Leiðandi stofnun

Við viljum starfa í öflugri stofnun þar sem skipulag, þekking, tæki og tól eru til staðar til að veita landsmönnum góða þjónustu. Við stuðlum að því að vera eftirsóttur vinnustaður sem við erum stolt af og erum fremst á okkar sviði. Við notum gagnsæ og öguð vinnubrögð og leggjum áherslu á að vinna með fólki.

Markmið

 • Fræða og miðla bestu upplýsingum
 • Stýra og hvetja í aðgerðum til árangurs
 • Efla samráð og veita góða þjónustu
 • Skipuleggja þekkingu, stjórntæki og verkfæri
 • Vera til fyrirmyndar í umhverfismálum
Skífurit sem sýnir skiptingu úrgangs frá Umhverfisstofnun

Hvað gerum við?

Við veitum upplýsingar til almennings og framúrskarandi þjónustu. Við viljum góða samvinnu og samráð við samstarfsaðila okkar.  Gætum ráðdeildar við nýtingu fjármagns og tryggjum að sem mest fáist fyrir það sem við höfum til umráða. Störfum í samræmi við virkt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi. Gerum skýrar áætlanir sem eru öllum skiljanlegar og gerum grein fyrir árangri okkar.

Árangursvísar

 • Málshraði
 • Hlutfall lokinna verkefna á ársáætlun
 • Hlutfall flokkaðs úrgangs
 • Kynjahlutföll
 • Pappírsnotkun
 • Starfsánægjukönnun
 • Tölfræði um símenntun
 • Ímynd Umhverfis­stofnunar meðal almennings

2013

 • Umgjörð fyrir samstarf við hagsmunaaðila
 • Árlegir samráðsfundir með atvinnulífi og umhverfis­­verndar­samtökum
 • Ný fræðslu- og upplýsingastefna

2014

 • Greina þörf Umhverfisstofnunar á þekkingu til næstu fimm ára

2015

 • Vefsíða Umhverfisstofnunar fyrir farsíma og spjaldtölvur
 • Áætlun um þjálfun starfsfólks og viðhald þekkingar
 • Myndrænar upplýsingar um ástand umhverfisins fyrir vef

2016

 • Greining á kostum Wiki- upplýsingasöfnunar / miðlunar

2017

 • Samantekt á árangri í að bæta þjónustu Umhverfisstofnunar
 • Bjóða upp á rafræna þjónustu í öllum tilvikum
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira