkdómsgreiningar í glasi sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2016,
 4. vöktunar- og eftirlitstækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014,
 5. vöktunar- og eftirlitstækjum í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017,
 6. raf- og rafeindabúnaði, sem hefur fengið undanþágu og sem var settur á markað áður en sú undanþága féll úr gildi, að því er þessa tilteknu undanþágu varðar.

  Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um endurnotaða varahluti úr raf- og rafeindabúnaði, sem var settur á markað fyrir 1. júlí 2006, og er notaður í búnað sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2016, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja sem gera má úttekt á og að endurnotkun hluta sé tilkynnt neytandanum.

  Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um þá notkun sem um getur í III. og IV. viðauka.

5. gr.

Undanþága.

Heimilt er til 22. júlí 2019 að setja á markað raf- og rafeindabúnað, sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB, sbr. reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum, en sem uppfyllir ekki skilyrði þessarar reglugerðar nema 3. og 4. mgr. 4. gr. eigi við um raf- og rafeindabúnaðinn.

 

6. gr.

Skyldur framleiðenda.

Framleiðendur raf- og rafeindabúnaðar skulu:

 1. þegar raf- og rafeindabúnaður er settur á markað tryggja að hann hafi verið hannaður og framleiddur í samræmi við kröfurnar sem settar eru fram í 4. gr.,
 2. útbúa tilskilin tæknigögn og framkvæma, eða láta framkvæma, innra framleiðslueftirlit í samræmi við aðferðareiningu A í II. viðauka við ákvörðun 768/2008/EB,
 3. þegar sýnt hefur verið fram á að raf- og rafeindabúnaður uppfylli viðeigandi kröfur með eftirlitsferlinu, sem um getur í b-lið, útbúa ESB-samræmisyfirlýsingu og festa CE-merkið á fullunna vöruna. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um notkun samræmismatsaðferðar, sem er a.m.k. jafn ströng, er heimilt að sýnt sé fram á að kröfurnar í 1. mgr. 4. gr. þessarar reglugerðar séu uppfylltar í tengslum við þá aðferð.Útbúa má eitt skjal með tæknigögnum,
 4. varðveita tæknigögnin og ESB-samræmisyfirlýsinguna í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað,
 5. tryggja að aðferðir séu til staðar til að samræmi haldist í raðframleiðslu. Taka skal fullnægjandi tillit til breytinga á hönnun eða eiginleikum vöru og breytinga á samhæfðum stöðlum eða tækniforskriftum sem lýst er yfir að samræmi raf- og rafeindabúnaðar miðist við,
 6. halda skrá yfir raf- og rafeindabúnað, sem stenst ekki kröfur og yfir innköllun vöru og upplýsa dreifingaraðila um slíkt,
 7. tryggja að á raf- og rafeindabúnaði þeirra sé gerðar-, framleiðslueiningar- eða raðnúmer eða annað sem gerir kleift að bera kennsl á búnaðinn eða, ef það er ekki hægt vegna stærðar eða eðlis raf- og rafeindabúnaðarins, að tilskildar upplýsingar séu veittar á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum,
 8. tilgreina nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang, þar sem hafa má samband við þá, á raf- og rafeindabúnaðinum eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum. Heimilisfangið skal tilgreina einn stað þar sem hægt er að hafa samband við framleiðandann. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um að festa skuli á nafn og heimilisfang framleiðandans og þau ákvæði eru a.m.k. jafn ströng skulu þau ákvæði gilda,
 9. ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa sett á markað, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbært stjórnvald, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið,
 10. afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, á því tungumáli sem er auðskilið af því yfirvaldi og starfa með því yfirvaldi samkvæmt beiðni þess að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til, til að tryggja samræmi raf- og rafeindabúnaðar sem þeir hafa sett á markað, við þessa reglugerð.

 

7. gr.

Viðurkenndur fulltrúi.

Framleiðendur geta tilnefnt viðurkenndan fulltrúa með skriflegu umboði. 

Skuldbindingarnar, sem mælt er fyrir um í a-lið 1. mgr. 6. gr., og gerð tæknigagna skulu ekki vera hluti af umboði viðurkennda fulltrúans.

Viðurkenndi fulltrúinn innir af hendi þau verkefni sem tilgreind eru í umboðinu frá framleiðandanum. Umboðið skal a.m.k. gefa viðurkennda fulltrúanum heimild til:

 1. að varðveita ESB-samræmisyfirlýsinguna og tæknigögnin svo þau séu tiltæk fyrir landsbundin eftirlitsyfirvöld í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað,
 2. að afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, því yfirvaldi allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að raf- og rafeindabúnaður sé í samræmi við þessa reglugerð,
 3. að hafa samvinnu við lögbær stjórnvöld, að beiðni þeirra, að því er varðar allar aðgerðir sem er gripið til í því skyni að tryggja að raf- og rafeindabúnaður, sem fellur undir umboðið, sé í samræmi við þessa reglugerð.

 

8. gr.

Skyldur innflytjenda.

Innflytjendur raf- og rafeindabúnaðar skulu:

 1. aðeins setja á markað á Evrópska efnahagssvæðinu raf- og rafeindabúnað sem er í samræmi við þessa reglugerð,
 2. tryggja, áður en þeir setja raf- og rafeindabúnað á markað, að framleiðandinn hafi framkvæmt viðeigandi samræmismatsaðferðir, að framleiðandinn hafi útbúið tæknigögnin, að

  raf- og rafeindabúnaðurinn hafi CE-merki og honum fylgi tilskilin gögn og að framleiðandinn hafi uppfyllt kröfurnar sem settar eru fram í g- og h-liðum 6. gr.,

 3. ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður sé ekki í samræmi við 4. gr., ekki setja raf- og rafeindabúnaðinn á markað fyrr en hann hefur verið færður til samræmis og upplýsa framleiðandann og markaðseftirlitsyfirvöld um það,
 4. tilgreina nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang, þar sem hafa má samband við þá, á raf- og rafeindabúnaðinum eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um að festa skuli á nafn og heimilisfang innflytjandans og þau ákvæði eru a.m.k. jafn ströng, skulu þau ákvæði gilda,
 5. halda skrá yfir raf- og rafeindabúnað, þar sem samræmi er ekki til staðar og raf- og rafeindabúnað, sem hefur verið innkallaður, til að tryggja samræmi við þessa reglugerð, og upplýsa dreifingaraðila um það,
 6. ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafi sett á markað, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbær stjórnvöld, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið,
 7. varðveita afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað og hafa tiltæka fyrir markaðseftirlitsyfirvöld og tryggja að þessi yfirvöld geti haft aðgang að tæknigögnunum, sé þess óskað,
 8. afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, á því tungumáli sem er auðskilið af því yfirvaldi og starfa með því yfirvaldi samkvæmt beiðni þess að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til, til að tryggja samræmi raf- og rafeindabúnaðar sem þeir hafa sett á markað, við þessa reglugerð.

 

9. gr.

Skyldur dreifingaraðila.

Dreifingaraðilar raf- og rafeindabúnaðar skulu:

 1. gæta þess á tilhlýðilegan hátt að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir bjóða fram á markaði, sé í samræmi við gildandi kröfur, einkum með því að sannreyna að raf- og rafeindabúnaður beri CE-merki, honum fylgi tilskilin gögn á því tungumáli sem er auðskilið af neytendum og öðrum endanlegum notendum hér á landi, og að framleiðandinn og innflytjandinn hafi uppfyllt kröfurnar í g- og h-lið 6. gr. og d-lið 8. gr.,
 2. ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður sé ekki í samræmi við 4. gr. ekki bjóða raf- og rafeindabúnaðinn fram á markaði fyrr en hann hefur verið færður til samræmis og upplýsa framleiðandann eða innflytjandann og markaðseftirlitsyfirvöld um það,
 3. ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa boðið fram á markaði, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbær stjórnvöld, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið,
 4. afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, og starfa með því yfirvaldi, samkvæmt beiðni þess, að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til í því skyni að tryggja að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa boðið fram á markaði, sé í samræmi við þessa reglugerð.

   

10. gr.

Tilvik þar sem skyldur framleiðenda gilda um innflytjendur og dreifendur.

Innflytjandi eða dreifingaraðili telst vera framleiðandi þegar hann setur raf- og rafeindabúnað á markað undir eigin nafni eða eigin vörumerki eða gerir breytingar á raf- og rafeindabúnaði, sem þegar hefur verið settur á markað, þannig að breytingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort raf- og rafeindabúnaðurinn uppfylli viðeigandi kröfur. Í þeim tilvikum skal innflytjandi eða dreifingaraðili gegna sömu skyldum og framleiðandi skv. 6. gr.

 

11. gr.

Upplýsingagjöf rekstraraðila.

Rekstraraðilar skulu gefa markaðseftirlitsyfirvöldum eftirfarandi upplýsingar, samkvæmt beiðni, í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaður er settur á markað:

 1. um alla rekstraraðila sem hafa afhent þeim raf- og rafeindabúnað,
 2. um alla rekstraraðila sem þeir hafa afhent raf- og rafeindabúnað.

 

12. gr.

ESB-samræmisyfirlýsing.

Í ESB-samræmisyfirlýsingu skal lýsa yfir að sýnt hafi verið fram á að kröfurnar sem tilgreindar eru í 4. gr. hafi verið uppfylltar. 

ESB-samræmisyfirlýsingin skal byggð upp eins og fyrirmyndin, og innihalda þá þætti sem tilgreindir eru í V. viðauka og skal uppfærð.  Hún skal vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um notkun samræmismatsaðferðar, sem er a.m.k. jafn ströng, er heimilt að sýnt sé fram á að kröfurnar í 1. mgr. 4. gr. þessarar reglugerðar séu uppfylltar í tengslum við þá aðferð. Útbúa má eitt skjal yfir tæknigögn.

Með samningu ESB-samræmisyfirlýsingar lýsir framleiðandinn yfir að raf- og rafeindabúnaðurinn sé í samræmi við þessa reglugerð.

 

13. gr.

Almennar meginreglur um CE-merkið.

Um CE-merkið gilda almennu meginreglurnar sem settar eru fram í 30. gr. reglugerðar (EB) nr. 765/2008, sbr. reglugerð nr. 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

 

14. gr.

Skilyrði fyrir áfestingu CE-merkisins.

Festa skal CE-merkið á fullunninn raf- og rafeindabúnað eða merkiplötu búnaðarins þannig að það sé sýnilegt, læsilegt og óafmáanlegt. Ef því verður ekki komið við eða það er ástæðulaust vegna eðlis raf- og rafeindabúnaðarins skal festa merkið á umbúðir búnaðarins eða fylgiskjöl hans. CE-merkið skal fest á áður en raf- og rafeindabúnaðurinn er settur á markað.

 

15. gr.

Gengið út frá samræmi.

Ef ekki er sýnt fram á hið gagnstæða skal ganga út frá því að raf- og rafeindabúnaður, sem ber CE-merkið, sé í samræmi við þessa reglugerð.

 

16. gr.

Eftirlit.

Mannvirkjastofnun fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

Markaðseftirlit skal framkvæmt í samræmi við 15. til 29. gr. reglugerðar (EB) nr. 765/2008, sbr.

reglugerð nr. 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

 

17. gr.

Þvingunarúrræði.

Um þvingunarúrræði samkvæmt reglugerð þessari fer samkvæmt XIII. kafla efnalaga.

 

18. gr.

Viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga.

 

19. gr.

Innleiðing tiltekinna EES-gerða.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

 1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 8. júní 2011 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði.
 2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/50/ESB frá 10. október 2012 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágur varðandi búnað sem inniheldur blý, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum.
 3. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/51/ESB frá 10. október 2012 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágur varðandi búnað sem inniheldur kadmíum, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum
 4. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/1/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý sem málmblendisþátt í legum og slitflötum í lækn­ingatækjum sem verða fyrir jónandi geislun, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 5. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/2/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kadmíum í fosfórhúðir í skyggnimögnurum fyrir röntgen­myndir til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem sett eru á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 6. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/3/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir merkiefnið blýasetat til notkunar í hnitstýrða (e. stereotactic) höfuðramma til notkunar við tölvusneiðmyndatöku og segulómun og í staðsetningarkerfi í búnað fyrir gammageisla- og agnageislameðferð, í því skyni að laga við­aukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 7. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/4/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý til að gera lofttæmisheldar tengingar mögulegar milli áls og stáls í röntgenskyggnimögnurum, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 8. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/5/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur, húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðir á prentplötum, lóðningarefni til að tengja víra og rafstrengi og lóðningarefni til að tengja ferjöld og skynjara, sem eru notuð varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 9. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/6/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í yfirborðshúðir á pinnatengikerfum sem krefjast óseglaðs tengilbúnaðar sem er notaður varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 10. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/7/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni, húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeinda­íhlutum og prentplötum, tengingar raftauga, hlífa og umluktra tengja, sem eru notuð a) í segulsviði innan kúlurýmis með 1 m geisla í kringum segulmiðju í læknis­fræði­legum segulómtækjum, þ.m.t. lífsmarkavaktarar sem eru hannaðir til notkunar innan þessa rýmis, eða b) í segulsviði innan 1 m fjarlægðar frá ytri flötum segla hring­hraðla og segla til færslu og stefnustýringar geisla, sem eru notaðir við agna­geisla­meðferð, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 11. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/8/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni til að festa stafræna fylkisfjölnema úr kadmíumtellúri og kadmíumsinktellúri á prentplötur, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 12. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/9/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý og kadmíum í málmtengi sem búa til ofurleiðandi segulrásir í nemum segulómtækja (MRI), ofurleiðnisegulmæla (SQUID), kjarn­segulóms­efnagreina (NMR) eða Fourier-vörpunarmassagreina (FTMS), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 13. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/10/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í málmblendi sem ofurleiðara eða varmaleiðara til nota í kulhausa lághitakæla og/eða í lághitakælda kulkanna (e. cold probes) og/eða í lághitakæld spennujöfnunarkerfi í lækningatækjum (í 8. flokki) og/eða í vöktunar- og stýritækjum í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 14. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/11/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir sexgilt króm í basaskammtara sem eru notaðir til framleiðslu á ljósbakskautum í röntgenskyggnimögnurum til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 15. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/12/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur nema og gagnasöfnunareininga fyrir jáeindaskanna sem eru innbyggðir í segulómtæki (MRI), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 16. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/13/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur með íhlutum sem eru notaðar í færanleg lækningatæki, önnur en færanleg neyðarhjartastuðtæki, í II. flokki a og II. flokki b í tilskipun 93/42/EBE, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 17. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/14/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir 3,5 mg af kvikasilfri á hverja peru í sambyggðum flúrlömpum með einum sökkli til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 18. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/15/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý, kadmíum og sexgilt króm í endurnotuðum varahlutum úr lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014 og notuð í búnað í 8. flokki sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2021, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í endurskoðunarhæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja og að endurnotkun hlutanna sé tilkynnt neytendum, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 19. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/16/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý sem örvara í flúrljómandi dufti úrhleðslupera þegar þær eru notaðar í lampa til ljósmeðferðar á blóði utan líkama (e. extra­corporeal photopheresis lamps) og innihalda BSP-fosfór (BaSi2O5:Pb), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
 20. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/69/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er lægri en 125 V riðstraumur eða 250 V jafnstraumur fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 21. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/70/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í örrásaplötur, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 22. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/71/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni til tengingar á stöfluðum skífueiningum (SDE) fyrir stóra fleti, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 23. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/72/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni og húðun á tengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðun á prentplötum sem eru notaðar í kveikjueiningar og önnur rafmagns- og rafeindastjórnkerfi hreyfils, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 24. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/73/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í platínuhúðuð platínurafskaut, sem eru notuð til að mæla eðlisleiðni, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 25. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/74/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í önnur tengikerfi með sveigjanlegum pinnum en þrýstibogatengi fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 26. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/75/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í kaldskautsflúrperur fyrir baklýsta vökva­kristals­skjái, sem er ekki meira en 5 mg í hverri peru, sem eru notaðir í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 27. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/76/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í handgerðar lýsandi úrhleðslupípur, sem eru notaðar í skilti, skrautlýsingu eða lýsingarhönnun arkitekta ásamt sérstakri lýsingu og ljósalist, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
 28. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/573 frá 30. janúar 2015 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar undanþágu fyrir blý í pólývínýlklóríðnema í lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, í því skyni að aðlaga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2015, þann 10. júlí 2015.
 29. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/574 frá 30. janúar 2015 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í kerfi til innæðaómskoðunar, í því skyni að aðlaga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2015, þann 10. júlí 2015.
 30. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/863 frá 31. mars 2015 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar skrána yfir efni sem sæta takmörkunum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 215/2015, þann 25. september 2015.

 

20. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. júní 2014.

Síðast breytt 17. maí 2016.

      

I. VIÐAUKI

Flokkar raf- og rafeindabúnaðar, sem falla undir þessa reglugerð.

 1. Stór heimilistæki.
 2. Lítil heimilistæki.
 3. Upplýsingatækni- og fjarskiptabúnaður.
 4. Neytendabúnaður.
 5. Ljósabúnaður.
 6. Raf- og rafeindatæki.
 7. Leikföng, tómstunda- og íþróttabúnaður.
 8. Lækningatæki.
 9. Vöktunar- og eftirlitstæki, þ.m.t. vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.
 10. Sjálfsalar.
 11. Annar raf- og rafeindabúnaður, sem fellur ekki undir flokkana hér að framan.

II. VIÐAUKI

Efni, sem sæta takmörkunum, sem um getur í 1. mgr. 4. gr., og leyfilegur hámarksstyrkur miðað við þyngd í einsleitum hlutum.

 • Blý (0,1%).
 • Kvikasilfur (0,1%).
 • Kadmíum (0,01%).
 • Sexgilt króm (0,1%).
 • Fjölbrómuð bífenýl (PBB) (0,1%).
 • Fjölbrómaðir dífenýleterar (PBDE) (0,1%).
 • Bis(2-etýlhexýl) þalat (DEHP) (0,1%).*
 • Bútýl benzýl þalat (BBP) (0,1%).*
 • Díbútýl þalat (DBP) (0,1%).*
 • Díísóbútýl þalat (DIBP) (0,1%).*

* Gildir frá og með 22. júlí 2021 um lækningatæki, þ.m.t. lækningatæki í glasi og vöktunar- og eftirlits­tæki, þ.m.t. vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði. Gildir ekki um leiðslur eða varahluti til við­gerða, endurnotkun, uppfærslu á virkni eða uppfærslu á afköstum raf- og rafeindatækja sem markaðs­sett eru fyrir 22. júlí 2019 og lækningatæki, þ.m.t. lækningatæki í glasi og vöktunar- og eftirlits­tæki, þ.m.t. vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem markaðssett eru fyrir 22. júlí 2021.
Takmarkanir að því er varðar DEHP, BBP og DBP ná ekki til leikfanga sem falla undir færslu 51 í viðauka XVII við reglugerð (EB) nr. 1907/2006, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

III. VIÐAUKI

Notkun sem er undanþegin takmörkununum í 1. mgr. 4. gr.

Undanþága Gildissvið og gildistími
1. Kvikasilfur í (sambyggðum) flúrperum með einum sökkli, ekki yfir (í hverri peruhöldu (e. burner)):
1.a Til almennrar lýsingar < 30 W: 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 3,5 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011 og til 31. desember 2012. Nota skal 2,5 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2012
1.b Til almennrar lýsingar ≥ 30 W og < 50 W: 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 3,5 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
1.c Til almennrar lýsingar ≥ 50 W og < 150 W: 5 mg
1.d Til almennrar lýsingar ≥ 150 W: 15 mg
1.e Til almennrar lýsingar, með hringlaga eða ferhyrnda lögun og rörþvermál ≤ 17 mm Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 7 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
1.f Til sérstakra nota: 5 mg
1.g Til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma: 3,5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2017.
2.a Kvikasilfur í ílöngum flúrperum með tveimur sökklum, til almennrar lýsingar, ekki yfir (í hverri peru):
2.a.1 Þrífosfórperur með eðlilegan endingartíma og rörþvermál < 9 mm (t.d. T2): 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 4 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
2.a.2 Þrífosfórperur með eðlilegan endingartíma og rörþvermál ≥ 9 mm og ≤ 17 mm (t.d. T5): 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 3 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
2.a.3 Þrífosfórperur með eðlilegan endingartíma og rörþvermál > 17 mm og ≤ 28 mm (t.d. T8): 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 3,5 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
2.a.4 Þrífosfórperur með eðlilegan endingartíma og rörþvermál > 28 mm (t.d. T12): 5 mg Fellur úr gildi 31. desember 2012. Nota má 3,5 mg í hverja peru eftir 31. desember 2012
2.a.5 Þrífosfórperur með langan endingartíma (≥ 25.000 klst.): 8 mg Fellur úr gildi 31. desember 2011. Nota má 5 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
2.b Kvikasilfur í öðrum flúrperum, ekki yfir (í hverri peru):
2.b.1 Ílangar halófosfatperur með rörþvermál > 28 mm(t.d. T10 og T12): 10 mg Fellur úr gildi 13. apríl 2012
2.b.2 Halófosfatperur sem ekki eru beinar (öll þvermál): 15 mg Fellur úr gildi 13. apríl 2016
2.b.3 Þrífosfórperur sem ekki eru beinar, með rörþvermál > 17 mm (t.d. T9) Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 15 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
2.b.4 Perur til annarrar almennrar lýsingar og til sérstakra nota (t.d. spanperur) Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 15 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
3. Kvikasilfur í kaldskautsperum og flúrperum með utanáliggjandi rafskautum til sérstakra nota, ekki yfir (í hverri peru):
3.a Stuttar perur (≤ 500 mm) Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 3,5 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
3.b Meðallangar perur (> 500 mm og ≤ 1.500 mm) Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 5 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
3.c Langar perur (> 1.500 mm) Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 13 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
4.a Kvikasilfur í öðrum lágþrýstum úrhleðsluperum (í hverri peru): Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 15 mg í hverja peru eftir 31. desember 2011
4.b Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar, ekki yfir (í hverri peruhöldu), í perum með bættan litendurgjafarstuðul Ra > 60:
4.b.I P ≤ 155 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 30 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.b.II 155 W < P ≤ 405 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 40 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.b.III P > 405 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 40 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.c Kvikasilfur í öðrum háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar, ekki yfir (í hverri peruhöldu):
4.c.I P ≤ 155 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 25 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.c.II 155 W < P ≤ 405 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 30 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.c.III P > 405 W Engin takmörkun á notkun til 31. desember 2011. Nota má 40 mg í hverja peruhöldu eftir 31. desember 2011
4.d Kvikasilfur í háþrýstum kvikasilfursperum Fellur úr gildi 13. apríl 2015
4.e Kvikasilfur í málmhalógenperum
4.f Kvikasilfur í öðrum úrhleðsluperum til sérstakra nota sem ekki er getið sérstaklega í þessum viðauka
4.g.

Kvikasilfur í handgerðum lýsandi úrhleðslupípum, sem eru notaðar í skilti, skrautlýsingu eða lýsingarhönnun arkitekta ásamt sérstakri lýsingu og ljósalist skal takmarkast á eftirfarandi hátt:

a) 20 mg á hvert rafskautapar + 0,3 mg fyrir hvern sentimetra pípulengdar, en ekki meira en 80 mg þegar þær eru notaðar utandyra og þegar þær eru notaðar innandyra við hitastig sem er undir 20°C

b) 15 mg á hvert rafskautapar + 0,24 mg fyrir hvern sentimetra pípulengdar, en ekki meira en 80 mg fyrir alla notkun innandyra

Fellur úr gildi 31. desember 2018
5.a Blý í gleri í myndlömpum
5.b Blý í gleri í flúrperum, ekki yfir 0,2% miðað við þyngd
6.a Blý sem málmblendisþáttur í stáli sem er notað til vinnslu og í galvanhúðuðu stáli sem inniheldur allt að 0,35% af blýi miðað við þyngd
6.b Blý sem málmblendisþáttur í áli sem inniheldur allt að 0,4% af blýi miðað við þyngd
6.c Koparblendi sem inniheldur allt að 4% af blýi, miðað við þyngd
7.a Blý í lóðningarefni með háu bræðslumarki (þ.e. málmblendi sem eru að stofni til úr blýi og styrkur blýs í þeim er 85% eða meiri)
7.b Blý í lóðningarefni fyrir netþjóna, diska, sem geyma gögn, og gagnageymslur, netgrunnvirkisbúnað til að tengja, senda merki og senda út og netkerfisstjórnunarbúnað fyrir fjarskipti
7.c.I Raf- og rafeindaíhlutir sem innihalda blý í gleri eða keramík, annarri en rafefnakeramík (e. dielectric ceramic) í þéttum, t.d. þrýstiraftækjum eða í uppistöðuefnasamböndum glers eða keramíkur
7.c.II Blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er 125 V riðspenna eða 250 V jafnspenna eða hærri
7.c.III Blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er lægri en 125 V riðspenna eða 250 V jafnspenna Fellur úr gildi 1. janúar 2013 og eftir þann dag má nota það í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur er á markað fyrir 1. janúar 2013
7.c.IV Blý í rafefnakeramíkefnum sem innihalda keramíkþrýstirafefni (e. piezoelectric ceramic material (PZT)) fyrir þétta sem eru hluti af samrásum eða stökum hálfleiðurum Fellur úr gildi 21. júlí 2016
8.a Kadmíum og efnasambönd þess í perlubræðivörum Fellur úr gildi 1. janúar 2012 og eftir þann dag má nota það í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur er á markað fyrir 1. janúar 2012
8.b Kadmíum og efnasambönd þess í rafsnertum
9. Sexgilt króm sem tæringarvarnarefni í kolstálskælikerfinu í ísogskælum, upp að 0,75%, miðað við þyngd, í kælilausninni
9.b Blý í legubökkum og fóðringum fyrir þjöppur, sem innihalda kælimiðil, til notkunar til hitunar, loftræstingar, loftjöfnunar og kælingar
11.a Blý sem er notað í C-press-tengikerfi með sveigjanlegum pinnum. Má nota í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur var á markað fyrir 24. september 2010
11.b Blý sem er notað í tengikerfi með sveigjanlegum pinnum, önnur en C-press-kerfi. Fellur úr gildi 1. janúar 2013 og eftir þann dag má nota það í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur er á markað fyrir 1. janúar 2013
12. Blý sem er notað sem húðunarefni fyrir opna (c-laga) hringa í varmaleiðandi einingum Má nota í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur var á markað fyrir 24. september 2010
13.a Blý í hvítum glerjum sem eru notuð í ljósbúnaði (e. optical applications)
13.b Kadmíum og blý í glersíum og glerjum sem eru notuð í endurvarpsstöðlum
14. Blý í lóðningarefni, gerðu úr fleiri en tveimur frumefnum, sem er notað til tengingar pinna við örgjörvastaflann og hlutfall blýsins er yfir 80% og undir 85% miðað við þyngd Fellur úr gildi 1. janúar 2011 og eftir þann dag má nota það í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur er á markað fyrir 1. janúar 2011
15. Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu milli hálfleiðaraflögu og burðarefnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum
16. Blý í ílöngum glóðarperum með sílíkathúðuðum rörum Fellur úr gildi 1. september 2013
17. Blýhalíð sem er notað sem geislunarefni í hástyrksúrhleðsluperum sem fagmenn í eftirtökuljósmyndun nota
18.a Blý sem er örvari í flúrljómandi dufti (1% blý eða minna, miðað við þyngd) í úrhleðsluperum til sérstakra nota við afritun á bláörk (e. diazoprinting reprography), í steinprentun (litógrafíu), í skordýragildrum, ljósefnafræðilegum ferlum og verkunarferlum með fosfórinnihaldi, svo sem SMS ((Sr,Ba)2MgSi2O7:Pb) Féll úr gildi 1. janúar 2011
18.b Blý sem er örvari í flúrljómandi dufti (1% blý eða minna, miðað við þyngd) í úrhleðsluperum þegar þær eru notaðar í sólarlömpum sem innihalda fosfór, s.s. BSP (BaSi2O5:Pb)
19. Blý með PbBiSn-Hg og PbInSn-Hg í sérstökum samsetningum sem aðalamalgam og með PbSn-Hg sem hjálparamalgam í mjög samþjöppuðum, orkusparandi perum Fellur úr gildi 1. júní 2011
20. Blýoxíð í gleri sem er notað til að glerlóða fremra og aftara undirlag í flötum flúrperum sem eru notaðar í vökvakristalsskjái (LCD) Fellur úr gildi 1. júní 2011
21. Blý og kadmíum í prentlitum sem eru notaðir í smeltlökk á gler, s.s. bórsílíkatgler og natríumkalksílíkatgler
23. Blý í húðun fínskrefa íhluta, annarra en tengja, með skrefstærð 0,65 mm eða minna Má nota í varahluti fyrir raf- og rafeindabúnað sem settur var á markað fyrir 24. september 2010
24. Blý í lóðningarefni til lóðunar á skífulaga og flötum, marglaga keramíkþéttum með málmhúðuðum götum
25. Blýoxíð í flötum skjáum með mikilli sundurgreiningu (SED), notað í smíðaeiningum, einkum í þéttiglerinu og glerhringnum
26. Blýoxíð í glerhylki svartljóspera með bláu ljósi Fellur úr gildi 1. júní 2011
27. Blýmelmi til lóðunar fyrir breyta sem notaðir eru í kraftmiklum hátölurum (sem eru hannaðir til notkunar í margar klukkustundir við hljóðþrýstingsstig 125 dB og þar yfir) Féll úr gildi 24. september 2010
29. Blý, bundið í kristalgleri samkvæmt skilgreiningu í I. viðauka (1., 2., 3. og 4. flokki) við tilskipun ráðsins 69/493/EBE
30. Kadmíumblendi sem eru lóðaðar rafvélrænar tengingar í rafleiðurum sem eru staðsettir beint á hljóðspólu á ferjöldum sem eru notuð í öflugum hátölurum með hljóðþrýstingsstigi 100 dB (A) og þar yfir
31. Blý í efni til lóðunar í kvikasilfurslausar, flatar flúrperur (sem eru t.d. notaðar í vökvakristalsskjái, lýsingu í tengslum við hönnun eða iðnaðarlýsingu)
32. Blýoxíð í þéttigleri sem er notað til að festa saman glerplötur í argon- og kryptongeislarörperum
33. Blý í lóðningarefni til að lóða þunnan koparvír í aflspennum sem er með þvermál sem er 100 μm eða minna.
34. Blý í málmkeramíkeiningum fyrir stilliviðnám
36. Kvikasilfur sem er notað til að koma í veg fyrir að bakskaut snarki í jafnskautsplasmaskjáum með allt að 30 mg innihald á hvern skjá Féll úr gildi 1. júlí 2010
37. Blý í málmhúðunarlagi í háspennudíóðum á sökkli á peru úr sinkbóratgleri
38. Kadmíum og kadmíumoxíð í þykklagsmauki sem er notað á álbundið beryllíumoxíð
39. Kadmíum í II-VI ljóstvistum með breytilegum litum (< 10 μg Cd á hvern mm² lýsandi svæðisins) til notkunar í hálfleiðaralýsingu eða ljósaskjáum með ljóstvistum Fellur úr gildi 1. júlí 2014
40. Kadmíum í viðnámsljósnemum fyrir hliðstæð ljóstengi í hljóðbúnaði til faglegra nota Fellur úr gildi 31. desember 2013
41. Blý í lóðningarefni og húðun á tengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðun á prentplötum sem eru notaðar í kveikjueiningar og önnur rafmagns- og rafeindastjórnkerfi hreyfils sem þurfa af tæknilegum ástæðum að festast beint á vélar handverkfæra með brunahreyfil, sveifarhús þeirra eða strokk (flokkar SH1, SH2, SH3 tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/68/EB) Fellur úr gildi 31. desember 2018

IV. VIÐAUKI

Notkun, sem er undanþegin frá takmörkuninni skv. 1. mgr. 4. gr., og á sérstaklega við um lækningatæki og tæki til vöktunar og eftirlits.

Búnaður sem nýtir eða greinir jónandi geislun

1. Blý, kadmíum og kvikasilfur í nemum fyrir jónandi geislun.
2. Blýlegur í röntgenlömpum.
3. Blý í mögnurum með rafsegulgeislun: örrásaplata og háræðaplata.
4. Blý í glersíu í röntgenlömpum og myndskerpum og blý í bindiefni fyrir glersíu til samsetningar á gasleysigeisla og fyrir útvarpslampa sem breyta rafsegulgeislun í rafeindir.
5. Blý í hlífðarbúnaði fyrir jónandi geislun.
6. Blý í röntgenprófunarhlutum.
7. Blýsteratkristallar til röntgengreiningar.
8. Geislavirk kadmíumsamsæta fyrir færanlega litrófsmæla fyrir röntgenflúrljómun.

Nemar, skynjarar og rafskaut

1a. Blý og kadmíum í sérhæfðum jónanemum þ.m.t. gler í pH-rafskautum.
1b. Blýforskaut í rafefnafræðilegum súrefnisskynjurum.
1c. Blý, kadmíum og kvikasilfur í innrauðum ljósskynjurum.
1d. Kvikasilfur í viðmiðunarrafskautum: kvikasilfursklóríð með lágu klóríðinnihaldi, kvikasilfursúlfat og kvikasilfuroxíð.

Annað

9. Kadmíum í leysigeislum með helíumkadmíum.
10. Blý og kadmíum í lömpum til frumeindagleypnimælinga.
11. Blý í málmblendi sem ofurleiðari og varmaleiðari (e. thermal conductor) í segulómun.
12. Blý og kadmíum í málmtengi sem búa til ofurleiðandi segulrásir í nemum segulóm­tækja (MRI), ofurleiðnisegulmæla (SQUID), kjarnsegulómsefnagreina (NMR) eða Fourier-vörpunarmassagreina (FTMS). Fellur úr gildi 30. júní 2021.
13. Blý í mótvægi (e. counterweights).
14. Blý í þrýstiraftæknilegum efnum með einföldum kristöllum fyrir úthljóðsferjöld (e. ultrasonic transducers).
15. Blý í lóðpunktum úthljóðsferjalda (e. ultrasonic transducers).
16. Kvikasilfur í hárnákvæmum mælibrúm með háum rýmdar- og tapstuðlum og í fjarskiptatíðnirofum og -rafliðum með hárri tíðni í vöktunar- og eftirlitstækjum sem innihalda ekki meira en 20 mg af kvikasilfri í hverjum rofa eða rafliða.
17. Blý í lóðningarefni í færanlegum neyðarhjartastuðtækjum (e. portable emergency defibrillators).
18. Blý í lóðpunktum fyrir innrauðar hágæðamyndkerfiseiningar (e. high performance infrared imaging modules) til greiningar á sviðinu 8-14 μm.
19. Blý í myndskjám með fljótandi kristöllum á kísli (LCoS).
20. Kadmíum í mælisíum fyrir röntgengeisla (e. X-ray measurement filters).
21. Kadmíum í fosfórhúðir í skyggnimögnurum fyrir röntgenmyndir til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki, sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020.
22. Merkiefnið blýasetat til notkunar í hnitstýrða (e. stereotactic) höfuðramma til notkunar við tölvusneiðmyndatöku og segulómun og í staðsetningarkerfi í búnað fyrir gammageisla- og agnageislameðferð. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
23. Blý sem málmblendisþáttur í legum og slitflötum í lækningatækjum sem verða fyrir jónandi geislun. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
24. Blý til að gera lofttæmisheldar tengingar mögulegar milli áls og stáls í röntgen­skyggnimögnurum. Fellur úr gildi 31. desember 2019.
25. Blý í yfirborðshúðir á pinnatengikerfum sem krefjast óseglaðs tengilbúnaðar sem er notaður varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
26. Blý í
- lóðningarefni á prentplötur,
- húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðir á prentplötum,
- lóðningarefni til að tengja víra og rafstrengi,
- lóðningarefni til að tengja ferjöld og skynjara,
sem eru notuð varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymslu­skilyrði. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
27. Blý í
- lóðningarefni,
- húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og prentplötum,
- tengingar raftauga, hlífa og umluktra tengja,
sem eru notuð í:
a) segulsviði innan kúlurýmis með 1 m geisla í kringum segulmiðju í læknis­fræði­legum segulómtækjum, þ.m.t. lífsmarkavaktarar sem eru hannaðir til notkunar innan þessa rýmis, eða
b) segulsviði innan 1 m fjarlægðar frá ytri flötum segla hringhraðla og segla til færslu og stefnustýringar geisla, sem eru notaðir við agnageislameðferð.
Fellur úr gildi 30. júní 2020.
28. Blý í lóðningarefni til að festa stafræna fylkisfjölnema úr kadmíumtellúri og kadmíumsinktellúri á prentplötur. Fellur úr gildi 31. desember 2017.
29. Blý í málmblendi sem ofurleiðara eða varmaleiðara til nota í kulhausa lághitakæla og/eða í lághitakælda kulkanna (e. cold probes) og/eða í lághitakæld spennu­jöfn­unar­kerfi í lækningatækjum (í 8. flokki) og/eða í vöktunar- og stýri­tækjum í iðnaði. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
30. Sexgilt króm í basaskammtara sem eru notaðir til framleiðslu á ljósbakskautum í röntgenskyggnimögnurum til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020.
31. Blý, kadmíum og sexgilt króm í endurnotuðum varahlutum úr lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014 og notuð í búnað í 8. flokki sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2021, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í endur­skoð­unar­hæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja og að endur­notkun hluta sé tilkynnt neytendum. Fellur úr gildi 21. júlí 2021.
32. Blý í lóðningarefni á prentplötur nema og gagnasöfnunareininga fyrir jáeindaskanna sem eru innbyggðir í segulómtæki (MRI). Fellur úr gildi 31. desember 2019.
33. Blý í lóðningarefni á prentplötur með íhlutum sem eru notaðar í færanleg lækn­inga­tæki, önnur en færanleg neyðarhjartastuðtæki, í II. flokki a og II. flokki b í tilskipun 93/42/EBE. Fellur úr gildi 30. júní 2016 að því er varðar flokk II a og 31. desember 2020 að því er varðar flokk II b.
