Arctic Sea Farm, Dýrafirði

Arctic Sea Farm hf., áður Dýrfiskur hf., kt. 700807-0450 hefur starfsleyfi til framleiðslu á regnbogasilungi eða laxi í sjókvíum í Dýrafirði.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 28. febrúar 2029.

Eftirlitsskýrslur

Vottun

Mælingar og vöktun

Grænt bókhald

Útstreymisbókhald

Fréttir

Starfsleyfi gefið út fyrir Arctic Sea Farm hf. Dýrafirði

29. nóv. 2017

Ítarlegar kröfur gerðar um takmörkun á mengun og eftirlit og mælingar á starfstíma.
Meira...

Arctic Sea farm hf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

05. júlí 2017

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði í sveitarfélaginu Ísafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.
Meira...

Starfsleyfi gefið fyrir fiskeldi Dýrfisks hf. í Ísafjarðardjúpi

15. apr. 2015

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, við Snæfjallaströnd.
Meira...

Starfsleyfistillaga fyrir fiskeldi Dýrfisks hf. í Ísafjarðardjúpi

09. okt. 2014

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, við Snæfjallaströnd. Dýrfiskur hf. hóf eldi á regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði haustið 2009.
Meira...

Starfsleyfi fyrir fiskeldi í Dýrafirði

27. feb. 2013

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. í Dýrafirði. Um er að ræða starfsemi sem hefur verið rekin í firðinum í nokkur ár. Á þeim tíma var fyrirtækið með starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd og undir mengunarvarnaeftirliti frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir Dýrfisk

08. nóv. 2012

Dýrfiskur ehf. sækir um starfsleyfi til að framleiða árlega allt að 2000 tonn af regnbogasilungi og/eða laxi í Dýrafirði. Umsóknin er til komin vegna aukningar á fiskeldinu. Skipulagsstofnunar kvað þann úrskurð upp 2009 vegna fyrirspurnar á matsskyldu, að sjókvíaeldi á allt að 2.000 tonnum af regnbogasilungi og/eða laxi í Dýrafirði sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira