Upplýsingar fyrir fyrirtæki

Svanurinn hefur þróað fjölda mismunandi viðmiða fyrir ólíka vöru- eða þjónustuflokka. Viðmiðin eiga það öll sameiginlegt að þau eru: 
  • Sértæk fyrir hvern vöru- og þjónustuflokk.
  • Samin og þróuð í samstarfi við sérfræðinga í viðkomandi rekstri.
  • Endurskoðuð á þriggja til fimm ára fresti.
  • Lífsferilsmiðuð og tekin út af óháðum aðila.

Hér má nálgast öll viðmið Svanins á ensku og norðurlandatungumáli.

Heimasíður Svansins á hinum Norðurlöndunum geta einnig gefið góðar hugmyndir:

Hvað er Svansmerkt prentsmiðja/prentgripur?

Svansmerkt prentsmiðja er fyrirtæki sem uppfyllir strangar umhverfiskröfur og hefur fengið leyfi Norræna umhverfismerkisins Svansins til að framleiða prentgripi. Svansmerktur prentgripur er prentgripur á borð við bækling, bók eða umslag, sem er betri fyrir umhverfið.

Framleiðsla í Svansmerktri prentsmiðju hefur mjög lítil umhverfisáhrif samanborið við aðrar prentsmiðjur. Kröfur Svansins ná aðallega til framleiðslu prentgripa, meðal annars efnavöru og pappírs sem notaður er í prentsmiðjunni. Svanurinn tekur líka tillit til endurvinnslu prentgripa.

Með því að uppfylla kröfur Svansins minnkar fyrirtækið áhrif starfseminnar á umhverfið. Markmiðið er að nýta auðlindir á sem hagkvæmastan hátt og skipta út efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfinu.

Kröfur Norræna umhverfismerkisins beina fyrirtækjum í átt að sjálfbærri þróun.

Hvað er Svansmerkt hótel/farfuglaheimili?

Svansmerkt hótel hefur tekið tillit til allra rekstrarþátta hótelsins í umhverfisstarfi sínu og nær að uppfylla strangar kröfur Svansins. Hótelið vinnur ásamt Norræna umhverfismerkinu í átt að sjálfbæru samfélagi.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að uppfylla aðrar kröfur sem snerta umhverfisstarf fyrirtækisins á öllum sviðum, meðal annars hvað varðar endurnýjun innanstokksmuna og veitingarekstur.

Hvað er Svansmerkt ræstingaþjónusta?

Svansmerkt ræstingaþjónusta býður viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæn þrif. Svansmerkt ræstingaþjónusta notar lítið af efnavöru og hátt hlutfall þeirrar efnavöru sem er notuð er umhverfisvæn.

Með því að setja strangar kröfur á flutninga og notkun plastpoka minnka áhrif starfseminnar á loftslagsbreytingar. 

Mikil áhersla er einnig á gæði þjónustunnar og þjálfun starfsfólks.

Svanurinn endurskoðar reglulega viðmið sín til að aðlaga þau að bestu fáanlegu tækni og herða sífellt kröfurnar.

Öllum er frálst að taka þátt í umsagnarferlinu að nýjum viðmiðum til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Vinsamlegast sendið þær athugasemdir sem þið viljið koma á framfæri á ust@ust.is fyrir auglýstan tíma.

 

Þvottahús

Umsagnarferli lýkur 5. desember 2017.

Á hverju ári er tekin ákvörðum um hvort þróa eigi ný viðmið og því er öllum velkomið að senda inn tillögur að nýju viðmiðum með því að senda inn ábendingu eða póst á ust@ust.is.

Hér má finna viðmið sem eru í endurskoðun.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira