Sjálfbær nýting auðlinda

Við viljum stuðla að sjálfbærri og skilvirkri nýtingu auðlinda, s.s. hráefna, jarðefna, villtra dýrastofna, orku og ferðamannastaða. Draga þarf úr myndun úrgangs og efla  úrgangsstjórnun með aukinni flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu enda er úrgangur verðmætt hráefni. Við viljum draga úr neikvæðum áhrifum úrgangs á umhverfi og heilsu manna.

Markmið

 • Efla og bæta úrgangsstjórnun
 • Draga úr myndun úrgangs
 • Gera veiðistjórnun skilvirkari
 • Auka vitund um mikilvægi skilvirkrar nýtingar hráefna
 • Auka eftirlit með hreindýraveiðum
Graf sem sýnir heildarmagn úrgangs per íbúa frá 1995 til 2010

Hvað gerum við?

Við gefum út starfsleyfi og höfum eftirlit með förgunarstöðum úrgangs og meðhöndlun spilliefna. Við höldum utan um gögn um magn úrgangs og vinnum tillögu að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Við samþykkjum tilkynningar um innflutning, útflutning og umflutning úrgangs. Við veitum ráðleggingar um veiðistjórnun og höfum eftirlit með hreindýraveiðum. Við söfnum, geymum og birtum veiðitölur. Einnig tökum við saman upplýsingar um notkun á auðlindum og miðlum.

Árangursvísar

2013

 • Fræðslufundir fyrir hagsmunaaðila um úrgangsstjórnun
 • Aukið fjármagn í eftirlit með hreindýraveiðum

2014

 • Árlegir fræðslufundir um úrgangsstjórnun
 • Rafræn veiðidagbók

2015

 • Tillaga að áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs

2016

 • Veiðidagbók fyrir farsíma og fartölvur
 • Rafrænn skilagrunnur fyrir úrgangsgögn

2017

 • Heildstætt kerfi fyrir auðlindabókhald
 • Eftirlit með hreindýraveiðum á öllum svæðum yfir veiðitímann
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira