Hótel og veitingarekstur

Hótel, veitingarekstur og ráðstefnurými með Svansvottun hafa sett upp ferla og innleitt ýmsar aðgerðir til að lágmarka umhverfisáhrif vegna rekstursins. Áhersla er lögð á að minnka orkunotkun, efnanotkun og úrgang og geta fyrirtækin um leið lækkað rekstrarkostnað með betri ferlum.Svansvottaðir veitingastaðir nota lífræn matvæli í meira mæli. Með því að innleiða aðgerðir um grænni rekstur eru hótel, veitingastaðir og ráðstefnurými betur undirbúin fyrir strangari umhverfiskröfur framtíðarinnar ásamt því að vera jákvæð fyrirmynd í umhverfismálum.

 

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira