Hreindýr

Umhverfisstofnun á Egilsstöðum

 

 • Tjarnarbraut 39B (við hliðina á FNA)
 • 700 Egilsstaðir
 • Sími: 591-2115
 • Netfang: joigutt@ust.is 

 

 

Á veiðitímabilinu geta leiðsögumenn og veiðimenn, ef þeir nauðsynlega þurfa, 
náð í starfsmann eftir skrifstofusíma til kl. 22:00 í GSM: 822-4027.

 

Fréttir

Hreindýrakvóti 2018

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1450 dýr á árinu, 1061 kú og 389 tarfa.Nánar ...

Útdráttur hreindýraveiðileyfa næsta laugardag

Útdráttur hreindýraveiðileyfa 2017 mun fara fram hjá Umhverfisstofnun næstkomandi laugardag, 25. febrúar kl 14.00 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Veiðimönnum er velkomið að fylgjast með á staðnum. Útdrátturinn verður sendur beint út á síðu Umhverfisstofnunar, ust.is.Nánar ...

Hreindýrakvóti 2017

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.Nánar ...

Veiðiupplýsingar

20. nóvember 2018

Nóvemberveiðum lokið, þær voru aðeins á svæði 8. Öll nóvemberleyfi náðust nema eitt.Nánar ...

18. nóvember 2018

Stefán Helgi með einn veiðimann. Fellt.Nánar ...

17. nóvember 2018

Alli Bróa með tvo veiðimenn, fellt við Jökulsá í Lóni.Nánar ...

Að sækja um hreindýraveiðileyfi

 

Umhverfisstofnunar auglýsir til sölu leyfi til hreindýraveiða á komandi veiðitíma árið 2019.


 

Umsóknafrestur er til og með 4. mars 2018.  Dregið verður um miðjan marsmánuð.

 

Aðeins er tekið við umsóknum um hreindýraleyfi rafrænt í gengum heimasvæði veiðikortahafa: Mínar síður. Dregið verður úr innsendum umsóknum ef umsóknir eru fleiri en leyfi.

 

Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 150.000 krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 86.000 kr.


 

Ekki er heimilt að fella hreinkálfa tímabilið 2019.

 

Veiðimenn sem fá úthlutað veiðileyfi í útdrættinum í febrúar þurfa að greiða veiðileyfið að fullu ekki síðar en 15. apríl.

Allar umsóknir verða að vera rafrænar og koma í gegnum heimasvæði viðkomandi veiðikorthafa.  Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti, bréflega eða í síma.

 

Nánari upplýsingar gefur starfsmaður Umhverfisstofnunar á netfanginun joigutt@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2115 mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 12:00

Umhverfisstofnun sér um sölu hreindýraveiðileyfa sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun tekur við umsóknum um hreindýraveiðileyfi frá janúar til og með 15. febrúar ár hvert, nema annað sé tekið fram og auglýst sérstaklega af Umhverfisstofnun.

 

Aðeins er tekið við umsóknum um hreindýraveiðileyfi rafrænt í gengum heimasvæði veiðikortahafa, þ.e. „Þjónustugáttin - Mínar síður“ á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Dregið verður úr innsendum umsóknum ef umsóknir eru fleiri en leyfi.

 

Allar umsóknir verða að vera rafrænar og koma í gegnum heimasvæði viðkomandi veiðikorthafa.  Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti, bréflega eða í síma.

 

Sótt er um í aðalval en einnig er hægt að sækja um veiðileyfi til vara á öðru svæði, um annað kyn eða hvort tveggja. Þá er hægt að sækja um eitt aukadýr. 

 

Til að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera veiðikorthafi, þ.e. hafa verið stofnaður í viðskiptamannaskrá veiðikorthafa. Veiðikort umsækjanda þarf aftur á móti ekki að vera í gildi þegar sótt er um veiðileyfi eða þegar dregið er úr umsóknum. Veiðikorthafi þarf að hafa heimild til hreindýraveiða á veiðikorti þegar dregið er úr umsóknum. Til að fá þá heimild á veiðikortið þarf viðkomandi að hafa skotvopnaleyfi með B-réttindum eða sambærileg réttindi. Upplýsingum um B-skotvopnaréttindi þarf að koma til Umhverfisstofnunar á heimasvæði viðkomandi veiðikorthafa á sama tíma og sótt er um hreindýraveiðileyfi. Nægilegt er að hengja skýra mynd af skotvopnaleyfi þar sem fram kemur að viðkomandi hafi B-réttindi við umsókn.

 

Að umsóknarfresti liðnum er farið yfir umsóknir og ógildum umsóknum vísað frá. Umsókn um hreindýraveiðileyfi getur t.d. talist ógild ef viðkomandi hefur ekki B-réttindi á skotvopnaleyfi eða ef kyn eða veiðisvæði er ekki tilgreint í aðalvali.

 

Þegar endanlegur umsóknarlisti liggur fyrir í gagnagrunni fá allar gildar umsóknir slembitölu frá 1-100.000. Sú aðgerð er framkvæmd af starfsmanni Umhverfisstofnunar að viðstöddum lögfræðingi Umhverfisstofnunar. Þessar slembitölur ráða því hvar í röð umsókn lendir. Í aðalvali fær lægsta slembitalan á hverju svæði fyrir sig fyrsta dýr.

 

Aðalval

 

Umsóknum er síðan raðað eftir slembitölunum á opnum fundi sem leitast er eftir að streyma á netinu. Þá er hverjum flokki raðað fyrir sig, þ.e. eftir svæði og kyni.

 

 • a. Ef umsóknir eru fleiri eru en dýr í boði í tilteknum flokki lenda þeir sem ekki fá dýri úthlutað í biðröð. Slembitölurnar ráða því hvar í biðröð viðkomandi lendir, þannig lendir sú umsókn sem hefur lægstu slembitöluna fremst í biðröðinni.
 • b. Ef umsóknir eru færri en dýr í boði í tilteknum flokki kemur til skoðunar á varavali umsækjenda, en varavali er ekki streymt á netinu.  

 

Að útdrætti loknum fá allir umsækjendur senda tilkynningu um hvort þeir hafi fengið hreindýraveiðileyfi eða ekki. Hafi viðkomandi ekki fengið hreindýraveiðileyfi fær hann í tilkynningunni upplýsingar um númer hvað í biðröð hann er. 

 

Gjald fyrir veiðileyfið skal greitt í einni greiðslu eigi síðar en 15.apríl. Greiði leyfishafi ekki fyrir lok dags 15.apríl er leyfi hans úthlutað til fyrsta umsækjanda á biðlista eða fyrsta manns á fimm skipta lista eftir atvikum (sjá neðar).

 

Varaval/annað val

 

Ef biðlisti klárast á tilteknu svæði er skoðað hvort einhverjir hafi sótt um hreindýraveiðileyfi fyrir viðkomandi kyni á viðkomandi svæði  í varaumsókn. Varaumsóknum verður úthlutað eftir reglum um fimmskipta lista (sjá að neðan) og eftir það ræður slembitala röðinni á varaumsóknunum í öfugri röð við aðalumsókn þannig að hæsta slembitala fær fyrsta dýr og svo í lækkandi röð.

 

Aukaval/þriðja val

 

Tæmist listi varaumsókna verður hreindýraveiðileyfum úthlutað eftir sömu reglum og varaumsókn. Að auki geta þeir sem velja dýr í aukavali eða þriðja vali fengið úthlutað aukadýri eftir því vali ef búið er að bjóða öllum sem ekki hafa fengið hreindýraveiðileyfi úthlutað.

