Ræstingar

Ræstingafyrirtæki með Svansvottun gefa viðskiptavinum kost á að velja umhverfisvænni ræstingu. Svansvottuð ræstingafyrirtæki nota mun minna af efnum við hreingerningu og þau efni sem notuð eru, eru betri fyrir umhverfið og heilsu. Auk þess eru umhverfisáhrif vegna aksturs, og fleiri þátta lágmörkuð. Svansvottun setur kröfu á að starfsfólk sé vel þjálfað,  meðvitað um áhrif sín og gæði vinnu sinnar og njóti einnig réttinda við vinnu sína. Með því að innleiða aðgerðir um grænni rekstur eru ræstingafyrirtæki að nýta betur auðlindir sínar og eru betur undirbúin fyrir strangari umhverfiskröfur framtíðarinnar, ásamt því að vera jákvæð fyrirmynd í umhverfismálum.

 

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira