Innkaupanet
Innkaupanetið er félagsskapur fyrirtækja sem vilja minnka umhverfisáhrif sín með því að leggja áherslu á vistvæn innkaup og gera árangurinn sýnilegan.  


Innkaup heimila og fyrirtækja hafa mikil áhrif á umhverfið og hægt er að minnka umhverfisáhrif umtalsvert með því að velja umhverfisvottaða vöru og þjónustu. 


Fyrirtæki í Innkaupanetinu styðjast við umhverfismerkingar í innkaupum er varða rekstur fyrirtækisins. Þau versla til að mynda, umhverfismerktan pappír, prentþjónustu, ræstingar, ræstivörur, skrifstofuvörur og fleira til daglegra nota. 


Þau styðjast við umhverfismerkingar því það er einföld leið til að tryggja að varan uppfylli umhverfis- og gæðakröfur.


Fréttir

Umhverfisráðherra fyrsti kúnninn á Svansvottuðum veitingastað

Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fékk sl. föstudag afhent Svansleyfi frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra. Eftir afhendingu varð ráðherra...

Fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið á Íslandi

Eignarhaldsfélagið Skip ehf. hlýtur í dag vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir fjölbýlishús að Urriðaholtsstræti 10-12,
Markmið Innkaupanetsins eru fjölþætt


 1. Að auðvelda fyrirtækjum að stunda vistvæn innkaup með einföldum leiðbeiningum.
 2. Að auka eftirspurn og framboð á umhverfismerktum vörum og þjónustu.
 3. Að auka áhuga fyrirtækja á umhverfismálum og umhverfismerkjum
 4. Að minnka að lokum áhrif fyrirtækja og framleiðslu á umhverfið.
Fyrirtæki sem eru meðlimir í Innkaupanetinu njóta góðs af starfinu á ýmsa vegu.

 1. Þau fá aðgang að upplýsingum sem nýtast til að ná markmiðum fyrirtækisins í innkaupa- og umhverfismálum.
 2. Aðhald og stuðningur Innkaupanetsins tryggir aðgerðir.
 3. Meðlimir fá að nota merki Innkaupanetsins sem vekur athygli út á við. 
 4. Fyrirtæki sem taka þátt í Innkaupanetinu fá að kynnast starfi annarra fyrirtækja.
 5. Úrval af umhverfismerktrum vörum og þjónustu eykst sem auðveldar fyrirtækjum aðgang að góðum vörum á góðu verði.
Fyrirtæki sem taka þátt í Innkaupanetinu fara í gegnum innkaupamál sín með tilliti til leiðbeininga sem þau fá hjá Umhverfisstofnun. Í stuttu máli eru skrefin eftirfarandi.


 1. Þau skrá sig til þátttöku í Innkaupanetinu.
 2. Setja sér innkaupastefnu m.t.t. leiðbeininga frá Umhverfisstofnun.
 3. Semja innkaupareglur og skýra innkaupaferla.
 4. Taka saman upplýsingar um magn umhverfismerktra vara í nokkrum flokkum rekstarvara.
 5. Skila skýrslu árlega um innkaupin og leggja sig fram um að bæta árangurinn frá ári til árs. 
 6. Meðlimir í Innkaupanetinu fá að nota merki Innkaupanetsins á heimasíðu sinni og fá kynningu á heimasíðu Innkaupanetsins.
Logo í signature í tölvupósti starfsmanna (Sigurður Finnsson)
Tengill inn á vefsvæði Græns lífsstíls
Hlekkur inn á vefsvæði um ýmis umhverfismerki
Hlekkur inn á vefsíðu vistvænna innkaupa vinn.is
Hlekkur á facebook Svansins
HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1