34. Blý sem örvari í flúrljómandi dufti úrhleðslupera þegar þær eru notaðar í lampa til ljósmeðferðar á blóði utan líkama (e. extracorporeal photopheresis lamps) og innhalda BSP-fosfór (BaSi2O5:Pb). Fellur úr gildi 22. júlí 2021.
35. Kvikasilfur í kaldskautsflúrperur fyrir baklýsta vökvakristalsskjái, sem er ekki meira en 5 mg í hverri peru, sem eru notaðir í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017. Fellur úr gildi 21. júlí 2024.
36. Blý notað í önnur kerfi en tengikerfi með sveigjanlegum pinnum í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði. Fellur úr gildi 31. desember 2020. Má nota eftir þann dag í varahlutum fyrir vökt­unar- og eftirlitstæki í iðnaði sett á markað fyrir 1. janúar 2021.
37. Blý í platínuhúðuð platínurafskaut sem eru notuð til að mæla eðlisleiðni þar sem a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum á við:
a) mælingar á breiðu sviði eðlisleiðni sem nær yfir meira en eitt stærðarþrep (t.d. svið á bilinu 0,1 mS/m og 5 mS/m) sem fara fram á tilraunastofum til að mæla styrk sem er óþekktur,
b) mælingar á lausnum þar sem krafist er nákvæmni sem nemur +/- 1% af sýna­töku­bilinu og þar sem krafist er mikils tæringarþols fyrir eftirfarandi:
i. lausnir með sýrustig undir pH 1,
ii. lausnir með basavirkni yfir pH 13,
iii. ætandi lausnir sem innihalda halógenlofttegundir,
c) mælingar á eðlisleiðni sem er meiri en 100 mS/m sem verða að fara fram með færanlegum mælitækjum.
Fellur úr gildi 31. desember 2018.
38. Blý í lóðningarefni til tengingar á stöfluðum skífueiningum (SDE) fyrir stóra fleti með yfir 500 samtengi á hvern skilflöt sem eru notaðir í röntgengeislaskynjara fyrir tæki til tölvusneiðmyndatöku og fyrir röntgentæki. Fellur úr gildi 31. desember 2019. Má nota eftir þann dag í varahluti fyrir tölvu­sneiðmynda­tæki og röntgentæki sett á markað fyrir 1. janúar 2020.
39. Blý í örrásaplötum sem eru notaðar í búnaði þar sem a.m.k. einn af eftirfarandi eiginleikum er til staðar:
a) fyrirferðarlítill nemi fyrir rafeindir eða jónir, þar sem rými fyrir nemann tak­markast að hámarki við 3 mm/örrásaplötu (þykkt nema + rými til ísetningar örrása­plötu), að hámarki 6 mm í allt og annars konar hönnun, sem gefur aukið rými fyrir nemann, er vísindalega og tæknilega ekki möguleg,
b) tvívíð rúmupplausn (e. spatial resolution) til greiningar á rafeindum eða jónum sem a.m.k. eitt af eftirfarandi gildir um:
i. svörunartími styttri en 25 ns,
ii. sýnagreiningarsvæði stærra en 149 mm²,
iii. margföldunarstuðull hærri en 1,3 ÁE10³,
c) svörunartími við greiningu rafeinda eða jóna styttri en 5 ns,
d) sýnagreiningasvæði stærra en 314 mm² til að greina rafeindir eða jónir,
e) margföldunarstuðull hærri en 4,0 ÁE107.
Undanþágan fellur úr gildi á eftirfarandi dagsetningum:
a) 21. júlí 2021 að því er varðar lækningatæki og vöktunar- og eftirlitstæki,
b) 21. júlí 2023 að því er varðar lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
c) 21. júlí 2024 að því er varðar vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.
40. Blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er lægri en 125 V riðstraumur eða 250 V jafnstraumur fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.
Fellur úr gildi 31. desember 2020. Má nota eftir þann dag í varahlutum fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sett á markað fyrir 1. janúar 2021.
41. Blý sem varmastöðgari í pólývínýlklóríði (PVC), sem er notað sem grunnefni í rafefnanemum með straum-, spennu- eða leiðniskynjun sem eru notaðir í lækningatæki til sjúkdóms­greiningar í glasi til greiningar á blóði og öðrum líkamsvessum og líkamslofti.
Fellur úr gildi 31. desember 2018.
42. Kvikasilfur í snúanleg raftengi sem eru notuð í kerfi til innæðaómskoðunar sem hægt er að nota í vinnuham með hárri tíðni (> 50 MHz).
Fellur úr gildi 30. júní 2019.

V. VIÐAUKI

ESB-samræmisyfirlýsing.

 1. Nr. ... (sérstakt auðkenni raf- og rafeindabúnaðar):
 2. Nafn og heimilisfang framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans:
 3. Útgáfa þessarar samræmisyfirlýsingar er einungis á ábyrgð framleiðandans (eða uppsetningaraðila):
 4. Hluturinn sem yfirlýsingin á við um (auðkenning raf- og rafeindabúnaðar sem gerir rekjanleika mögulegan. Þegar við á má láta ljósmynd fylgja með):
 5. yfirlýsingarinnar sem lýst er að framan er í samræmi við reglugerð um takmarkanir á notkun tiltekinna hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 8. júní 2011 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði):
 6. Eftir atvikum, tilvísanir í viðkomandi samhæfða staðla sem eru notaðir eða tilvísanir í tækniforskriftir sem samræmisyfirlýsing miðast við:
 7. Frekari upplýsingar:
  Undirritað fyrir og fyrir hönd: .......................................................................................
  (útgáfustaður og dagsetning):
  (nafn, stöðuheiti) (undirritun):
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira