Leiðbeiningar - Mínar síður

Um Þjónustugáttina 

Gáttin er ætluð fólki, fyrirtækjum eða öðrum stofnunum. Hægt er að sækja alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði, s.s. leyfisumsóknir eða aðgang að gögnum. 

Gáttinni er ætlað að auka aðgengi viðskiptavina að þjónustu Umhverfisstofnunar og flýta afgreiðslu mála. Notendur geta fylgst með sínum málum og fylgt þeim eftir með athugasemdum og/eða fylgigögnum. 

Nýskráning 

Á forsíðu Þjónustugáttarinnar má sjá tvo tengla sem vísa á nýskráningu. Annarsvegar bláan hnapp til vinstri og hins vegar nýskráningarhnapp efst hægra megin. Báðir hnapparnir vísa á auðkenningarsíðuna island.is þar sem er hægt að skrá sig inn og/eða búa til nýja aðgang.

Innskráning 

Hægt er að skrá sig inn með því að smella á fyrrnefnda nýskráningarhnappa. Sama tengil má finna undir innskráningarhnappnum efst á síðunni.

Umsóknir

Þegar notandi er innskráður finnur hann umsóknir sínar undir tenglinum Umsóknir efst. Þar er umsóknum skipt eftir flokkum. Umsóknir geta verið mislangar, sumar ítarlegri en aðrar og krefjast fylgiskjala. Til að auðvelda útfyllingu lengri eyðublaða er hægt að vista og koma aftur að eyðublaðinu síðar. Þegar allt er tilbúið er hægt að smella á senda. Athugið að hægt er að bæta við fylgiskjölum síðar, sjá nánar Mín mál.

Eyða umsóknum

Það er ekki hægt að eyða sendum eyðiblöðum gegnum Þjónustugáttina en hægt er að hafa samband við Umhverfisstofnun og láta vita ef hætt er við umsóknarferli. Einnig er hægt að setja inn athugasemd við hvert mál fyrir sig, sjá nánar Mín mál.

Innhólf 

Hér koma allar tilkynningar um gang mála.

Mín mál 

Undir mínum málum er hægt að bæta við athugasemdum og fylgiskjölum við hvert það mál sem er í vinnslu.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira