Norðurál, Helguvík

Norðurál hefur leyfi til þess að framleiða ál í Helguvík.

Helstu umhverfiskröfur

Eftir fyrsta starfsár hvers áfanga skal magn mengunarefna í útblásturslofti (hreinsuðu gasi frá kerum og ræstilofti frá kerskála) ekki vera yfir neðangreindum mörkum  miðað við heildarframleiðslu álversins:

 

 Mengunarefni  Ársmeðaltal
kg/t Al
 Mánaðarmeðaltal
kg/t Al 
 
 Heildarflúoríð

  0,45

  0,8

 Ryk

  1,0

  1,3

 Brennisteinsdíoxíð

 18

 18

 

Losun flúorkolefna skal vera innan við 0,14 tonn af koldíoxíðígildum á framleitt tonn af áli mælt sem ársmeðaltal frá og með fjórða framleiðsluári hvers áfanga. Fyrstu þrjú
framleiðsluár hvers áfanga skal losunin vera innan við 0,20 tonn af koldíoxíðígildum á framleitt tonn af áli mælt sem meðaltal þeirra þriggja ára. Hámarkslosun fyrstu þriggja ára fyrsta áfanga skal þó vera 0,28 tonn af koldíoxíðígildum á framleitt tonn á ári að meðaltali.

Nánari upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 31. desember 2024. 

Fréttir