 

Úthlutun veiðileyfa sem skilað er inn 

 

Hyggist veiðimaður ekki nýta veiðileyfi sem hann hefur að fullu greitt skal hann skila inn veiðileyfinu og endurgreiðir Umhverfisstofnun ¾ hluta gjaldsins takist Umhverfisstofnun að endurselja leyfið. Takist Umhverfisstofnun ekki að endurselja leyfið er gjaldið ekki endurgreitt nema sérstakar ástæður mæli með endurgreiðslu, en í slíkum aðstæðum er Umhverfisstofnun heimilt að endurgreiða gjaldið að fullu, sbr. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða með síðari breytingum.

 

Ef veiðileyfi er skilað inn er leitast við að úthluta því til fyrsta umsækjenda á biðlista eða á fimm skipta lista eftir atvikum. Veiðileyfum sem skilað er inn, er úthlutað eftir biðlista fram til 5. september varðandi tarfa og 10. september varðand kýr en eftir þann tíma áskilur Umhverfisstofnun sér rétt til að víkja frá biðlista og bjóða þeim veiðimönnum sem hafa tilkynnt stofnuninni sérstaklega að þeir séu reiðubúnir að kaupa hreindýraveiðileyfi allt til loka veiðitímabils. Unnt er að senda slíka tilkynningu á Þjónustugáttinni – Mínum síðum frá og með 1. júní. Umsækjendum sem tilkynna áhuga sinn á að kaupa hreindýraveiðileyfi fram á lokadag veiðitímabilsins er raðað upp samkvæmt þeirri slembitölu sem þeir fengu við úthlutunina í febrúar. 

 

Fimm skipta reglan 

 

Þar sem útdráttur hvers árs er óháður útdráttum fyrri ára getur sú staða komið upp að einstaklingar fái ekki dýr mörg ár í röð. Til að mæta því eru þeir einstaklingar sem ekki hafa fengið hreindýraveiðileyfi úthlutað í síðustu fimm skipti sem þeir hafa sótt um, teknir fram fyrir biðröð á því svæði sem þeir sóttu um veiðileyfi á. 

 

Framkvæmd 

 

 • Listi yfir þá sem ekki hafa fengið veiðileyfi úthlutað síðustu 5 umsóknir og sækja um er fenginn úr gagnagrunni og fjöldi einstaklinga á listanum birtur áður en dregið er. Talning byrjar árið 2003. 
 • Fái einstaklingur veiðileyfi úthlutað þegar veiðitímabil er hafið fellur hann af listanum að því gefnu að honum takist að fella dýr. Ef einstaklingur þiggur ekki úthlutun þegar veiðitímabil er hafið, eða ef viðkomandi tekst ekki að fella dýr helst hann áfram á listanum.
 • Þeir sem eru á listanum og hafa sótt um, verða í útdrætti jafnir öðrum og hafa því jafna möguleika á því að verða dregnir út. 
 • Þegar óstaðfestum eða innskiluðum veiðileyfum verður endurúthlutað verða þeir sem ekki fengu úthlutun 6. skiptið í röð í aðalútdrætti teknir fram fyrir biðröð á því svæði og kyni sem þeir sóttu um.
 • Ef til úthlutunar varadýra kemur verður skoðað hvort þeir sem á listanum eru hafi sótt um það kyn á því svæði sem varadýr og verða þeir teknir fram fyrir þann lista eftir sömu reglum og gilda um biðraðarúthlutun. 
 • Allar gildar umsóknir teljast með, óháð því hvort viðkomandi hafi sótt um árlega eða með hléum frá 2003. 
 • Ef fleiri en einn eru á sama svæði gengur sá fyrir sem hefur fleiri ár óúthlutað. 
 • Ef fleiri en einn eru á sama svæði með jafnmörg ár óúthlutað gengur sá fyrir sem lægri slembitölu hefur. 
 • Sæki veiðimaður sem er á listanum ekki um dýr helst hann á listann árið eftir.

 

Veiðisvæði - hreindýr

Mörk og númer veiðisvæða eru eftirfarandi eftir sveitarfélögum

 

Svæði 1. Fjallahreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur, Sauðaneshreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð.


Svæði 2. Fljótsdalshreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróarstunga, Fell, Vellir vestan Grímsár og Skriðdalur vestan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju.

 

Svæði 3. Borgarfjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs þ.e. Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá.

 

Svæði 4. Seyðisfjörður, Fljótsdalshérað að hluta, þ.e Vellir austan Grímsár, og Fjarðabyggð að hluta, þ.e Mjóifjörður.

 

Svæði 5.  Fjarðabyggð að hluta, þ.e Eskifjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður, út að sunna að landamerkjum Kofreyjustaðar.

 

Svæði 6. Breiðdalshreppur, hluti Fjarðarbyggðar, þ.e Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður, hluti Fljótsdalshrepps, þ.e Skriðdalur austan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju.

 

Svæði 7. Djúpavogshreppur, áður Beruneshreppur, Búlandshreppur og Geithellnahreppur.

 

Svæði 8. Hornafjörður, Lón og Nes - áður Bæjarhreppur og Nesjahreppur.

 

Svæði 9. Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit - áður Mýrahreppur og Borgarhafnarhreppur

 

Tafla sem sýnir stöðu biðlista þann 31. júlí 2018

Númerið er sá sem er næstur inn af biðlista viðkomandi svæðis.

 Svæði
 Kýr Kýr nóv.
Tarfar
 1

 91 varaumsókn


20
 2

83 varaumsókn

  19
 3

25

  4
 4

aukadýr

     20
 5 22
  3
 6 31   20
 7 1 varaumsókn  
33
 8

27 varaumsókn

20 
15
 9 aukadýr      7
 Svæði
 
Kvóti 
1. vika 21.júlí 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84
2
2 356
64   8
3 60
20
4 29
30
6
5 53
46

3
6 81
73
8
7 155
30
4
8 83(40)
22
 9 44
20
 Samt. 1061 389
31 felld
 Samt.   1450  
 Svæði
 
Kvóti 
2. vika 28.júlí 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84
3
2 356
64   11
3 60
20
1
4 29
30
7
5 53
46

7
6 81
73
16
7 155
30
4
8 83(40)
22
 9 44
20
 Samt. 1061 389
49 felld
 Samt.   1450  
 Svæði
 
Kvóti 
3. vika 4.ágúst 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 2
5
2 356
64 15  17
3 60
20 6
4
4 29
30
8
5 53
46
5
20
6 81
73
18
7 155
30 6
5
8 83(40)
22 2
1
 9 44
20
 Samt. 1061 389 36
78 felld
 Samt.   1450   114
 Svæði
 
Kvóti 
4. vika 11.ágúst 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 8
14
2 356
64 40  30
3 60
20 8
4
4 29
30 1
8
5 53
46
11
20
6 81
73 3
21
7 155
30 11
8
8 83(40)
22 2
3
 9 44
20 2
 Samt. 1061 389 86
108 felld
 Samt.   1450   194
 Svæði
 
Kvóti 
5. vika 18.ágúst 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 30
32
2 356
64 99  36
3 60
20 15
6
4 29
30 4
13
5 53
46
16
21
6 81
73 9
26
7 155
30 23
12
8 83(40)
22 5
5
 9 44
20 2
4
 Samt. 1061 389 203
155 felld
 Samt.   1450   358
 Svæði
 
Kvóti 
6. vika 25.ágúst 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 55
43
2 356
64 168 47
3 60
20 24
10
4 29
30 7
13
5 53
46
24
30
6 81
73 24
40
7 155
30 44
16
8 83(40)
22 9
7
 9 44
20 6
10
 Samt. 1061 389 361
216 felld
 Samt.   1450   577
 Svæði
 
Kvóti 
7. vika 1.sept 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 91
61
2 356
64 227 53
3 60
20 29
15
4 29
30 11
16
5 53
46
34
37
6 81
73 39
51
7 155
30 66
23
8 83(40)
22 11
16
 9 44
20 6
10
 Samt. 1061 389 514
282 felld
 Samt.   1450   796
 Svæði
 
Kvóti 
8. vika 8.sept 2018
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
1

200

84 139
73
2 356
64 287 60
3 60
20 36
19
4 29
30 18
22
5 53
46
40
42
6 81
73 48
51
7 155
30 93
26
8 83(40)
22 17
18
 9 44
20 15
14
 Samt. 1061 389 693
332 felld
 Samt.   1450   1025

*Tölur í sviga eru nóvemberleyfi af heild.

Staða veiða 2017

Staða veiða 2016

Staða veiða 2015

Staða veiða 2014

Verkleg skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Samkvæmt breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð 424/2012 er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.

Próf eru hafin víðsvegar um landið og alls hafa 22 framkvæmdaraðilar tilnefnt 74 prófdómara. Allt stefnir því í að öll skotfélög landsins sem hafa yfir aðstöðu að ráða bjóði upp á skotpróf.

Helstu verklagsreglur skotprófsins

Helstu atriði sem veiðimaður þarf að vita áður en haldið er í prófið

Hér á eftir er umfjöllun um skotprófið sem varðar það helsta sem próftaki þarf að hafa í huga þegar haldið er í próf.

Áður en haldið er í prófið þarftu að gera eftirfarandi:

 • Kynna þér hvar boðið er upp á að fara í skotpróf og ef þarf – að skrá þig í próf hjá viðkomandi framkvæmdaraðila (skotfélagi) með því að gefa upp nafn og heimilisfang. Flestir framkvæmdaraðilar koma til með að bjóða upp á sérstaka æfingatíma fyrir prófið. Kynntu þér fyrirkomulagið á þeim stað sem þú ætlar að fara í próf. Mjög ráðlegt er að vera búinn að æfa sig áður en haldið er í prófið og hægt er að nota til þess æfingaskífuna sem hægt er að prenta út. Skjal með æfingaskífunni (PDF 104 KB).
 • Greiða þarf skotprófsgjaldið til framkvæmdaraðila. Í flestum tilfellum er það greitt á staðnum áður en prófið hefst. Gjaldið er kr. 4.500,-
 • Kannaðu hvort skotvopnaleyfið sé í gildi. Prófdómari kannar hvort riffillinn og raðnúmer hans sé tilgreint í skotvopnaleyfinu. Ef um lánsvopn er að ræða þarf að framvísa lánsheimild sem er í gildi og hafa í huga að einungis má halda til veiða með þeim riffli. Reglur um lánsheimildir er að finna í 36. gr. reglugerðar 787/1998.

Áður en prófið er tekið á staðnum þarftu að:

 • Framvísa persónuskilríkjum (vegabréf eða ökuskírteini) og kvittun fyrir greiðslu prófgjalds.
 • Sýna prófdómara riffilinn ásamt skotvopnaskírteini. Einnig þarf að sýna skotfærin sem ætlunin er að nota. Ef ætlunin er að nota hjálpartæki (bakpoka, ól, staf eða tvífót) þarf að sýna prófdómaranum hvað í því felst. Riffillinn og skotfærin þurfa að uppfylla skilyrði til hreindýraveiða hvað varðar kúlugerð og slagkraft og þú mátt eingöngu mæta í prófið með þann riffil sem þú hyggst fara með á hreindýraveiðar.

Um sjálft skotprófið

Prófdómarinn fer yfir helstu atriði varðandi framkvæmdina á prófinu við upphaf prófsins. Hafðu í huga að prófið hefur tvennan tilgang. Annar er sá að kanna hvort þú búir yfir þeirri hittni sem krafist er og hinn að kanna hvort þú kunnir að meðhöndla skotvopn á ábyrgan hátt. Leyfilegt er að nota öll þau hjálpartæki sem þykir eðlilegt að hafa meðferðis á veiðar s.s. bakpoka, veiðistól, skotstaf til stuðnings, ól sem fest er í handlegg eða tvífót. Áður en prófið hefst sýnirðu prófdómaranum þau hjálpartæki sem þú hyggst nota við prófið og hann hefur síðasta orðið um það hvort heimilt er að nota það sem þú sýnir honum.

Þú mátt skjóta úr þeirri skotstellingu sem þú vilt en mátt ekki leggja riffilinn við fast undirlag. Afturskeftið má einungis snerta skyttuna, ekki jörðina eða annað fast undirlag. Skotstaðurinn er jörðin sjálf sem getur t.d. verið gras, möl eða annað undirlag og heimilt er að liggja á mottu ef þurfa þykir. Ekki er skotið sitjandi frá borði og þú átt að nota heyrnahlífar eða tappa. Ekki má nota sérstakan sjónauka til þess að skoða ákomu skota eftir að próf hefst.

Skotið er á 100 m færi og þú átt að skjóta fimm skotum á innan við fimm mínútum. Öll skotin eiga að snerta eða hafna innan í hrings á skotskífunni sem er 14 sm að þvermáli. Prófið hefst á því að prófdómarinn segir þér frá helstu reglum sem gilda um framkvæmd prófsins og að hans ábendingu kemurðu þér fyrir á skotstaðnum og yfirgefur hann ekki nema hafa heimild frá prófdómaranum til þess. Prófdómarinn gefur þér merki þegar tímatakan hefst og þá fyrst máttu setja skot í skotgeyminn á rifflinum. Ef um lausann skotgeymi er að ræða máttu ekki setja skot í hann fyrr en tímatakan hefst. Hlaðinn skotgeymir telst hlaðið skotvopn.

Ef eitthvað óvænt gerist eftir að tímataka hefst áttu möguleika á að leysa úr því ef það er innan tímamarkana. Ef það misferst að hlaða skotgeyminn rétt þarftu að leysa úr því innan tímamarkana. Ef skot hleypur ekki af þegar tekið er í gikkinn áttu undantekningalaust að gefa prófdómaranum merki og mátt ekki opna lásinn fyrr en 20 sek eru liðnar. Að þeim liðnum máttu opna lásinn og kanna orsökina. Próftíminn er ekki lengdur ef þú lendir í vandræðum með riffilinn. Tímatöku er hætt þegar þú ert búinn að skjóta fimmta skotinu. Ef þú ert búinn að stunda skotæfingar með rifflinum ætti ekkert óvænt að koma upp í prófinu.

Hafðu í huga að prófinu er ekki lokið fyrr en þú ásamt prófdómaranum eruð búnir að sækja skotskífuna og ganga til baka yfir próflínuna. Þá fyrst mun prófdómarinn gefa þér til kynna að prófinu sé lokið og hvort þú hafir staðist eða ekki. Þú þarft ávallt að hafa í huga að prófið snýst bæði um hittni og öryggisreglur.

Öryggisreglur skotprófsins

Hægt er að falla á skotprófinu sé ekki farið nákvæmlega eftir öryggisreglum. Hluti af því er að ganga til og frá skotstað með óhlaðið skotvopn.
 • Ef um boltalás er að ræða hefurðu lásinn opinn eða tekur boltann úr rifflinum á meðan þú kemur þér fyrir. Lásnum á ekki að loka fyrr en prófdómari hefur gefið merki um að tímataka sé hafin og leyfilegt er að hlaða riffilinn.
 • Ef þú skiptir um skotstellingu eftir að próf hefst þarf lásinn að vera opinn.
 • Þegar þú ert búinn að skjóta áttu að fullvissa þig um að skotgeymirinn og skothúsið séu tóm.
 • Prófdómari staðfestir með skoðun á skothúsi og skotgeymi að riffillinn sé ekki hlaðinn og að því búnu má ganga með riffilinn að skotskífunni í fylgd prófdómarans. Lás riffilsins skal vera opinn eða bolti tekinn úr á meðan.
 • Riffilinn á ávallt að meðhöndla þannig að hlaupinu er aldrei beint í láréttri stefnu nema þegar því er beint að skotskífunum. Ef gengið er með riffilinn í láréttri stöðu telst prófið fallið.
 • Þú átt ávallt að meðhöndla skotvopnið á ábyrgan hátt og umgangast það eins og það væri hlaðið. Meðhöndlunin á ávallt að vera þannig að prófdómarinn sé ekki í vafa um hvað þú ert að gera.

Ef öryggisreglurnar eru ekki virtar telst prófið fallið óháð því hversu vel skotfimin sjálf gekk. Þér er ekki heimilt að taka skotskífuna með þér að loknu prófi þar sem prófdómarinn heldur henni, en velkomið er að taka ljósmynd af skífunni til minningar um niðurstöðuna.

 

Ef svo fer að þú nærð ekki prófinu hefurðu möguleika á tveimur tilraunum til viðbótar en þarft að greiða prófgjald fyrir hvert tekið próf. Heimilt er að endurtaka prófið samdægurs ef þess er óskað en hafa ber í huga að ef til vill er ráðlegt að æfa sig betur og kynnast rifflinum vel áður en reynt er aftur við prófið, allt eftir því hvað þú treystir þér til að gera. Æfingin skapar meistarann.

 

Gangi þér vel.

 

Framkvæmdaraðilar  
Skaust  Skotfélag Vestmannaeyja
Skotdeild Keflavíkur  Skotfélagið Dreki
Skotfélag Akureyrar  Skotfélagið Markmið Grindavík
Skotfélag Hólmavíkur  Skotfélagið Ósmann
Skotfélag Húsavíkur  Skotíþróttafélag Ísafjarðar
Skotfélag Kópavogs  Skotíþróttafélag Suðurlands
Skotfélag Ólafsfjarðar  Skotíþróttafélag Vestfjarða
Skotfélag Reykjavíkur  Skotreyn
Skyttur Rangárvallasýslu  Skotfélag Patreksfjarðar
Skotfélag Vesturlands
 Skotmenn Djúpavogs
Skotfélag Hornafjarðar
 Skotfélag Akraness
Skotfélagið Markviss  

Tengt efni

Uppfært 14. janúar 2013

 Svæði
 
Umsóknir 2018
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
221
477
200
84
 2 440
362 356 64
 3 85
95 60 20
 4 27 59 29 30
 5 99
190
53
46
 6 116
422 81
73
 7 211 142 155 30
 8 122(78) 56 83(43) 22
 9. 16 36
44
20
Samt. 1337 1839 1061 389
Samt.   3176   1450

 

 

 Svæði
 
Umsóknir 2017
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
217
427
195
65
 2 362
391 271 64
 3 67
158 50 30
 4 32 76
21 20
 5 73
205
47
49
 6 100
450 83
73
 7 249 248 155 50
 8 127(73) 57 90(40) 30
 9. 18 44
10
12
Samt. 1245 2056 848 393
Samt.   3301   1315

 

 

 Svæði
 
Umsóknir 2014 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
193 431 88 96
 2 243 382 64 70
 3 40 153 40 37
 4 19 56 11 24
 5 94 199 40 43
 6 76 457 66 95
 7 368 645 245 185
 8 71 86 68 45
 9. 53 36 35 25
Samt. 1157 2445 657 620    
Samt.   3602   1277

  


 Svæði
 
Umsóknir 2011 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
912 1050 319 194
 3 103 142 25 
36
 4 34 96 5 21
 5 226 173 40 30
 6 61 164 26 35
 7 355 412 110 65
 8 146 101 47 30
 9. 46 29 8 10
Samt. 1883 2167 580 421
Samt.   4050   1001 

  


 Svæði
 
Umsóknir 2008 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
912 749 491 316
 3 79 43 35 
10
 4 50 49 23 19
 5 201 151 68 55
 6 0 117 0 35
 7 162 250 60 70
 8 83 76 38 53
 9. 73 43 35 25
Samt. 1560 1478 750 583
Samt.   3038   1333 

  


 Svæði
 
Umsóknir 2005 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
499 304 183 179
 3 58 71 17 
27
 4 41 16 30 5
 5 137 90 40 55
 6 90 68 26 38
 7 78 106 27 39
 8 37 28 33 27
 9. 14 22 52 22
Samt. 954 705 408 392
Samt.   1659   800 
 Svæði
 
Umsóknir 2016
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
180
417
190
65
 2 241 393 90 60
 3 55
159 40 40
 4 25 97
28 26
 5 82
186
30
41
 6 109
402 90
80
 7 285 332 260 95
 8 74 76 80 30
 9. 53 43
45
15
Samt. 1104 2105 848 452
Samt.   3209   1300

 

 

 Svæði
 
Umsóknir 2013 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
198 453 84 104
 2 330 378  56 66
 3 62 128 45 35
 4 23 72 13 24
 5 91 195 25 43
 6 100 361 66 85
 7 388 631 241 184
 8 73 62 68 45
 9. 34 31 25 20
Samt. 1299 2311 623 606
Samt.   3610   1229 

  


 Svæði
 
Umsóknir 2010 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
1071 794 
455 
187 
 3 95 128 
40 
30 
 4 59 39 27 13
 5 229 196 90 40
 6 43 134 18 29
 7 315 327 110 65
 8 152 122 91 35
 9. 66 34 29 13
 Samt. 2030 1774 860 412
 Samt.   3804   1272 

  


 Svæði
 
Umsóknir 2007
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
781 664 384 361
 3 104 47 30 
5
 4 43 37 18 14
 5 176 136 55 45
 6 0 105 0 30
 7 161 237 40 60
 8 63 62 25 35
 9. 80 32 25 10
Samt. 1408 1320 577 560
Samt.   2728   1137 

 


 Svæði
 
Umsóknir 2004 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
387 171 183 169
 3 27 43 22 
18
 4 26 30 45 34
 5 91 45 40 40
 6 67 35 32 32
 7 61 94 30 30
 8 19 21 30 30
 9. 16 17 50 15
Samt. 694 456 432 368
Samt.   1158   800 
 Svæði
 
Umsóknir 2015
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1
203
523
151
98
 2 217 355 64 70
 3 63
149 48 30
 4 18 71
21 24
 5 80
203
35
43
 6 84
473 75
100
 7 306(27) 665 260(60) 190
 8 79(21) 81 68(38) 45
 9. 54(30) 49
60(40)
30
Samt. 1104(78) 2569 782(138) 630    
Samt.   3673   1412

Tölur í sviga eru nóvemberleyfi

af heild.


 Svæði
 
Umsóknir 2012 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
964 1174 291 169
 3 79 223 30 
45
 4 34 82 10 21
 5 177 170 35 28
 6 90 255 30 46
 7 329 458 120 67
 8 108 68 47 25
 9. 56 60 25 20
Samt. 1837 2490 588 421
Samt.   4327   1009 
 
 Svæði
 
Umsóknir 2009 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
1014 631 547 200
 3 115 77 40 
20
 4 37 44 27 13
 5 240 160 83 40
 6 43 106 10 25
 7 264 263 100 60
 8 107 58 91 35
 9. 65 35 27 15
Samt. 1885 1375 925 408
Samt.   3260   1333 

  


 Svæði
 
Umsóknir 2006 
 Kvóti
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
563 395 291 269
 3 59 75 20 
24
 4 41 0 19 0
 5 132 143 30 50
 6 52 96 11 38
 7 99 164 32 60
 8 44 52 20 20
 9. 43 30 21 14
Samt. 1033 955 434 475
Samt.   1988   909 
Hreindýraleyfi - smelltu hér
Leiðsögumenn - smelltu hér
Veiðiupplýsingar - smelltu hér
Uppskriftir - smelltu hér
HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1