Annað

Til eru Svansviðmið fyrir fjölmarga vöruflokka, en hingað til hefur framleiðsla á Svansvottaðri vöru verið lítil á Íslandi. Undri var fyrsta fyrirtækið til að hljóta Svansvottun fyrir vöru, en þeir fengu vottun fyrir iðnaðarhreinsilög, penslasápu og línusápu árið 2006. SORPA bs. hlaut svo vottun fyrir metangasið sitt 10 árum síðar og varð þannig annað fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir Svansvottaða vöru.

Svansvottaðar vörur þurfa að uppfylla strangar kröfur um að allur framleiðsluferillinn sé sem minnst skaðlegur umhverfinu. Þannig er tekið tillit til efnanotkunar í framleiðslunni og reynt að lágmarka umhverfis- og heilsuáhrifa vörunnar. Vottunin getur því einnig búið til eftirspurn eftir umhverfisvænni kostum og þannig haft jákvæð áhrif í birgjakeðju vörunnar. Svansvottun getur einnig undirbúið framleiðendur efna fyrir strangari umhverfiskröfur framtíðarinnar ásamt því að vera jákvæðar fyrirmyndir í umhverfismálum.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira