Snyrtivörur

Þarf leyfi til að flytja inn snyrtivörur? 

Nei, en Umhverfisstofnun bendir á að uppfylla þarf kröfur í reglugerð nr. 577/2013 m.a. um merkingar, innihaldsefni, að tilkynna eigi um vöruna í CPNP vefgátt ESB ef varan er flutt í fyrsta skipti inn á EES svæðið og að innflytjandi eigi að hafa upplýsingaskjal og öryggismat tiltækt fyrir Umhverfisstofnun. Stofnunin bendir á ítarlegar upplýsingar á vef stofnunarinnar ust.is (http://ust.is/atvinnulif/efni/snyrtivorur/). 

Þarf að tilkynna um allar snyrtivörur í CPNP vefgátt ESB? 

Nei. Allir framleiðendur snyrtivara hér á landi skulu tilkynna um sínar snyrtivörur í vefgáttina áður en þær eru markaðssettar. Tilkynna þarf um innflutta snyrtivöru ef vara er flutt í fyrsta skipti inn á EES svæðið og ef innflytjandi markaðssetur snyrtivöru undir sínu nafni eða vörumerki eða breytir vöru sem þegar er á markaði innan svæðisins (innflytjandinn er þá ábyrgðaraðili vörunnar innan EES svæðisins). 

Hvaða kröfur gilda um merkingar snyrtivara? 


Ítarlega er fjallað um merkingar í 3. gr. reglugerðar nr. 577/2013 og í 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009. Einnig er samantekt á skyldubundnum merkingum á vef Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/efni/snyrtivorur/Merkingar. 

Hvaða efni er bannað að nota í snyrtivörur?

 Í II. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 er listi yfir efni sem bönnuð eru í snyrtvörum innan EES svæðisins.