Umhverfismerkið Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður Norræna Umhverfismerkjanefndin að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk.  Svanurinn er merki af týpu I (ISO 14024) og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network.

Kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, meðal annars með því að:

  • uppfylla strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru.
  • tryggja að ekki séu notuð ofnæmisvaldandi ilmefni við framleiðslu á Svansmerktum hreinlætis– og snyrtivörum auk þess sem þekkt krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni eru algerlega bönnuð
  • herða kröfurnar reglulega og eru því Svansmerktar vörur og þjónusta í stöðugri þróun.
  • skoðaðir eru allir þættir lífsferils vörunnar þar sem efnainnihald og umhverfisáhrif hvers þáttar er metið.