Lífsferillinn

Þegar við kaupum nýja vöru úti í búð hugsum við yfirleitt ekki út í það að hún á að baki langt ferðalag áður en hún kemur til okkar og áhrifin á umhverfið geta verið umtalsverð.

Svanurinn lætur sig varða allan lífsferil vörunnar. Allt frá vali á hráefnum og þar til henni er fargað.

Við horfumst í augu við fjölmargar áskoranir í umhverfismálum, loftslagsbreytingar, ofnotkun auðlinda og losun eiturefna sem eru slæm bæði fyrir umhverfið og okkur sjálf. Öll eru þessi mál nátengd framleiðslu og neyslu. Neysla okkar eykst sífellt og veldur meira álagi á náttúruna og umhverfið.

Svanurinn lítur þó ekki á neyslu af hinu illa. Heimurinn er eins og hann er og munum þurfa að keyra, byggja hús og klæða okkur, í dag, á morgun og daginn þar á eftir.

Svanurinn leggur áherslu á að aðstoða bæði stóra og smáa til að gera sína neyslu umhverfisvænni þannig að hún hafi minni áhrif á umhverfi, dýralíf og á heilsu okkar sjálfra.

Svanurinn vill gera öllum auðveldara að velja það sem er betra fyrir umhverfið.

Jörðin færir okkur auðlindir sem við fáum úr meðal annars jarðvegi, skóginum, hafinu. Hvaða hráefni var notað í vöruna og hvaðan það er fengið er lykilatriði þegar meta á hvort vara sé betri fyrir umhverfið.

Hversu vel förum við með auðlindirnar? Getur náttúran jafnað sig eftir að við höfum náð í það sem okkur vantar? Geta dýrin í skóginum og mannfólkið sem býr þar í kring áfram haft  lífsviðurværi af skóginum, jafnvel þó að við nýtum auðlindir hans?

Jörðin er fjársjóður, fullur af orku og ganglegum auðlindum. En það er ekki hægt að ganga að þessum fjársjóð vísum um alla framtíð nema við hugsum vel um hann. Verður eitthvað að sækja þangað eftir 5 ár? eftir 50 ár? en hvað með eftir 250 ár?

Allt sem framleitt er hefur áhrif á umhverfið. Til að meta hvort að vara sé umhverfisvæn, er nauðsynlegt að vita hvernig hún er framleidd.

Mikil orka fer í að framleiða alla þá hluti sem okkur vanhagar um og langar í. Hvaðan kemur þessi orka? Getum við framleitt vöruna með minni orku?

Fer mikið af efnavöru  í framleiðsluna? Hvaða efni eru það og hvernig eru þau meðhöndluð? Hafa þessi efni áhrif á heilsu starfsfólks í verksmiðjunni? Er affallinu skolað út í ánna bak við verksmiðjuna, eða er það losað á viðunnandi hátt?

Er komið fram við starfsfólkið á mannsæmandi hátt?

Flutningar 

Varan er svo flutt til verslunarinnar þar sem þú gerir innkaup. Margar neytendavörur eru framleiddar langt í burtu og ótrúlegt magn hráefnis og tilbúinna vara er flutt hringinn í kring um hnöttinn.

Hver einasta vara er pökkuð inn. Oft eru umbúðirnar tvöfaldar með þéttiefni, krukka ofan í kassa sem vafin er í plast. Þessum kössum er raðað í stóra kassa, kössunum á bretti, brettunum er raðað í gám…og svo framvegis.

Hversu mikið af því sem flutt er milli landa eru vörur og hversu mikið er umbúðir eða loft? Flutningar eru orkufrekir og geta verið afar mengandi. Það skiptir því máli hvernig vörunni er pakkað inn þegar verið er að meta hversu umhverfisvæn hún er.
Umhverfisáhrifin þann tíma sem varan er í notkun má ekki gleymast. Það á að vera öruggt að nota vöruna.

Í henni eiga ekki að vera viðbætt efni eiturefni eða annað sem gufar upp í loftið sem þú andar að þér, eitthvað sem veldur sýkingu eða kemst á einhvern annan hátt inn í líkama þinn. Varan má ekki valda  veikindum, gæði vörunnar eiga að vera góð og hún á að endast vel.

Svanurinn skoðar notkunartímabil vörunnar mest út frá tengslum neytandans við vöruna, en hin tímabilin meira út frá áhrifum vörunnar á náttúruna.

Lífsferli vörunnar lýkur sem úrgangur. Það skiptir máli hvað verður um hana á endanum. Sumar vörur er hægt að endurvinna, sumar eru spilliefni og aðrar enda sem óflokkaður úrgangur á ruslahaugum.

Í okkar heimshluta fellur til gríðarlegt magn úrgangs sem aðeins heldur áfram að vaxa. Það skiptir máli hvað verður um vöruna þegar þarf að farga henni.

Er auðvelt að endurvinna alla vöruna eða hluta hennar? Brotnar hún hægt eða hratt niður? Losna eiturefni þegar varan brotnar niður eða er sett í brennslu?

Úrgangsfasinn, er endapunktur á lífsferli vörunnar. Ef um er að ræða vöru sem brotnar niður, til dæmis pappír eða tré fær jörðin til baka hluta af því sem við tókum í byrjun til að framleiða hana.
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira