Kostnaður

Svanurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Gjöld vegna Svansins tengjast þróun á viðmiðum, yfirferð umsókna, þjónustu við leyfishafa og kynningarverkefnum. Rekstur Svansins er fjármagnaður hvoru tveggja með opinberum fjárframlögum og með gjöldum sem innheimt eru af umsækjendum og leyfishöfum. Gjöld vegna Svansins tengjast þróun á viðmiðum, umsóknarumsýslu og kynningarmálum. 

Umsóknargjald er greitt einu sinni og byggist á stærð fyrirtækisins. Árgjald er skilgreint eftir því hvort um er að ræða vöruframleiðslu eða þjónustu og byggist í flestum tilfellum á veltu.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira