Prentsmiðjur

Prentsmiðjur með Svansvottun hafa uppfyllt strangar kröfur Svansins um að prenta efni á sem umhverfisvænastan hátt. Kröfurnar eiga einkum við prentferilinn, pappírsnýtingu og þann pappír og efni sem fyrirtækið notar. Svanurinn er einstaklega gott tæki til að innleiða aðgerðir í að minnka umhverfisáhrif vegna rekstursins þar sem áhersla er lögð á skynsamlega nýtingu auðlinda og að skipta út efnum sem skaðleg eru umhverfinu. Með því að innleiða kröfur Svansins geta prentsmiðjur um leið lækkað rekstrarkostnað. Svansvottun getur einnig undirbúið prentsmiðjur fyrir strangari umhverfiskröfur framtíðarinnar ásamt því að vera jákvæð fyrirmynd í umhverfismálum. 

 

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira