Heilnæmt umhverfi

Við viljum skapa heilnæmt umhverfi fyrir alla og lágmarka áhrif skaðlegra efna á lífríki og heilsu manna. Tryggja að á markaði séu ekki efni eða vörur sem innihalda skaðleg efni. Við stuðlum að því að framleiðendur séu meðvitaðir um skyldur sínar og almenningur upplýstur um rétt sinn. Við vinnum að bættri hollustuvernd með samræmingu og í samstarfi við heilbrigðisnefndir.

Markmið

 • Heilnæmara umhverfi með skýrari reglum og færri undanþágum
 • Dregið verði úr notkun hættulegra efna
 • Koma ábyrgum upplýsingum um efni í vörum til almennings
 • Framleiðendur og innflytjendur uppfylli skyldur sínar með ábyrgum hætti
Graf sem sýnir útstreymi HCB á Íslandi árin 1990 til 2010

Hvað gerum við?

Við fylgjum eftir reglum um efni, efnablöndur og efni í hlutum. Við veitum markaðsleyfi fyrir varnarefni. Stuðlum að samræmingu heilbrigðiseftirlits, veitum umsagnir og leiðbeiningar um hollustu­hætti. Við upplýsum neytendur um hvernig þeir velja vörur án efna sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu manna.

Árangursvísar

 • Innflutningur hættulegra efna 
 • Fjöldi útgefinna markaðsleyfa fyrir varnarefni 
 • Fjöldi umsagna um undanþágur
 • Útstreymi HCB-efna

2013

 • Kynning á nýjum reglum um flokkun, merkingu og öryggisblöð
 • Eftirfylgni með kortlagningu hávaða á vegum og í þéttbýli

2014

 • Eftirlitsáætlun fyrir efnaeftirlit
 • Kynningarátak um rétt neytenda til upplýsinga um hættuleg efni í vörum

2015

 • Uppfærsla á vefefni um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit
 • Aðgerðaáætlun til að draga úr notkun varnarefna

2016

 • Gagnagrunnur um innflutning og notkun hættulegra efna
 • Leiðbeiningar og viðmið fyrir inniloft

2017

 • Könnun á þekkingu almennings á nýjum hættumerkjum
 • Handbók um hollustuhætti fyrir eftirlitsaðila
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira