Ársfundir

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd skulu Umhverfisstofnun, fulltrúar náttúruverndarnefnda og forstöðumenn náttúrustofa halda a.m.k. einn sameiginlegan fund á ári.

20. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, Akureyri

9. nóvember 2017

- Ný náttúruminjaskrá – áhrif í sveitarfélögum -

Fundarstjórar: Linda Guðmundsdóttir og Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Dagskrá

I hluti - 9:30 – 11:30

II hluti – 12:30 – 16:00

Akureyrarbær bauð öllum fundargestum í vettvangsferð í Krossanesborgir að loknum ársfundi en þær eru fólkvangur í jaðri bæjarins.

Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 var haldinn 19. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit. Fundarstjóri var Hallfreður Einarsson.
Dagskráin var eftirfarandi:

 

Fimmtudaginn 12. nóvember 2015 var 18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í Gerðubergi, Reykjavík. Fundarstjóri var Þórólfur Jónsson hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.


Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 var 17. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Fundarstjóri var Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra. Að fundi loknum var farið í skoðunarferð um Rangárþing eystra. 

Fimmtudaginn 24. október 2013 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. 

Fundarstjórn var í höndum umhverfisnefndar Garðabæjar. 

 Í lok fundarins var farið í skoðunarferð um Garðabæ.

Fimmtudaginn 27. október 2011 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í Hlégarði, í Mosfellsbæ.

Fundarstjóri var Tómas G. Gíslason

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð um Varmárósa, Bringur og Helgufoss.

Hér fyrir neðan má nálgast fyrirlestra fundarins:

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá ársfundar náttúruverndarnefnda 2011

Föstudaginn 29. október 2010 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í Menntaskólanum í Borgarnesi, í boði Borgarbyggðar.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Hlutverk–staða–framtíðarsýn“.

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð, m. a. um fólkvanginn Einkunnir.

Hér fyrir neðan má nálgast fyrirlestra fundarins:

Föstudaginn 6. nóvember 2009 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í Turninum, Kópavogi, í boði Kópavogs.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Náttúruvernd og nýsköpun“.

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð, m. a. um friðuð svæði í Kópavogi.

Hér fyrir neðan má nálgast ávarp forstjóra og fyrirlestra fundarins:

Fimmtudaginn 8. maí 2008 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn að Hótel Héraði á Egilsstöðum, í boði Fljótsdalshéraðs.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Friðlýst svæði tákn eða tækifæri“.

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð að Vallanesi á Norður–Völlum, þar sem m.a. fer fram lífræn ræktun garðávaxta og grænmetis og síðan skoðað trjásafnið í Hallormsstaðaskógi. Sameiginlegur kvöldverður var að lokum í Gistihúsinu Egilsstöðum.

Hér fyrir neðan má nálgast ávarp umhverfisráðherra og nokkra af fyrirlestrum fundarins:

Föstudaginn 10. nóvember 2006 var ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda haldinn í Hafnarborg Hafnarfirði.

Umhverfisráðherra flutti ávarp, en síðan voru flutt ýmiskonar erindi sem aðallega var beint til nýrra meðlima náttúruverndarnefnda.
Í lok fundarins var farið í skoðunarferð um Krísuvík undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók höfðinglega á móti ráðstefnugestum í starfsmannahúsi við Kaldársselsveg.

Sameiginlegur kvöldverður var að lokum í Hellinum í Fjörukránni.

Hér fyrir neðan má nálgast ávarp umhverfisráðherra og nokkra af fyrirlestrum fundarins:

Fimmtudaginn 17. nóvember 2005 var ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda haldinn á Kjarvalsstöðum. Fundurinn stóð í einn dag og var mjög vel sóttur. Flutt voru fróðleg erindi og umræður voru fjörugar.

Í lok fundar skoðuðu gestirnir málverk Kjarvals undir leiðsögn Ólafar K. Sigurðardóttur og þáðu léttar veitingar.

Hér fyrir neðan má nálgast ávarp umhverfisráðherra og suma af fyrirlestrum fundarins:

Fundur með náttúruverndarnefndum sveitarfélaga þetta árið var haldinn í tengslum við fund Staðardagskrár, þannig að nefndarmönnum í báðum nefndum verði gefinn kostur á að sækja fundina.

Fyrirlestrar á fundinum voru meðal annars:

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira