Friðlýsingar

Undirbúningur

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að friðlýsa land hefst undirbúningur friðlýsingar og er það hlutverk Umhverfisstofnunar. Forsenda friðlýsingar er samkomulag við alla rétthafa viðkomandi landsvæðis, þ.e. sveitarfélag, landeigendur og ábúendur. Þegar um er að ræða friðlýsingu í hafi ber stofnuninni að leita samráðs við Hafrannsóknastofnun. Umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra staðfesta friðlýsingu í hafi.

Friðlýsingarferli

Umhverfisstofnun leggur fyrir landeigendur, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila tillögu að friðlýsingarskilmála. Tillagan er rædd á fundum með hagsmunaaðilum þar sem þeir gera athugasemdir eða koma með tillögur um breytingar. Í friðlýsingarskilmála skal koma fram markmið friðlýsingar, reglur sem á svæðinu skulu gilda og mörk verndarsvæðisins. Mikilvægt er að sátt náist um friðlýsingarskilmála milli landeigenda og Umhverfisstofnunar þannig að markmið friðlýsingarinnar nái fram að ganga. Sérstaklega skal fjallað um eftirfarandi atriði:

  • forsendur friðunar
  • umfang friðunar
  • takmarkanir framkvæmda
  • umferð og umferðarrétt almennings
  • notkun veiðiréttar

Þar sem forsenda friðunarinnar er einkum að vernda ákveðnar tegundir varpfugla þarf í flestum tilvikum að takmarka umferð um svæðið á varptíma fuglanna. Mörk verndarsvæðis þurfa alltaf að vera vel skilgreind og valin þannig að þau falli sem best að landslagi. Mikilvægt er að alls ekki fari á milli mála hvar mörk verndarsvæðisins liggja.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira