Eftirlitsáætlanir

Landsáætlun um eftirlit

Landsáætlun felur í sér samræmda skrá starfsemi sem fellur undir mengunar- og hollustuháttaeftirlit Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda. Í landsáætlun eru jafnframt settar fram verklagsreglur m.a. um samningu eftirlitsáætlana um reglubundið eftirlit sem byggir á kerfisbundnu áhættumati á mengunarhættu viðkomandi starfsemi.

Landsáætlun um eftirlit skal skv. 54. gr. laga nr. 7/1998 gerð fyrir þá starfsemi sem tilgreind er í viðaukum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.