Náttúra fiskirækt ehf.

  Náttúra fiskirækt ehf. hefur leyfi fyrir árlegri framleiðslu 1.200 tonna af bleikju. Einnig er rekstraraðila heimilt að reka á staðnum sláturhús til eigin nota á eldisstað.

  Helstu umhverfiskröfur

  Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 31. desember 2029.

  Fréttir

  Starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf.

  16. maí 2014

  Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir fiskeldið á tímabilinu 12. desember 2013 til 6. febrúar 2014.
  Meira...

  Starfsleyfistillaga fyrir Náttúru fiskirækt ehf.

  12. des. 2013

  Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf. í Þorlákshöfn. Samkvæmt tillögunni verður félaginu heimilt að reka fiskeldisstöð að Laxabraut 5, Þorlákshöfn. Heimilt verður að framleiða í stöðinni allt að 1.200 tonn af bleikju á ári. Einnig verður heimilt að reka sláturhús til eigin nota á eldisstað. Í fiskeldinu er notað vatn úr borholum á staðnum og frá stöðinni rennur frárennslisvatn til sjávar.
  Meira...

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira