Samþætting og eftirfylgni

Við viljum tryggja bætta framkvæmd laga og reglna á umhverfissviði með markvissara eftirliti og eftirfylgni. Áhersla verður á samvinnu við hagsmunaaðila og bætta þjónustu.  Jákvæðar og hvetjandi aðgerðir notaðar til að fá atvinnulíf og sveitarfélög til að sinna sínum skyldum af ábyrgð.  Beitum okkur fyrir samþættingu umhverfissjónarmiða í öllum geirum samfélagsins. Höldum á lofti hagsmunum umhverfis og náttúru við opinbera stefnumótun.

Markmið

 • Skýra hlutverk og samþættingu við samstarfaðila
 • Bæta framkvæmd reglna og umbóta
 • Auka rafræna stjórnsýslu
 • Bæta eftirlit með atvinnurekstri ásamt markvissri eftirfylgni
 • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjagerðar
 • Samræma eftirfylgni reglna um náttúruvernd við aðferðir á sviði mengunarvarna
Graf sem sýnir fjölda áminninga í kjölfar eftirlits frá 2003 til 2012

Hvað gerum við?

Við höfum eftirlit með mengandi starfsemi og gætum þess að mengun sé innan gildandi marka. Við veitum rafræna þjónustu til fyrirtækja og opinberra aðila. Við eigum í samstarfi á sviði umhverfismála við fjölmarga aðila.

Árangursvísar

2013

 • Skýrir verkferlar til að bregðast við brotum á náttúruverndar- og villidýralögum
 • Gjaldskrá fyrir leyfi og eftirlit endurspegli raunkostnað í samræmi við mengunarbótareglu

2014

 • Samræmdur gagnagrunnur fyrir eftirlit tiltækur fyrir heilbrigðisnefndir
 • Kerfisbundin sýnataka vegna mengunareftirlits á vegum Umhverfisstofnunar

2015

 • Bætt samþætting við undirbúning matsskyldrar starfsemi
 • Allar reglugerðir og verkefni tengd ákveðnum ábyrgðaraðila

2016

 • Gagnagrunnur/vefgátt fyrir umsóknir til Umhverfisstofnunar (þ.m.t. starfsleyfi)

2017

 • Setja leyfi og eftirlitsskýrslur með framkvæmdum á friðlýstum svæðum á heimasíðu
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira