Hreint loft og takmörkun gróðurhúsaáhrifa

Við viljum hreint loft hvar sem er á landinu. Loftgæði verða að standast kröfur á landsvísu og alþjóðamælikvarða. Íslendingar eiga að uppfylla alþjóðlegar skyldur sínar í loftslagsmálum. Upplýsingar um loftgæði og loftslagsmál verða aðgengi­legar öllum.

Markmið

 • Loftgæði séu góð og standist þær kröfur sem gerðar eru
 • Losun gróðurhúsalofttegunda verði í samræmi við skuldbindingar Íslands
 • Almenningur og stjórnvöld séu upplýst um stöðu og horfur í loftgæðum og loftslagsmálum
Graf sem sýnir losun gróðurhúsalofttegunda árin 1990 til 2010

Hvað gerum við?

Við vöktum loftgæði, skráum og birtum upplýsingar um losun efna í andrúmsloftið (losunarbókhald). Sinnum eftirliti með losun gróðurhúsalofttegunda hjá stóriðju og flugi. Við sjáum um viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS).

Árangursvísar

2013

 • Könnun um loftgæði
 • Vefsíða um loftslagsmál

2014

 • Loftgæðaupplýsingar á vefkorti í rauntíma
 • Heildstætt bók­hald um efnalosun í andrúmsloft

2015

 • Aðgerðaáætlun loftmengunarefna
 • Endurskoðuð landsáætlun loftgæða

2016

 • Fjölgun loftgæða­mælistöðva
 • Spá um losun gróðurhúsa­lofttegunda

2017

 • Úttekt á áhrifum ETS kerfisins
 • Könnun um loftgæði
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira