Grænt samfélag

Við viljum taka skref í átt að grænu samfélagi með áherslu á græna nýsköpun. Auka þarf vistvæn innkaup hjá stofnunum og fyrirtækjum og hlut umhverfismerktrar vöru í innkaupum almennings. Við upplýsum almenning og fyrirtæki um leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Við viljum auka vitund almennings um tengsl lýðheilsu og útivistar. Við veitum upplýsingar til almennings um ástand umhverfisins.

Markmið

 • upplýsingar til almennings á mannamáli
 • stuðla að grænna hagkerfi með upplýsingagjöf og leiðsögn
 • auka græna hugsun í samgöngumálum
 • stuðla að sjálfbærri framleiðslu og neyslu
 • tryggja rétt almennings í íslenskri náttúru
Graf sem sýnir fjölda svansleyfa frá 1996 til 2012

Hvað gerum við?

Við veitum upplýsingar um umhverfismál til almennings og fyrirtækja. Styðjum við vistvæn innkaup opinberra aðila. Við veitum Svansleyfi og söfnum grænu bókhaldi frá aðilum undir eftirliti.

Árangursvísar

2013

 • Kynningarátak um betri nýtingu lífræns úrgangs
 • Kynning á Svaninum fyrir dagvöruverslanir

2014

 • Koma á innkaupa­klúbbi Svansins
 • Gerð kynningar­efnis um hvernig stofnanir geta náð árangri í grænum rekstri

2015

 • Kynningarefni um kosti hagrænna hvata fyrir viðskiptavini okkar
 • Leiðbeiningar fyrir lítil fyrirtæki um vottunarkerfin EMAS og ISO 14001

2016

 • Útbúa kynningarefni fyrir sveitarfélög um kosti fjölgunar fólkvanga

2017

 • Útbúa áætlun um uppbyggingu innviða á ákveðnum friðlýstum svæðum með áherslu á lýðheilsu  og fjölskyldu­vænar aðstæður
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira