Verndun náttúru og líffræðilegrar fjölbreytni

Við verndum lífríki og jarðminjar fyrir komandi kynslóðir. Við viljum koma á neti verndarsvæða og vinna að gerð verndaráætlana fyrir friðlýst svæði á landinu. Eftirlit og umsjón með friðlýstum svæðum verður eflt. Hefta þarf útbreiðslu framandi ágengra tegunda.

Markmið

 • Hefta útbreiðslu minks, 
 • Skógarkerfils og lúpínu
 • Bætt stjórnun refaveiða
 • Tryggja að erfðabreyttar lífverur dreifist ekki í náttúrunni
 • Koma á neti verndarsvæða
 • Verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði
 • Stýring álags á náttúru vegna ferðamanna
 • Auka eftirlit, vöktun og umsjón með friðlýstum svæðum
Graf sem sýnir arnaróðul í ábúð frá 1870 til 2012

Hvað gerum við?

Við rekum starfsstöðvar víða um land, m.a. á friðlýstum svæðum. Við veitum leiðbeiningar og höfum eftirlit með friðlýstum svæðum. Sinnum landvörslu og verndarráðstöfunum og höfum umsjón með sjálfboðaliðum í náttúruvernd. Veitum leyfi til framkvæmda, rannsókna og myndatöku á friðlýstum svæðum. Við vinnum að friðlýsingu svæða og tegunda. 

Árangursvísar

2013

 • Aðgerðaáætlun til að hefta úrbreiðslu minks, skógarkerfils og lúpínu
 • Upplýsingum um refaveiðar safnað

2014

 • Aukning í landvörslu
 • Verndaráætlanir fyrir 20 friðlýst svæði

2015

 • Gagnagrunnur um verklag við framkvæmdir á friðlýstum svæðum
 • Uppræting lúpínu á sex svæðum

2016

 • Verndaráætlanir fyrir 40 friðlýst svæði
 • Jarðminjasvæði friðlýst

2017

 • Fullnægjandi upplýsingar um refaveiðar liggja fyrir
 • Friðlýst svæði undir álagi vegna ferðamennsku allt árið eru með landvörslu
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira