Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi frá fyrirtækinu Arctic Sea Farm hf. en umsóknin snýr að sjókvíaeldi í Dýrafirði. Arctic Sea Farm hf. sæki um starfleyfi fyrir stækkun á eldi úr 4.200 tonnum í 10.000 tonn. 

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.