Skýrsla náttúruverndarnefnda

Náttúruverndarnefndir hafa lögbundnum hlutverkum að gegna samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Samkvæmt lögum skulu nefndirnar veita Umhverfisstofnun yfirlit yfir störf sín með skýrslu í lok hvers árs. Hér að neðan má sjá ítarupplýsingar um þau gögn sem þurfa að liggja fyrir í árslok.

  1. Ástand og framkvæmdir á friðlýstum svæðum: Upplýsingar um hvaða svæði eru friðlýst í sveitarfélaginu, hvort að farið hafi verið í úrbætur, t.d. í öryggismálum eða framkvæmdir á viðkomandi svæðum og tiltaka hverjar þær eru.
  2. Ólöglegar auglýsingar utan þéttbýlis: Upplýsingar um þær auglýsingar utan þéttbýlis sem kunna að brjóta í bága við 72. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Nánar hér ( Smelltu)
  3. Ólöglegur akstur utan vega og umgengni í óbyggðum: Upplýsingar um umfang ólöglegs aksturs utan vega í sveitarfélaginu og tillögur um úrbætur. Upplýsingar þar sem umgengni í óbyggðum er ábótavant). Nánar hér ( Smelltu)
  4. Almannaréttur og útivist í sveitarfélaginu: Upplýsingar um stöðu almannaréttar í sveitarfélaginu og hvort að möguleikar til útivistar hafi verið auknir. Nánar hér (Smelltu)
  5. Fræðsla á náttúruverndarsvæðum: Upplýsingar um hvort og hvaða upplýsingar eru veittar um og á náttúruverndarsvæðum í sveitarfélaginu.
  6. Staða svæða á náttúruminjaskrá: Upplýsingar um framkvæmdir á svæðum á náttúruminjaskrá og ástand verndargildis svæða á náttúruminjaskrá. Nánar hér (smelltu)
  7. Svæði sem njóta sérstakrar verndar: Upplýsingar um umfang skerðingar á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Nánar hér (smelltu)
  8. Rannsóknir og vöktun: Upplýsingar um rannsóknir á vöktun á friðlýstum svæðum.
  9. Framandi ágengar tegundir: Upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur gripið til til að sporna við útbreiðslu framandi ágengra tegunda, sér í lagi á friðlýstum svæðum, svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 67. gr. náttúruverndarlaga og fyrir ofan 400 m.y.s. Nánar hér (smelltu)
  10. Önnur mál; sem nefndin vill koma á framfæri.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira